Samtíðin - 01.12.1952, Síða 13

Samtíðin - 01.12.1952, Síða 13
SAMTÍÐIN 7 mjög fær konsertpíanisti og heldur árlega konserta í París, úti um Frakkland og erlendis. Hann spilar auk verka éftir frönsk tónskáld eink- um verk þeirra Beethovens, Baclis og Schumanns. Frægasti nemandi Ciampis mun vera Hepzibah Menu- hin, systir Yehudi Menuhins, fiðlu- leikarans, sem ég nefndi áðan.“ „Hvernig hefur námi þínu verið háttað?“ „Oft er kennt þannig, að nemendur koma inn í kennslusalinn nokkrir í hóp, og spilar þá einn i einu, en hinir hlusta á. Kennslan er í engu frá- brugðin einkatímum, nema hvað hlustað er á nemandann af félögum hans. Er þeim ætlað að læra af gagn- rýni kennarans, sem vitanlega er mismunandi, eftir því hvaða nem- andi á hlut að máli“. „Kunnirðu ekki til að byrja með hálfilla við að spila þannig í heyr- anda hljóði í kennslustundunum?“ „Mér stóð nú að vísu ekki alveg á sama fyrst í stað, en vandist þvi fljótt, og ég held, að þessi kennslu- aðferð sé að ýmsu leyti heppileg1'. „Hvernig eru próf i skólanum?“ „Þau eru haldin árlega á vorin, og að loknu inntökuprófi hafa nemend- ur öðlazt rétt til að þreyta próf — ná sér í „diplom“, eins og það er kallað. — Miðað er við fjögra ára nám, og eru fjórar mismunandi eink- unnir gefnar á hverju prófi. Allslov hópur sérfróðra manna hlustar á prófin og dæmir um þau, en kenn- arjnn hefur þar ekki atkvæðisrétt hvað þá meira“. „Hver eru helztu nútímatónskáld Frakka?“ Guðmúndur lætur hugann reika til breiðrar tónskáldafylkingar, nefn- ir i hálfum hljóðum ein seytján nöfn, en velur síðan úr þessa fjóra: Darius Milhaud, Francis Poulenc, Maurice Bavel og Arthur Honegger. „Hvað er að frétta af öðrum ís- lenzkum námsmönnum í París?“ „Allt sæmilegt. Margir þeirra hafa tekið góð próf, bæði við Sorbonnc og aðra skóla, en próf eru yfirleiG mjög erfið í París vegna mikillar samkeppni. Má i því sambandi nefna, að i ýmsum greinum tekst aðeins um 30—40% nemenda að standast próf“. „Finnst þér París ekki ákjósanleg- ur bær til þess að stunda þar tón- listarnám?“ ,Jú, vissulega. Umhverfið á sinn mikla þátt í því að móta námsmann- inn, og í tónlistarefnum er París einhver ákjósanlegasta borg, sem ég get hugsað mér. Þangað koma flestir beztu tónlistarmenn heimsins, og enginn skyldi ætla, að tónlistin verði numin eingöngu innan skólaveggja. Menn læra engu síður af því að hlusta á ýmsa meistara og hafa augu og eyru opin gagnvart því, sem miðar að þroska mannsins, ekki eingöngu á sviði tónlistar, heldur einnig á sviði lista álmennt. Og þarna á Signu- bökkum hefur jarðvegurinn löngum verið ákjósanlegur fyrir fagrar líst- ir, einkum ef nýjar stefnur hafa ver- ið að ryja sér til rúms. Listastefnur, sem annars staðar hefðu átt örðugt uppdráttar, hafa oft fengið þar hyr undir báða vængi, og eru það ekki síður listamenn annarra þjóða, sem getið hafa sér orðstír þar en Frakk- arnir sjálfir. Við þau skilyrði, sem

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.