Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 7
SAHTiÐlN Október 1944 Nr. 106 11. árg., 8. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32 ANN 17. JÚNÍ síðastliðinn, mesta há- tíðisdag, sem haldinn hefur verið á íslandi, flutti einn yngsti og glæsilegasti stjórnmálamaður okkar, Thor Thors sendi- herra í Washington, stutta ræðu, er tekin var á plötu og skömmu síðar flutt Is- lendingum hér heima fyrir atbeina Ríkis- útvarpsins. Mér fannst hressandi að heyra aftur hina karlmannlegu rödd míns á- gæta bekkjarbróður, óbreytta frá liðnum árum. Thor Thors var þegar í skóla af- bragð annarra manna fyrir margra hluta sakir. Fór þar saman glæsimennska, frá- bær dugnaður og djörfung, svo að af bar. Það mátti snemma vera öllum ljóst, er til þess manns þekktu, að hann mundi vera borinn til stórra starfa, enda af því bergi brotinn. En þó verð ég að segja, að þegar Thor Thors tók að fást við stjórn- mál hér heima fyrir, gerðist ég nokkuð uggandi um hans andlega hag. Á þess háttar starfsemi finnst mér, að góðir menn smækki hér einna tilfinnanlegast. íslenzk flokkapólitík, þar sem sjónarmið- in virðast oft vera: 1) ég sjálfur, 2) flokk- urinn, 3) vinir og vandamenn og loks 4) þarfir þjóðarinnar, er heldur dapurleg frá sjónarmiði þeirra manna, sem ekki nægir minna en þarfir og fullkomin nauðsyn allrar þjóðarinnar í hverju máli og á hverri stund. Og geta menn ekki verið sammála um, að í stjórnmálum okkar sé a 111 of smátt annað en það, sem lýtur að óskiptri heill 120 þúsund manna þjóðar? Mér þótti vænt um, að Thor Thors fékk virðulegra starfssvið en rökkrið bak við tjöldin á stjórnmálamarkaðinum hér heima. Um það svið þarf að fara gustur, er nálgist ósvikinn íslenzkan storm, og síðan þarf að draga tjöldin vel frá og kveikja á ljósum, eins og á hverju öðru leiksviði. Það þarf að beina skæru kast- ljósi á ýmsa öndvegis- og velgerðarmenn þjóðarinnar, t.d. þá, er útveguðu íslenzkum bændum mæðiveikina og líka hina, er vitandi vits töfðu fyrir hitaveitu Reykja- víkur með þeim árangri, að hún varð tugum milljóna króna dýrari en þörf var á. Það má ekki minna vera en að þjóðin fái að sjá þessa óskasyni sína í björtu og sönnu ljósi, til þess að hún þekki eftir- leiðis sína, geti kysst á klæðafald þeirra og vottað þeim viðeigandi lotningu, er hentugt tækifæri býðst! — Ræða Thor Thors frá 17. júní sJ. gladdi víst ærið marga. Þar kvað við nokkuð annan tón en í flestum hátíðaræðunum hér heima fyrir, tón, sein menn hafa yfirleitt ekki átt að venjast í sendiherraræðum, hvorki fyrr né síðar. Hinn ungi sendiherra sagði m. a.: „Hvernig er umhorfs á þessari hátíðar- og helgistundu sögu vorrar? Innan lands er sundrungin aðaleinkennið í þjóðlífi voru, en einkum meðal þeirra, er hafa fundið sig kallaða til að gerast leiðtog- ar þjóðarinnar.“ — Þessi orð eru áreiðanlega sönn, og þau eru ákaflega kærkomin frá sendiherra vorum í framandi landi. Einmitt úr fjar- lægð gefur mönnum gleggri sýn yfir þjóð- lífið en oft er unnt að öðlast hér heima fyrir. En þó munu margir góðir íslend- ingar nú hugsa þessu líkt, aðrir en þeir, sem fyrir hvern mun vilja viðhalda þeirri sundrung, sem sendiherrann bendir á í ræðu sinni. — Hann sagði þar enn fremur: „Nú horfum vér fram, íslendingar. Vér vitum, að land vort á enn auðlindir gnæg- ar. Vér. vitum, að vér getum vel eflzt og dafnað í landi voru, ef fólkið vill og þ o r i r. Það mun sannast á oss nú, er styrjöld þessari lýkur, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Vér verðum að flestu leyti að endurskipa þjóð-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.