Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 5 Frá Þjóðleikhiísinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hóf um miSjan októ- ber sýningar á mjög athyglisverðu leik- riti, Rekkjunni, hjúskaparsögu í sex atr- iðum, eftir liollenzka skáldið Jan de Hartog. Tómas Guðmundsson þýddi leik- ritið á íslenzku, leikstjórn annaðist Indriði Waage, en með hlutverkin, sem eru aðeins tvö, fóru frú Inga Þórðar- dóttir og Gunnar Eyjólfsson. Lék Gunnar Michael rithöfund, en frú Inga Agnesi, konu hans. Leikatriðin gerast á árunum 1895—1943. Flutningur þessa sérkenni- lega leikrits er bæði örðugur og vanda- samur, en segja má, að hann liafi tekizt prýðilega og verið hlutaðeigendum til sóma. Myndin sýnir leikarana i 3. atriði. ABíGAXÞEYR nefnist ný kvæðabók eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi, sem „Sam- tíðin“ vill vekja athygli á. Islenzk fræði eiga höf. þakkir að gjalda fyrir ágætt rit um Guðmund skáld Frið- jónsson, föður hans, en frá honum liefur Þóroddur þegið ljóðgáfu sina og öruggt vald á bundnu máli. Mikil alvara er megineinkenni kvæðanna i hinni nýju bók, einnig þeirra, sem þar birtast í þýðingu (10 úr ensku, 1 úr sænsku). Samtals eru í hókinni 40 kvæði, sum öðrum þræði ásta- ljóð. Anganþeyr er önnur kvæðabók skáldsins. Frægír orðskviðír Lögin eru eins og kóngulóarvefur; þau veiða fluguna, en gera ránfugl- inum ekkert mein. Ef hjónaband á að vera hamingju- samt, þarf eiginmaðurinn að vera heyrnarlaus og konan blind. 1 landi blindingjanna er sá eineygði konungur. Ráð konunnar eru í sjálfu sér ekki mikilsverð, en sá, sem ekki fer eftir þeim, er fáráðlingur. Sá, sem gefur fátækum, lánar Drottni. Astin er heit eins og jámbræðslu- ofn, en getur samt ekki soðið kjöt. ÓSKAR SÖLBERGS feldskurðarmeistari. Klapparstíg 16. — Sími 7413. AIU konar loOskinnavinna.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.