Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 6
6 28. desember 2009 MÁNUDAGUR
Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins.
Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum.
Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími.
Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur.
Lágmarkskaup 5.000 kr.
Enginn munur á kaup- og sölugengi.
»
»
»
»
»
innlán
ríkisvíxlar og
ríkisskuldabréf90% 10%
RÍKISVÍXLASJÓÐUR
Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Verðbréfaþjónusta Arion banka
er söluaðili sjóða Stefnis.
Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð hjá
starfsfólki verðbréfaþjónustu
Arion banka í síma 444 7000, í
næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir
ALÞINGI Þingsályktunartillaga um skipun
starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá
löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins
liggur nú fyrir Alþingi. Athygli vekur að til-
löguna flytja 49 þingmenn úr öllum flokkum.
Ráðherrum var ekki boðið að vera með vegna
þingræðissjónarmiða og fyrir utan þá vantar
einungis fjóra þingmenn Sjálfstæðisflokks á
tillöguna.
Anna Pála Sverrisdóttir, varaþingmaður
Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmað-
ur tillögunnar. Hún segir tilefnið vera nýlega
skýrslu Kvennaathvarfsins, sem sýni að konur
sem háðar séu mökum sínum um landvist séu
í afar viðkvæmri stöðu og láti jafnvel ofbeldi
yfir sig ganga til að þurfa ekki að hverfa úr
landinu.
„Þetta er að sjálfsögðu ekki stór hópur en
þeim mun mikilvægara að koma til móts við
hann. Þetta voru nánast allir þingmenn sam-
mála um að ganga í hið allra fyrsta,“ segir
hún. „Þetta er hugsað sem framlag Alþingis til
baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi og mér
finnst sérstaklega mikilvægt að Alþingi hafi
sýnt að við getum staðið saman um mikilvæg
mál.“
Sem áður segir eru fjórir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks þeir einu fyrir utan ráðherra
sem ekki leggja nafn sitt við tillöguna. Það eru
Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Pétur
H. Blöndal og Ragnheiður Elín Árnadóttir. - sh
Fjóra sjálfstæðismenn vantar á tillögu um starfshóp gegn kynbundnu ofbeldi:
49 manns með þingsályktunartillögu
SAMSTAÐA Á ALÞINGI Anna Pála Sverrisdóttir, til hægri,
er ánægð með samstöðu þingsins. Henni á hægri
hönd stendur Ragnheiður Elín Árnadóttir.
FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest úrskurð Héraðsdóms um að
stórþjófur skuli sæta gæsluvarð-
haldi til 16. janúar.
Maðurinn hefur játað að hafa
stolið kassa með skiptimynt af
Landspítalanum í Fossvogi fyrir
skömmu. Öryggisvörður á spít-
alanum kallaði til lögreglu eftir
að sást til tveggja manna henda
kassanum út um glugga á ann-
arri hæð og hlaupa svo með hann
á brott. Vörðurinn hljóp á eftir
mönnunum. Þegar hann nálgaðist
staðinn sá hann mennina reyna
að brjóta upp stálkassa með
skiptimynt og hrópaði til þeirra.
Þeir tóku þá á rás en skildu
kassann með skiptimyntinni
eftir. Þeir náðust stuttu síðar.
Auk þessa er maðurinn sterk-
lega grunaður um fjórtán auðg-
unarbrot, þar á meðal tvö búðar-
rán, innbrot og þjófnaði. - jss
Úrskurðaður í gæsluvarðhald:
Stal skiptimynt
af spítalanum
LANDBÚNAÐUR Á árinu voru flutt
út 1.589 hross samkvæmt nýjustu
útflutningstölum Bændasamtak-
anna. Þetta er heldur minna en í
fyrra, en þá varð mikil aukning.
Samdráttur milli ára nemur 10,5
prósentum, en aukningin milli
áranna 2007 og 2008 nam nærri
fimmtungi.
Hallveig Fróðadóttir, sem held-
ur utan um útflutningstölurnar
fyrir Bændasamtökin, segir fjöld-
ann í ár sambærilegan við það sem
gerðist í hittiðfyrra. „Sprengingin
í fyrra varð náttúrlega út af hrun-
inu hjá okkur. Þá varð aukning um
280 hross og hún kom öll á síðustu
þremur mánuðum ársins,“ segir
hún. Kaupendur nýttu sér þá veik-
ara gengi krónunnar.
Kristbjörg Eyvindsdóttir, hrossa-
ræktandi og -útflytjandi, segir
útflutningsmarkað með hross nokk-
uð öflugan, en líkt og annars staðar
þá leiti hann jafnvægis. „Við verð-
um að gera okkur grein fyrir því að
það er líka kreppa erlendis,“ segir
hún og telur það til marks um nokk-
urn „varnarsigur“ að samdráttur-
inn hafi ekki orðið meiri milli ára.
„Á margan hátt er betur að
þessu staðið en áður og meiri fag-
mennska, bæði hvað varðar tamn-
ingu og skráningu,“ segir Krist-
björg og bendir á að magntölur nú
segi ekki alla söguna, vera kunni
að fluttir séu út dýrari hestar líka,
tölur um verðmæti útflutnings-
ins bendi til þess. „Þar er kannski
mesta sóknarfærið, því kaupendur
fá betri hross fyrir sömu upphæð
og áður.“
Undir þetta tekur Kristinn
Guðnason, formaður Félags hrossa-
bænda, en hann segir mest flutt út
af hrossum sem hægt sé að nota í
einhverja keppni. „Svo er alltaf
eitthvað flutt út af merum og grað-
hestum,“ segir hann. Mörg ár séu
hins vegar síðan hross hafi verið
flutt út til slátrunar. Nokkuð sé þó
flutt út af hrossakjöti.
Bændasamtökin eiga samfelldar
tölur um útflutning frá árinu 1988.
Þá voru flutt út 700 hross. Útflutn-
ingurinn náði svo hámarki á árun-
um 1994-1996 þegar hann nálgaðist
3.000 hross á ári. Við tók samdrátt-
ur næstu sjö ár og sveiflukenndari
útflutningur upp frá því. Frá 1988
hafa verið flutt úr landi 34.095
hross, eða 1.550 hross að jafnaði á
ári hverju. olikr@frettabladid.is
Færri hross en dýrari
flutt úr landi á árinu
Útflutningur hrossa dróst saman um 10,5 prósent milli áranna 2008 og 2009. Í
fyrra jókst útflutningur um 18,6 prósent milli ára eftir hrun krónunnar. Sala
lifandi hrossa úr landi náði hámarki árið 1996 þegar flutt voru út 2.840 hross.
HESTAR Napurt getur verið á klakanum jafnvel þótt menn og skepnur séu í vetrar-
búningi. Ómögulegt er samt að segja hvað þessum hér að ofan þætti um að komast
til útlanda, enda óvissa um veðurfar á áfangastað. F´RÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HROSSAÚTFLUTNINGUR
- HELSTU LÖND
Land 2007 2008 2009
Austurríki 36 63 52
Sviss 65 71 102
Þýskaland 246 317 448
Danmörk 395 457 319
Finnland 83 112 91
Færeyjar 3 21 33
Frakkland 1 9 11
Bretland 11 15 4
Holland 23 20 43
Noregur 117 125 106
Svíþjóð 427 488 307
Bandaríkin 82 63 33
Alls 2009 1.497 1.776 1.589
Heimild: Bændasamtök Íslands
Er möndlugjöf hluti af jólahefð-
um á þínu heimili?
Já 42,3%
Nei 57,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu búin/n eða ætlar þú að sjá
myndina Bjarnfreðarson?
Segðu þína skoðun á vísir.is
SJÁVARÚTVEGUR Fimmtungur hrá-
efnis í landvinnslu Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal
og á Ísafirði kemur úr þorskeldi
fyrirtækisins. Fram kemur í til-
kynningu fyrirtækisins að hlut-
fallið hafi aldrei verið hærra.
Fram kemur að líkast til verði
unnið úr rúmlega 5.100 tonnum af
hráefni á þessu ári. Einar Valur
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, fagnar því jafn-
framt að ekki hafi fallið niður
dagur í landvinnslunni á árinu.
Fara þurfi áratug aftur í tímann,
hið minnsta, til að finna dæmi um
meira magn hráefnis til vinnsl-
unnar en á þessu ári. - óká
Eldisþorskur vegur þungt:
Fimmti hver
þorskur úr eldi
ELDISÞORSKUR Árangur í eldi vegur ekki
upp á móti niðurskurði í veiðiheimildum
á bolfiski, segja aðstandendur Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Erill var hjá lög-
reglunni á Akureyri aðfaranótt
sunnudags. Margmenni var í
bænum og mikil ölvun. Skemmt-
anahald fór þó vel fram að sögn
lögreglu og gekk stóráfallalaust
fyrir sig.
Þrír gistu fangageymslur lög-
reglunnar vegna ölvunar og
pústra.
Umferðin gekk vel fyrir sig, en
mikill snjór er í bænum og þung-
fært. Enginn var tekinn fyrir ölv-
unarakstur. - þeb
Skemmtanahald fyrir norðan:
Mikil ölvun á
Akureyri
STJÓRNMÁL Beiðni slitastjórnar
Kaupþings um að fá afhent gögn
frá Rannsóknarnefnd Alþingis
nær ekki fram að ganga.
Slitastjórnin fór þess á leit við
formann Rannsóknarnefndar-
innar að fá afhentar upplýsing-
ar um starfsemi Kaupþings þar
sem örðugt hefði reynst að afla
gagna, ekki síst um viðskipti
fyrirtækisins í gegnum útibú og
dótturfélög í útlöndum.
Formaður Rannsóknarnefnd-
arinnar sagði lög meina sér að
afhenda gögn. Var erindið því
flutt Alþingi sem leggur ekki til
að heimild til afhendingu gagna
verði færð í lög um rannsókn-
ina við breytingu þeirra sem er á
dagskrá þingfundar í dag. - bþs
Vildi fá rannsóknarupplýsingar:
Slitastjórnin
fær ekki gögn
KJÖRKASSINN