Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
()g cg lievri, hvernig orðin velta út úr
munni hans, meðan liann góflar á
liinum hragðljúfu kökum.
„Æi-nei,“ sárbiður gamla konan.
„Jú,“ segir strákurinn.
„Heyrðu,“ segir þá gamla konan.
,,Ef þú vilt vera hjá mér hara svolítið
lengur, af því mér leiðisl stundum
svo mikið, þegar þú ert farinn, þá
skal ég raula okkur þuluna mína, sem
þér þykir svo falleg.“
„Hvaða andskotans þulu?“ segir
strákurinn.
Þá er eins og eitthvað hafi brostið
i brjósi þessarar gömlu konu, og hún
lætui' ókvæðisorðunum rigna vfir
hið tilfinningalausa barn. þennan
uppalning götunnar og nöðru af-
sprengi, kvalræði guðs og manna.
„Farðu lil helvítis!“ hljóðar hún að
lokum sundurtættri, ískaldri röddu,
sem á sér ekki framar persónulegan
hlæ, er ómennsk og villt eins og ösk-
ur úr harka brjálaðs manns.
„Vertu sæl, amma mín,“ segir
strákurinn.
Og ég held áfram að silja og hlusta.
Ég heyri skóhljóð drengsins færast
niður stigann, fjarlægjast æ meir og
deyja út.
Og það líða nokkrar mínútur í
þögn, nema hvað suðandi skarkali frá
einstaka bíl berzt til min inn um
gluggann.
Síðan eins og lágvær andvörp yfir
brotnum dýrgripum, nem ég nokkr-
ar sundurslitnar hendingar gegnunr
bilið:
„Ivátt er á jólunum, koma þau senn,
þá munu upp líta Gilsbakkamenn,
upp munu þeir Jita og undra það mest,
úti sjá þeir stúlku og blesóttan hest.
Úti sjá þeir stúlku-------
Upphaf Gilsbakkaþulunnar, sem
endar í þungum gráti gamallar konu.
Hvað þýða
þessi orð, sem fyrr á öldum voru al-
geng á Austurlandi og raunar viðar
hér um land ?
1. Kani.
2. Klápur.
3. Nálgur.
4. Skersla.
5. Sofn.
6. Stélur.
7. Seti.
8. Tappur.
9. Uppreiða.
10. Þæri.
Skýringar á bls. 29.
ARGIR óttast kulda og kvarta
oft undan vetrarveðrum. En
kuldinn er ekki eins liættulegur og
ýmsir ætla. Þvert á móti örvar liann
starf líkamans á marga lund. Vöðv-
arnir verða þróttmeiri, lungun taka
loftið betur til sín, blóðrásin örvast,
og mellingin gerir slíkt hið sama.
Ivöld veðurátta um stundarsakir er
einungis hollustuauki, ef menn gæta
þess að klæða sig vel og gæta að öðru
leyti nauðsynlegrar varúðar.
(Úr New Health).
Thorvaldsensbazarinn
Austurstræti 4. Reykjavík.
Tekur til sölu vel unna íslenzka muni.
Sendið honum m. a. alls konar prjónles
og band.