Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN lijá mér og stingur sér inn í lilýj- una lijá Blom. Helvítis naggurinn. Það er óþægilegur kökkur í liálsin- um á mér, sem ég reyni árangurs- laust að kyngja. Ég finn til einhvers í augnakrókunum, sem ég veigra mér við að meðganga, livað er. Fá- ein íslenzk blótsyrði hrökkva af vörum mínum. Eftir stundarkorn hefur sál mín þó náð jafnvægi. Þetta er allt í lagi, herra Eng, en yður skal ekki verða gleymt, þeg- ar heimsbyltingin skellur á. Til von- ar og vara krossbölva ég herra Eng og allri niðursuðuframleiðslu Norðmanna, undantekningarlaust. Mér er farið að kólna á höfðinu, svo að ég set upp hattgarminn. Svo ráfa ég af slað heim á leið. Ég kvíði fyrir að koma heim, því að ég veit, að þar er kalt. Ivaldara en úti. Af einliverri rælni nem ég staðar fyrir utan búðarglugga og horfi á það, sem þar er á boðstólum. Því trúir enginn, hvað það getur verið ánægjulegt að horfa í búðarglugga. Gera sér í liugarlund, að maður sé vel efnum búinn, ef ekki stórrikur, velja sér fagra, sjaldséða niuni og látast svo kaupa þá gegn staðgreiðslu. Það er ef til vill hin sjaldgæfa stað- greiðsla, sem gerir þelta svo ánægju- legt. Þegar ég stend þarna, verð ég þess var, að einhver staðnæmist við hlið mína. Fyrst Iield ég, að það sé ein- hver, sem á sama erindi og ég, að kaupa gegn staðgreiðslu, en svo er sagt: „Halló, vinur.“ Ég lít um öxl og sé, að það er „lið- þjálfinn“, sem ávarpar mig. „Lið- þjálfinn“ er reyndar hættur í hernum fyrir mörgum árum, en honum er svo tíðrætt um herþjónustu sína, að við félagar lians og drykkjubræður köllum hann ávallt „liðþjálfa“ í virð- ingarskyni fyrir dygga þjónustu í þágu lands síns. Ef þú spyrð hann, livað hann stundi nú til dags, þá seg- ist hann vera heildsali. Hann segist selja kartöflur frá Rússlandi, kartöfl- ur í tonnatali. Við vitum, að hann er að ljúga að okkur, og oldcur grunar, að hann sé eitthvað viðriðinn leyni- lega sprúttsölu. Stundum er liann stórríkur á okkar mælikvarða, en liina stundina blásnauður. Er ég lít á hann, sé ég slrax, að í dag er hann fátækur. Hann er illa lil reika, þræl- timhraður, órakaður og með fjólu- bláa bauga undir augunum, sem lita út eins og stærðar glóðaraugu í skuggsýninu. Ég tek þó kveðju hans, og við reikum saman niður eftir götunni. Tveir samslæðir auðnuleys- ingjar, sinn frá hvoru landi. „Hvernig er fjárhagurinn ?“ spyr „liðþjálfinn“. „Lélegur“, spýti ég út úr mér. Útlit lians verður enn Ömurlegra eftir þessar gleðisnauðu upplýsingar. Eftir stutta stund spyr hann: „Hefurðu ekki úrið þitt?“ „Jú“, svara ég, „en það hjálpar nú lítið, þegar allar veðlánsholur eru lokaðar“. „Komdu með inn á Kulbacker Hoff. Ef Karl er á vagt, getur meira en ver- ið, að við getum svælt eina út á úrið“. Hann er alltaf svo bjartsýnn, „lið- þjálfinn“. Svo hlær hann og bætir við:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.