Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1952, Blaðsíða 14
8 sa:,;tíðin Jinnur Siqmunda ~Hgmund.iion : Yl^enn og minjar 4 Sendibréf frá Grími Thomsen til Jóns á Gautlöndum Grímur Thomsen virðist ekki hafa feng- izt mikið við bréfaskriftir á efri árum, a. m. k. hefur fátt bréfa hans komizt í opin- ber söfn. Vera má, að enn séu í fórum einstakra manna bréf frá honum, og er þess þá að vænta, að þeim verði forðað frá glötun og komið á öruggan stað. Til eru í Landsbókasafni nokkur bréf frá Grími til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum frá árunum 1871—1888, er báðir sátu á Al- þingi, en konur þeirra voru systur, eins og kunnugt er, og góð vinátta milli heim- ilanna. Nokkur þessara bréfa verða birt hér, sum í heild, en kaflar úr öðrum. Bréfin eru öll stutt, en ýmsu bregður þar fyrir, sem lýsir bréfritaranum allvel, skoðunum bans og skaplyndi. Bessastöðum, 24. marz 1871. Elskulegi mágur! Þó mágaástin verði að líkindum ekki ósvipuð veðrinu, sem gengið hefur um tima (16 mælistiga frost Reaumur), þá vil ég þó bæta ofur- litlu á hríðarnar, sem gengið munu hafa norðanlands á Góunni, og láta fjúka fáein orð að Gautlöndum, fyrst ég var ekki sá auðnumaður í sumar leið að geta yrt á húsbóndann, þegar ég kom þar. Ég fæst nú ekkert um það, livað ég hlakka til að sjá yður í áumar, fullan angurs og iðrunar yfir yðar fyrra líferni, efnlægan stjórnarvin — nema yður skyldi mislíka það við París hefur að bjóða, er mjög líldegt, að námið beri góðan ávöxt, ef vilji og hæfileikar eru fyrir hendi. Áhrif- in eru margvísleg, sem nemandinn getur notið góðs af, ef hann er fær um að greina kjarnann frá hisminu“. stjórnina, að Havstein er nú farinn frá, — og mér samdóma í öllum mínum pólitísku skoðunum. En hver er sjálfum sér næstur, og „vonin, heiðruðu landar, að verða skaðlaus“, sagði Þorsteinn sál. kaupmaður Jóns- son í formálanum fyrir Jóns lækn- ingabók Péturssonar, — ég hlakka líka til að sjá framan í þessar 6 ær (kúgildið góða, sem ég er nú búinn að vinna af yður, þar „Lög' um stöðu Islands í rikinu“ eru nú útkomin og gildandi frá 1. næsta mánaðar), af þessu einstaka fjárkyni, sem ég býst við þér rekið suður um leið og þér kornið til þings. Ég vona svo góðs til yðar, þér hafið séð svo fyrir, að þær verði bæði „loðnar og lembdar“, — einkum það síðara — þegar þær koma, þó áliðið verði. Eins og þér sjáið, er maður í nokk- urnveginn skapi, þó tíðin sé hörð, og lifað kynni maður að geta, ef ekki væri Norðurland, sem likast til að venju er húið að sjá um að birgja sig með hafís sumarlangt. Hvernig lízí yður á, að þið frelsishetjurnar með samtökum kæmið því til leiðar að útrýma hafísnum? Ætli það þyrfti nema nokkrar greinir í „Norðan- fara“ — hvassar yrði þær að vera — og svo sjálfsagt bænarskrár til Pólarstraumsins, með sem flestum undirskriftum; ímynda ég mér, að hann (Pólarstraumurinn) færi ekki að vefengja undirskriftirnar, þó nokkrar væri nú með sömu hendinni. Nú megið þér ekki láta yður verða

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.