Samtíðin - 01.10.1944, Qupperneq 10
6
SAMTÍÐIN
JÓNAS KRISTJÁNSSON læknir:
Náttúrulækningastefnan
KÆRA SAMTÍÐ! Þó að ég verði
við tilmælum þínum um grein-
arkorn um náttúrulækningar og
markmið þeirra, verður þess tæplega
vænzt, að í svo stuttri grein, sem
þér Iientar, verði fullkomlega grein
gerð fyrir svo víðtæku máli. Náttúru-
lækningastefnan er í eðli sínu og
framkvæmd hrein umbótastefna inn.
an vébanda hinnar algengu háskóla-
læknisfræði. En takmarlc hennar er
þó fyrst og fremst takmörkun eða
helzt útrýming hinna ört vaxandi
hrörmmarkvilla.
Ég hýst ekki við, að um það verð' T
villzt, hvað kalla má hrörnunarkvilla y
Það eru kvillar, sem hvila á eða staf: 3
af hilun einhverra líffæra, svo sen jH
efnaskiptasjúkdómar, meltingarsjúk-
dómar, húðkvillar, taugabilun, þroti
í slímhúðinni og innkirtlum og jafn-
vel að nokkru leyti einnig berkla-
veiki.
Það er ekki fvrst og fremst næmra
sjúkdóma vegna, sem hrópað er hátt
eítir fleiri og stærri sjúkrahúsum,
lieldur vegna hrörnunarkvilla. Það
eru menn með slíka sjúkdóma, sem
kosta læknana mest starf og strit,
þó án verulegs eða fullkomins árang-
urs.
Náttúrulækningastefnan telur það
höfuðstarf læknisfræðinnar að út-
rýma hrörnunarkvillunum. Meðan
orsakir þessara mörgu útbreiddu og
örtvaxandi kvilla eru ekki vel þekkt-
Jónas Kristjánsson
ar og viðurkenndar af háskólalæknis-
fræðinni, er engin von lil þess að
þessir hrörnunarkvillar verði stöðv-
aðir og því síður að þcim verði út-
rýmt. Öll von um hetri lieilsu maiin-
kyninu til handa bvggist eingöngu á
því, að þessum sjúkdómum verði út-
rýmí.
Einn frægur læknir fornaldarinn-
ar, sem uppi var fyrir tæpum 2 þús-
undum ára, segir, að það sé næsta
ósennilegt, að þeim takist að lækna
sjúkdóma, sem ekki veit, af hverju
þeir stafa. Nútíðarlæknar viður-
kenna þetta. En þeir segjast ekki vita