Samtíðin - 01.12.1952, Side 22
16
SAMTÍÐIN
Jlkja oy iínaÉur 26
G. K.-hurðir og veggþiljur ryðja sér til rúms
A IÐNStNINGUNNI 1952 vöktu
mikla athygli hinar glæsilegu
mahogni-, eikar- og beykihurðir á-
samt veggþiljum úr harðviði frá
Gamla Kompaníinu hf. í Reykjavík.
„Samtíðin“ snéri sér nýlega til
Árna Skúlasonar, framkvæmdar-
stjóra Gamla Kompanísins, og l)að
hann að segja Iðnaðarþættinum eitt-
hvað frá þessari framleiðslu hins
landskunna húsgagnasmíðafyrirtæk-
is. Honum fórust þannig orð:
„Við hófum árið 1949 framleiðslu
á húrðum og veggþiljum af nýjustu
gerð úr harðviði, þar sem viðskipta-
vinirnir geta sjálfir valið um viðar-
tegundir eftir eigin geðjjótta. Eg
hafði áður kynnt mér sams konar
framleiðslu víðsvegar á Norðurlönd-
um og orðið þess þá var, hve mjög
við hér heima stóðum öðrum þjóðum
að baki í þessari framleiðslu. Hér
höfðu þá mestmegnis verið smíðaðar
hurðir úr furu undir málningu, en
að vísu einnig spjaldahurðir úr
„oregon pine“, sem síðan voru lakk-
aðar. Máluðu hurðirnar þurfa, eins
og allir vita, allmikið viðhald, enda
mæðir víða mikið á hurðum. Er ])ví
æskilegt, að unnt sé að framleiða
hurðir, sem ekki eru viðkvæmar og
alls ekkert sér á, nema sérstök óhöpp
vilji til.
Fullkomnustu vélar til framleiðsl-
unnar hafa gert okkur samkeppnis-
færa við erlenda framleiðendur i
þessari grein. Við höfum verið bjart-
sýnir og framleitt hurðirnar í stórum
stíl, hvað undirviðinn snertir. Með
því móti hefur tekizt að lækka verð
þeirra að miklum mun. Þegar við-
skiptavinirnir koma, geta þeir svo
sjálfir ráðið hinni ytri viðartegund
hurðanna í öllum atriðum.“
„Er fólk ekki yfirleitt að hverfa
frá máluðu hurðunum í íbúðum sín-
um, þegar það á þessara kosta völ?“
Allir þeir, sem keypt hafa harð-
viðarhurðir (blokkhurðir) hjá okk-
ur og ég hef síðar spurt um þetta
atriði, segja, að ekki komi til mála
að liverfa aftur að máluðum liurðum
nema þá helzt fyrir geymslur. Annars
getum við auðvitað hæglega framleitt
hurðir undir málningu og staðizt alla
samkeppni á því sviði.“
„En hyað um veggþiljurnar?“
„Þær eru að margra áliti mikil hý-
býlaprýði, enda hafa veggþiljur lengi
tíðkazt erlendis. Veggþiljur eru ekki
einungis hagkvæmar, heldur einnig
bæði fallegar og einkar hlýlegar.
Þarf í þeim efnum ekki annað en bera
saman fremur kuklalega, málaða
steinveggi, sem fljótt vill sjá á, og
axlarháar veggþiljur úr mahogni eða
eik, sem hvert heimili getur sjálft
haldið við, þannig að þær verða alltaf
sem nýjar. —■ I samkomusölum,
íþróttahúsum, göngum, anddyrum,
skrifstofum og hvers konar stiga-
uppgöngum eru veggþiljur vitanlega
alveg ómissandi, enda hafa þær á sið-
ustu ái'um rutt sér mjög til rúms