Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN
17
réttinda, sem lýðræðissldpulaginu
hefur verið ætlað að vernda, er réttur-
inn til þess að bindast félagssamtök-
uin í löglegum tilgangi. Auk þeirra'
pólitisku erfiðleika, sem rnundi vera
á þvi, að banna hágsmunasamtökin,
gæti slíkt, svo sem að ofan greinir,
vart samrýmzt sjálfri lýðræðisliug-
sjóninni.
En annað mál er það, að enda þótt
ekki þyki tækl að hanna með lögum
hagsmunasamtök þau, sem virðast á
góðum vegi með að koma lýðræðinu
á kaldan klaka, virðisl óþarft, að lög-
gjafarvaldið beinlínis stuðli að eflingu
þessara samtaka. En í rauninni liafa
félagssamtök þessi að meira eða
minna leyti náð aðstöðu sinni í skjóli
löggjafarvaldsins. Löggjafarvaldið
hefur ekki aðeins látið hlutlaus hin
ýmsu Iiagsmunasamtök, sem smáni
saman eru að grafa grundvöllinn
undan skipulagi frjálsra viðskipta og
þar með í rauninni lýðræðisskipu-
laginu, heldur eflt þau með öllu móti.
Hverju nafni sem samtök þessi nefn-
ast, hvort lieldur eru hringar, önnur
atvinnurekendasamlök af ýmsu tagi
eða launþegasamtök, hefur þeim
tekizt að fá starfsemi sína löghelgaða
og iögverndaða, enda eiga samtök
þessi jafnan rík ítök i hinum póli-
tísku flokkum. Nokkur einstök dæmi
verða hér að nægja til þess að sýna
þetta. Þvi hefur verið haldið fram af
andstæðingum frjálsrar samkeppni,
að samkeppnin liefði tillmeigingu til
þess að eyðileggja sjálfa sig, og bent
í því efni á vöxt og viðgang hringa,
er öðlast hafa einkasöluaðstöðu í
mörgum atvinnugreinum. En þess
ber að gæta í þessu sambandi, að
hringar og einkasölur hafa fvrst og
fremst risið upp í skjóli tollverndar-
stefnunnar, sem miðað iiefur að því
að torvelda eða útiloka erlenda sam-
keppni. Tollverndar- og verzlunar-
haftastefnan hafa átt drýgstan þátt i
því að skapa einokun þá, sem svo víða
hefur rutt sér til rúms á sviði verzl-
unar og iðnframleiðslu.
A sama hált hefur löggjafarvaldið
stuðlað að því að útrýma samkeppni
á sviði landbúnaðarframleiðslunnar
með tollvernd, innflutningshöftum og
með því að stvðja á annan hátt sam-
tök framleiðenda landbúnaðarvara
til þess að lialda uppi háu verði á af-
urðum sínum á innlendum markaði,
t. d. með verðjöfnun, útflutnings-
styrkjum o. s. frv.
Þá má síðasl en ekki sízt nefna
það, hvernig verkalýðssamlökunum
hefur á síðustu árum tekizt að fá að-
stoð löggjafarvaldsins til þess að
liindra samkeppni á vinnumarkað-
inum. Samkvæmt íslenzkum lögum
er það nú t. d. blátt áfram ólöglegt
að bjóða vinnu sína fvrir lægra verð
en ráðamönnum fagfélaganna þókn-
ast að krefjast. Nýlega hefur það
meira að segja gerzt, að stjórn verka-
mannafélags eins hér á landi liefur
Jýst vfir verkfalli gegn yfirlýstum
vilja þeirra, er verkfallið skyldu
lieyja, og liggur ekki annað fyrir, er
þetta er skrifað, en slikt liafi verið
gert í skjóli laga og réttar!
Hér verða þessi mál ekki rakin
nánar, en aðeins bent á það, að brýna
nauðsyn ber til, að afstaða löggjafar-
valdsins til hagsmunasamtakanna
breytist, ef hagsmunatogstreitan á
ekki að leiða til þess, að nauðsjmlegt