Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 manna Rubens olli því, að konu- myndir hans urðu eins og þær eru, og á meðan menn trúðu á kvenleg- an hreinleik, skópu listamennirnir myndir af svo sannheilögum og ó- jarðbundnum jómfrúm, að þær vekja með manni viðljjóð á varalit og nylonbifum, — svona í svipinn. Á síðari hluta nítjándu aldar dáðu menn seglskip á hafi, unnu göngu- ferðum um skóga og fjöll, og lista- mennirnir máluðu svo fagra skóga, að maður gat séð döggina glitra á laufinu, ókleifa tinda, sem hvöttu göngugarpana til heitstrenginga og stolt seglskip, er klufu hvítfyssandi öldur. I stuttu máli: maðurinn, verk •hans og heimur hafa alltaf verið viðfangsefni listamannsins og hann hefur jafnan leyst þau samkvæmt afstöðu mannsins til sjálfs sín, verka sinna og umheims í þann og þann svipinn. Fvrstu einkenni sjálfsleiðans hirtast í verkum þeirra listamanna, sem taka að draga bogn- ar línur beinar eða leysa manns- myndina og umhverfið upp í ten- inga og ferhyminga; þeir listamenn og áhangendur þeirra fullyrtu, að þannig sæi listamaðurinn hlutina, eða þá að hann væri að freista að sýna sál þeirra; hin raunverulega orsök var hins vegar sú, að við vor- um orðin leið á að sjá hlutina, eins og þeir komu okkur fyrir sjónir í sálarleysi sinu. Listamaðurinn sér hvorki eitt né annað öðruvísi en samtíð lians langar til að sjá það. Munurinn er aðeins sá, að sannur listamaður er hispurslaus og hrein- skilinn og hneykslar því á stund- um samborgara sína. JJAMTlÐ OKKAR ANN ENGU, er leið og þreytt á öllu; örvæntir um allt og óttast allt, — en sjálfa sig þó mest. Þess vegna er abstraktlistin list hennar, — listin, sem hvorki verður skilin né dæmd, sýnir ekki neitt sérstakt, túlkar ekkert sérstakt og flytur engan boðskap, heldur tal- ar til undirmeðvitundarinnar á tákn- máli .... Sjálfsóttinn einkennir bæði hið frumstæða og úrkynjaða. Hann tákn- ar viðbragðs- og lokamark menn- ingarskeiðsins. Villimennirnir gera sér afskræmislegar grímur og hylja með þeim andlit sín, þegar þeir ganga á hólm við fjandmenn sína og djöfla í orrustu eða dansi, þar eð óvinirnir ná valdi á persónu þeirra, sjái þeir raunvei’ulegan svip þeiri’a. Þeir óttast sigurmátt fjand- rnanna sinna og tortímingarvald þeirra djöfla, sem umhverfið byggja. Við erum sjálfir okkar eigin fjand- rnenn og tortímingardjöflar, þess vegna megum við ekki sjá okkar eigið andlit, þess vegna á abstrakt- listin fjölda aðdáenda og áhangenda nxeðal okkar, og þess utan hefja svo kanxmerjúnkarnir hana upp til skýjanna. Og þess vegna eru skapexxdur liinn- ar sönnu abstraktlistar spámenn. Spánxenn, sem birta sanxtið sinni boð- skap og í’efsidóm, enda þótt þeir flytji hann á táknmáli sjálfsblekking- arinnar og tali óbeint lil undirmeð- vitundarinnar. Það er ekki hending ein, að list þeii'ra er skyldust list hins fi'uixistæða villimanns, — list beggja er list óttans og blekkingar- innar; annar boðar upphaf rnenn-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.