Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 Skáldið í íslenzka sendiráðinu í Khöfn fiLLIR ÞEIR fjölmörgu íslendingar, sem átt hafa erindi í sendiráð okkar í Kaupmannahöfn, frá því er það var stofnað árið 1920 og allt til þessa dags, kannast við sendiráðsrit- arann, Tryggva Sveinbjörnsson, sem ávallt hefur verið boðinn og búinn til að greiða götu þeirra, sem til hans hafa leitað. Hitt er ósennilegra, að menn hafi gert sér ljóst, að þessi hægláti og samvizkusami embættis- maður hafi að loknu dagsverki í sendiráðinu átt sér starfssvið i heimi listarinnar, víðs fjarri hinum „dipló- matísku“ viðfangsefnum. Raunar er það á margra vitorði, að leikrit eftir Tryggva hafa verði sýnd i Konung- lega leikhúsinu i Khöfn, síðast leik- rit hans um Jón biskup Arason á þessu ári. Mun það að öllu forfalla- lausu verða frumsýnt hér í Þjóðleik- húsinu 7. þ. mánaðar, enda eru þá liðnar réttar fjórar aldir frá lífláti biskups og sona hans. Síðastliðið vor hlotnaðist Tryggva Sveinbjörnssyni sá heiður að hljóta 1. verðlaun í leikritasamkeppni þeirri, er Þjóðleikhúsið efndi til. Verðlauna- leikrit lians nefnist: Útlagar. „Samtíðin“ sneri sér fyrir nokkru um skrefum, þangað til ég seldi Kaupfélagi Árnesinga hana í árslok 1930.“ Framh. í næsta hefti. Samtal við Tryggva Sveinbjörnsson sendiráðsritara til Tryggva og átti við hann eftir- farandi samtal í tilefni af afrekum hans á sviði leikritagerðarinnar: „Hvenær ertu fæddur, og livað viltu segja okkur um helztu ævi- atriði þín, svo að byrjað sé nú á samvizkuspurningum ?“ „Mér er engin launung á þvi, að ég er fæddur 24. okt. 1891 á Brekku í Svarfaðardal og kallaði mig i skóla Svörfuð í höfuðið á landnámsmanni dalsins. Þetta nafn varð ég að leggja niður, er til útlanda kom, þvi eng- inn útlendingur gat borið það fram og engin kona vildi að sjálfsögðu giftast manni með svona skringilegu nafni! En sleppum því. Um námsferil minn er það i stytztu máli að segja, að ég gekk í Menntaskólann á Akureyri, og stúd- entspról'i lauk ég við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1914. Síðan sigldi ég til Kaupmannaliafnar og naut þar garðstyrks við háskólanám i fagurfræði með samanburðarbók- menntir að sérgrein. Ur námi varð þó satt að segja fremur lítið, þvi hugurinn var um þær mundir allur við sönglist og leiklist. Sótti ég söng- leiki (óperur) og leiksýningar eins oft og ég framast gat, en slíkt var stúdentum þá stórum auðveldara vegna þess, að leikhúsmiðum var út- býtt ókeypis á Garði. Árið 1919 bauðst mér svo starf

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.