Samtíðin - 01.12.1952, Síða 9

Samtíðin - 01.12.1952, Síða 9
10. hefti 19. árg, Nr. 188 Desember 1952 SAMTIÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema í janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 35 kr. burðargjaldsfrítt (erlendis 45 kr.), og greiðist það fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við síðustu áramót. Úrsögn sé skrifleg og verður að liafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum er veitt móttaka í verzluninni Bækur og ritföng hf., Aust- urstræti 1 og í bókabúðinni á Laugavegi 39. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni hf. LEIKSVIÐ RLENDIS hefur sá háttur rutt sér nokkuð til rúms á seinni árum að sviðsetja sjónleiki mitt á meðal áhorf- endanna. Leiksviðið er þá á miðju gólfi í áhorfendasal, en sæti áhorfendanna um- hverfis það og þykir mjög hæfilegt, að um 200 gestir njóti leiksins við þessi skil- yrði. Þetta fyrirkomulag sparar alger- lega leiktjöld og annan sviðsútbúnað og er því einkar hentugt, þar sem skilyrði eru frumstæð og fé af skornum skammti. Það tíðkaðist mjög í Rússlandi eftir stjórn- arbyltinguna, en hefur á seinni árum rutt sér víða til rúms í Bandaríkjunum og nefnist þar: „Theatre in the Round“. Er talið, að um 100 leikhús í Bandaríkjun- um hafi nú horfið að þess háttar svið- setningu, og er þá leikið í margs konar vistarverum: danssölum, veitingastofum, hlöðum, vörugeymsluhúsum o. s. frv. í þessum nýstárlegu „hringleikhúsum“ njóta menn sjónleikja á allt annan hátt en venja er til. Fjarlægðin milli leikenda og leikhúsgesta er miklu minni en gerist, og hér bregður svo við, að þeir fyrr- nefndu eru ekki hátt upp hafnir á sviði bak við „ósýnilega vegginn", sem oft er nefndur svo á leikhúsmáli, heldur eru nú allir fjórir veggir leiksviðsins horfn- ir, og leikendurnir lægra settir í bókstaf- legri merkingu þeirra orða en áhorfend- urnir. Hér er brotið mjög í bág við ríkjandi leiklistarvenjur, en ætla má, að mjög ÁHORFENDA freistandi sé að taka upp þessa nýstár- legu aðferð við sviðsetning sjónleikja. Vinsældir hennar í Ameríku eggja a. m. k. til eftirbreytni. Það liggur í hlutarins eðli, að í „hringleikhúsinu“ er samband leikara og áhorfenda miklu nánara en við eigum að venjast. Kröfurnar til leik- aranna, einkum að því er snertir fram- sögn og látbragðslist, hljóta að aukast. Nú bregður nefnilega svo við, að leikarar snúa ávallt baki við einhverjum af áhorf- endunum. Við það verða þeir að túlka tilfinningar sínar meir með raddbrigð- um en ella myndi, og ekki eru leiktjöldin til að draga að sér athygli gestanna og heilla þá. Leikendur verða að leika í fjórar áttir, en ekki eina eins og á venju- legu sviði. Og þegar þeir snúa baki við nokkrum hluta áhorfendanna, verða þeir hinir sömu að lesa leik þeirra í svip- brigðum mótleikaranna á svipaðan hátt og tíðkast í kvikmyndum. En einmitt við það, að áhorfendur sjá ekki allt, örvast forvitni þeirra, og áður en varir eru þeir farnir að taka þátt í leiknum, leika með, af lífi og sál. Áður en varir beinist at- hyglin svo mjög að leikurunum, að áhorf- endurnir andspænis, hvað þá naktir hús- veggirnir bak við þá, hverfa og gleymast, en leikararnir í bjarmanum frá ljósverpl- unum og hið lifandi orð, sem þeir flytja, öðlast óvænt miklu meira líf en fólk hef- ur átt að venjast. „Hringleikhúsin" eru geðþekk nýjung MEÐAL

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.