Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 „Eins og þú sérð, höfum við hér fyrir framan okkur milli 20 og 30 tegundir ýmissa sjóklæða, sem við höfum ágæt skilyrði til að fram- leiða. Vonum við, að hrátt megi ræt- ast úr þeim mikla efnisskorti, sem við eigum nú við að stríða á þessu sviði.“ „Hafa vörur ykkar likað vel?“ „Já, við höfum átt því lani að fagna að hafa gott og vandvirkt starfsfólk, sem er samtaka í að vinna verkin af fullri samvizkusemi og á- byrgðartilfinningu, enda tel ég, að tilveruréttur og líf hverrar verk- smiðju eigi og hljóti að verulegu leyti að byggjast á miskunnarlausri vöruvöndun. Einnig höfum við lagt ríkt á við einkaumboðsmenn okkar, heildverzlun Haralds Árnasonar h.f., að vera vel á verði, ef um kvartan- ir væri að ræða og tilkynna okkur þær þegar i stað.“ Framkvæmdarstjórmn segir að lokum: „Um leið og ég þakka forráða- mönnum íslenzkra gjaldeyrismála á- gæta samvinnu og skilning á starfi okkar, langar mig til að taka það fram, í fullri vinsemd, að skortur á sjófatnaði og vinnuvettlingum fyrir sjómenn er mjög viðkvæmt mál. Þeg- af þetta er ritað (í septembermánuði sl.) eru því miður miklar horfur á, að slíkur skortur muni gera áþreifan- lega vart við sig á komandi haust- og vetrarvertíð, ef ekki verður gerð úrlausn til bóta hið allra bráðasta. Og að síðustu þetta: Það er mögu- legt að vera án ýmissa þeirra hluta í landi, sem við teljum þó nauðsyn- lega, en að senda skipshafnir þvi nær ^murt Irauh off ónittur veizíumatur Á HVERS MANNS DISK FRÁ SÍ LD □ G FISK Framkvæmum: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. Seljum: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþr>rstiáhöld o. fl.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.