Samtíðin - 01.12.1952, Page 24

Samtíðin - 01.12.1952, Page 24
18 SAMTÍÐIN Gils Guömundsson: um oxi 11 Sauðaflutningar til Englands 1904 T ESENDUR „Samtíðarinnar“ kunna að minnast þess, að sl. vet- ur birtust í þáttum þessum tvær greinar um sauðakaup Englendinga hér á landi á ofanverðri síðustu öld. Kom fyrri greinin í desemberheftinu og nefndist: „Islenzkir sauðir, og enskt silfur.“ Hin síðari birtist í febrúar. Hét bún: „Sé ég eftir sauðiinum.“ Að lokum þeirrar greinar segir svo: „Það var ekki fyrr en árið 1896 sem skyndilega tók fyrir þessa sölu, þeg- ar sett voru í Englandi alger bannlög við innflutningi sauðfjár.“ Hér er ekki að öllu leyti rétt frá sagt. Að vísu voru samþykkt í Eng- landi lög þetta ár, sem bönnuðu allan innflutning á lifandi sauðfé, nema því aðeins að fénu væri slátrað þeg- ar við skipsfjöl. Bann þetta var sett af ótta við gin- og klaufaveiki, fjár- kláða og aðrar pestir, sem talið var, að flutzt gætu inn í landið með sauð- fénu. Islendingar reyndu af fremsta megni að fá undanþágu frá fjár- flutningsbanni þessu, þar eð hér hefði aldrei orðið vart gin- og klaufa- veiki. En þess var enginn kostur. Bretar voru hræddir við fjárkláðann, vissu, að hann hafði gengið hér skæð- ur fyrir nokkuð löngu og töldu tryggingu skorta fyrir því, að hann leyndist hér ekki eða kynni að vakna upp. Fjárflutningabann þetta nmn hafa orðið allmikill hnekkir fyrir sölu á lifandi sauðfé héðan til Englands, en hindraði ])ó engan veginn þau við- skipti að fullu og öllu. Enn var um nokkurt skeið flutt héðan lifandi fé til Englands og slátrað þegar við skipshhð. Gísli Helgason fræðimaður í Skóg- argerði hefur sent mér bréf og bent mér á frásagnarskekkju þá, sem hér hefur nú verið leiðrétt. Þar sem bréf Gísla er hið fróðlegasta, leyfi ég mér að birta hér allmikinn hluta þess. Gísli í Skógargerði segir: „Utflutningur fjárins hélt áfram enn um nokkur ár, að minnsta kosti til 1904. Það haust fór ég til Eng- lands með sauðafarmi frá Seyðis- firði. Helzt er ég á því, að næsta haust hafi og verið flutt út fé, en úr því mun þetta hafa lagzt niður. Þó kom hingað enskur maður til fjárkaupa aftur 1910, en það fé átti að flytja til Belgíu. Mun sú tilraun ekki hafa reynzt arðvænleg og var ekki endurtekin, svo mér sé kunnugt. Og . áreiðanlega hefur aldrei síðan verið selt fé hér af Héraði til útflutn- ings. Það, sem gerðist í þessum málum um 1896, var það, að ensk stjórnar- völd kröfðust þess, að fénu héðan væri slátrað strax og það kæmi, væri rekið beint af skipsfjöl í sláturhúsið. Áður hafði fénu verið komið á gott haglendi, og heyrði ég talað um akra í því sambandi, og þar fékk það að jafna sig og braggast eftir sveltinn og hina illu meðferð i skipunum. Við

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.