Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 hefur haft hamskipti. Hann er ekki lengur grór og gugginn, heldur ljóm- ar hann beinlínis af ánægju og vel- líðan. Hárið er snyrtilega greitt. Því er skipt í hægri vanga. Á andliti hans sjást ekki lengur sólarhrings- gamlir skeggbroddar. Og buxumar hans eru daglega mótaðar í brot. Hann horfir ekki lengur með ann- arlegum svip út í hláinn — hefur ekki talað við sjálfan sig siðan í sumar, að ljóshærða stúlkan stað- næmdist á gangstéttinni og horfði upp i skrifstofugluggann. I dag er hún — konan hans. Húsbóndinn: „Fullur varstu enn í nótt, Högni minn. Hvernig ferðu annars aö pví aö rata heim á nótt- unni svona svínfullur?“ Högni: „Ég geng alltaf meö nokk- ur af nafnspjöldunum yöar upp á vasann.“ Þaö var eitt kvöld um vor, aö bráöfjörugur ánamaökur rak end- ann upp úr moldinni og varö pess pá var, aö annar maökur var par alveg á nœstu grösum. ,.Sœl, elskan,“ sagöi hann, „eig- um viö ekki. aö skríöa saman út í líf- iÖ?“ „Ég held pú sért eitthvaö verri,“ var svaraö. „Veiztu ekki, aö ég er hinn endinn á sjálfum pér?“ HLÍNAR-prjónavörurnar eru ávallt fallegastar, beztar og vinsælastar. PRJÖNASTOFAN HMN, Skólavörðustig 18. — Sími 2779, ^4 Lverpanda Iweli 6 cHoptur Cjucítnunclióon : Mene tekel abstraktlistarinnar gUMIR MEGA EKKI HEYRA ab- straktlist nefnda. Aðrir mega ekki heyra aðra list nefnda. Þeir menn fyrirfinnast, sem skreyta hý- býli sin abstraktlistaverkum, en flestir þeirra munu annaðhvort vilja sýnast meiri listþekkjarar í augum gesta sinna heldur en þeir eru, eða þeir eru meiri mannþekkjarar en gesti þeirra grunar. Þá eru og til menn, sem halda þvi fram, að vín svífi fyrr á gesti, ef nokkrar ab- straktmyndir „prýða“ stofuveggina, og gengur því Iiagsýni til slíkra lista- verkakaupa. Enn aðrir fullyrða, að þeir megi njóta slíkra verka, — orð- ið „skilningur“, er með markviss- um áróðri bannfært í sambandi við abstraktlist, — þegar þeir eru orðnir hæfilega ölvaðir, og fer þá hagsýn- in að verða vafasöm, sé gert ráð fyrir því, að einhvern langi til að njóta jjeirrar listar. Margt er það og ann- að, sem valdið getur því, að menn kaupi slík verk, til dæmis píslarvætt- isþrá eða jafnvel sadismi í garð eigin- kvénna sinna eða tengdamæðra. Ef óvndi sækir að einhverjum sam- kvæmisgesta í slíkum hýbýlum, ráð- legg ég honum að hugleiða, sér til dægrastyttingar, í hvern þessara flokka beri að skipa húsráðanda. Hins vegar verður þeim, er slík

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.