Samtíðin - 01.10.1951, Page 22

Samtíðin - 01.10.1951, Page 22
18 SAMTÉÐIN an um mikilsmetna menn. Þá getur inaður sagl: Ráðherrann og ég synt- um tvö hundruð metrana samtímis, en ég var helmingi fljótari!“ „Er það nú grohh. Ertu viss um að geta flotið?“ „Ertu að gera gys að mér, ó- taotið þitt. Og hvað grobbinu viðvík- ur, þá veit ég ekki betur en að þú og hann Jón þinn, sem aldrei farið í leikliús, hafið farið tvisvar að sjá Rigólettó, einungis af því að óper- an þykir fínni en vanalegt leikrit!“ „Ætli það sé nokkuð verra heldur en til dæmis að sitja sem fastast í sömu nefndinni ár eftir ár, einungis af hefð?“ „Eins og til dæmis?“ „Uss! Það má vist ekki nefna neina sér- staka nefnd, því að þá fengjum við skammir i hattinn. Mér finnst því vorkunn, aumingja fólkinu. Það hef- ur sjálfsagt haft minnimáttartilfinn- ingu á unga aldri, en hún hefur smám saman þokað fyrir sjálfsáliti, sem það hefur öðlazt við að vera kosið í einhverja nefnd.“ „Og svo hefur það tollað í henni ár eftir ár án nokkurra raunhæfra starfa í þágu þess málefnis, sem um var að ræða. Annars er nú ekki sama, hver nefndin er. Ég segi nú fyrir mig, að ég lét skrá mig í móttökunefnd við komu Norðurlandakvennanna." „Og hvaða gagn gerðir þú þar, ef ég mætti spyrja?“ „Mikið. Ég var i nefndinni, og það var aðalatriðið.“ „Ég skil nú ekki þetta.“ „Jæja, þetta er samt ofur einfalt mál. Ég var ein- staklingurinn í þeim aðila, sem annaðist móttökurnar. Einstakling- arnir mynda heildina, flónið þitt, og það er mergurinn málsins, sam- anber sundkeppnina milli Norður- landaþjóðanna.“ „Og þér sem fannst ekki taka þvi að vera með!“ „Satt segir þú, en nú er ég staðráðin í þvi að fara strax á morgun. Samtal okkar hefur komið því til leiðar.“ „Laukrétt. Við gætum sennilega komið ýmsu til leiðar, konurnar, ef við á annað borð snérum okkur að því.“ # Spurt ay svarað # j ÞESSUM þætti er leitazt við að svara spurningum frá lesendum „Samtíðarinnar". Forvitinn spyr: „Geturðu frætt mig eitthvað um hina svokölluðu Iívekara? Það er getið um Kvekarasöfnuð í hinni fróðlegu frásögn próf. Alexanders Jóhannessonar háskólarektors í 1. hefti „Samtíðarinnar“ í ár, og síðan ég las þá grein, hefur mig alltaf langað til að fræðast meira um Kvekarana.“ Svar: Kvekarar (af enska orðinu quake = skjálfa) eða Vinafélagið, eins og réttara er að nefna þá, eru um 300 ára gamall trúarbragðafélagsskap- ur. Stofnandinn hét George Fox. Kvekarar hafna sakramentunum og telja hið ytra form guðsþjónust- unnar óþarft, vegna þess að sú eina sanna guðsdýrkun sé fólgin i innri trúarmeðvitund einstaklingsins. Kvekarar neita þátttöku i styrjöld- um og vilja ekki vinna eiða. Sam- tals um 150.000 meðlimir félags- skapar þeirra munu vera í heimin- um, langflestir í Pennsylvaníuriki

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.