Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 62
54 28. desember 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég fékk gat á hausinn og lækn- irinn vildi meina að ég væri höf- uðkúpubrotinn,“ segir einkaþjálf- arinn Vilhjálmur Árni Sveinsson, einnig þekktur sem Villi WRX. Villi slasaðist í lok nóvember þegar járnstykki losnaði af tæki sem hann var að nota í World Class Laugum. „… Svo endaði stykkið á viðbeininu og beinhimnan lyftist upp þannig að það blæddi undir hana – læknirinn sagði að það tæki sex mánuði að jafna sig á því,“ segir Villi. Margir muna eftir Villa WRX úr sjónvarpsþáttunum Kallarnir, sem sýndir voru á Sirkus árið 2006. Egill Gillz Einarsson hjálpaði Villa að komast í form og í dag starfa þeir báðir sem einkaþjálfarar. Villi hefur falið lögfræðingi að kanna réttarstöðu sína gegn World Class, en hann segir viðmót starfsmanna stöðvarinnar ekki hafa verið gott þegar hann fór fram á bætur eftir slysið. „Ég fór með þetta beint í lögfræðing vegna þess að þeir voru með stæla við mig þegar ég reyndi að fá eitthvað út úr þeim,“ segir hann. „Hann er að renna í gegnum málið til að sjá hvort ég geti fengið einhverjar bætur frá World Class – eða hvort trygging- arnar sjái um þetta.“ Villi segir að viðhald tækjanna í Laugum gæti verið betra og bætir við að tæki stöðvarinnar séu betri í Hafnarfirði og Kópavogi. Hann sér þó fram á að æfa annars staðar í framtíðinni. „Þetta var tæki sem var búið að vera bilað í hálft ár. Ég var að pressa niður einhverj- um þyngdum og það brotnaði ein- hver festing, sem var búin að vera biluð,“ segir Villi spurður nánar út í slysið. „Það var alltaf eitthvað vesen á þessum pinna. Svo þurfti ég að vera heppinn og fá draslið í hausinn.“ Villi hefur starfað sem einka- þjálfari frá árinu 2007, aðeins ári eftir að hann fór í líkamsræktar- átakið. „Það hefur gengið rosa- lega vel,“ segir hann. Spurður hvort hann sé kominn í harða sam- keppni við Egil Gillz, félaga sinn, segir hann svo ekki vera. „Hann er mikið með þessa fjarþjálfun, ég er meira að þjálfa fólk augliti til auglitis, en það má segja að fyrsti alvörukúnni Egils hafi fetað í fót- spor hans.“ Ekki náðist í stöðvarstjóra World Class í Laugum við vinnslu fréttar- innar. atlifannar@frettabladid.is VILHJÁLMUR ÁRNI SVEINSSON: BÚINN AÐ LÁTA LÖGFRÆÐING Í MÁLIÐ VILLI WRX FÉKK GAT Á HAUSINN Í RÆKTINNI FÉKK GAT Á HAUSINN Villi slasaðist þegar járnstykki losnaði af tæki í ræktinni og hafnaði í höfðinu á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það kom mér svolítið á óvart hvað hún var áhugasöm. Þegar hún var fimm ára fór hún að smella saman melódíum og töktum eins og fullorðin kona og finnst þetta rosalega skemmtilegt. Svo er hún mjög tæknivædd og kann betur á vídeótæki en ég. Hún er það áhugasöm að ég býst við að hún eigi eftir að leggja tónlistina fyrir sig, en það er númer eitt, tvö og þrjú að hafa gaman af þessu.“ Tanya Pollock, móðir Isis Helgu Pollock sex ára, en Isis semur raftónlist undir nafninu The Form og heldur úti eigin MySpace-síðu. „Já, ég er örugglega búinn að gefa 60 lítra,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi og formaður Blóðgjafafélags Íslands. Ólafur Helgi gaf blóð í 133. skiptið í síðustu viku. Hann gaf fyrst blóð 10. mars árið 1972 og gefur að jafnaði fjórum sinnum á ári. Og er nóg eftir, er framleiðslan svona gríðarleg? „Já já, það er talið að séu milli fimm og sjö lítrar að meðaltali í hverjum manni. Ef við gerum ráð fyrir að ég sé í meðaltalinu og að sex lítrar renni í gegn- um mig á hverjum degi þá er þetta tífalt blóðmagnið í líkamanum. Svona, svo að það sé einhver skemmtileg tala líka þá er ég búinn að gefa sjálfan mig tíu sinnum. Geri aðrir betur,“ segir Ólafur í léttum dúr. Spurður hvað það var sem rak hann út í að gefa blóð segir hann að það hafi meðal annars forvitni. „Og líka vegna þess að pabbi gaf blóð, ég vissi það,“ segir hann. „Ég hef alltaf sagt það þannig að það sem hafi rekið mig aðallega hafi verið að geta náð fríi í tveimur kennslustundum í MR – með því að vera alveg á milli þeirra. Það var auglýst eftir blóðgjöfum í skólanum. Við fórum, ég og félagi minn, og gáfum blóð. Og nýtt- um tímann til hins ýtrasta. Svo má ekki gleyma því að besta kaffistofan í bænum er í Blóðbankanum.“ - afb 60 lítrar af sýslumannsblóði NÓG AF BLÓÐI Ólafur Helgi er búinn að gefa blóð 133 sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Essasú-froskur Vodafone hefur aldeil- is slegið í gegn upp á síðkastið. Einn af hugmyndasmiðum hans er Bragi Valdi- mar Skúlason, Baggalútur, sem vinnur hjá auglýsingastofunni Fíton. „Froskur- inn var „instant“ skyndilausn sem átti að redda Vodafone fyrir horn í þrjá daga, en óx öllum svona líka upp fyrir haus,“ segir Bragi. „Alltaf þegar við höldum að hann sé búinn stekkur hann upp á næsta plan. Hann er kominn í bullandi útrás núna. Fólk er farið að hrella einhverja malas- íska táningsstúlku með honum og það hafa birst fréttir af því í Daily Telegr- aph.“ Bragi ítrekar að margir komi að sköp- un frosksins. „Mennirnir hjá Miðstræti sem eru að teikna hann eiga auðvitað mikið í honum. Það eru miklir snilling- ar og sjá um að hreyfa kvikindið. Pétur Jóhann talar svo það sem við skrifum fyrir froskinn. Við förum náttúrlega ekki að láta stjörnuna skrifa sjálfa. Þetta essasú-dæmi er komið frá okkur en í ein- hverri útfærslunni var hundurinn hans Péturs kominn í spilið. Við skulum láta það liggja á milli hluta. Það talar náttúr- lega enginn barnamál eins og Pétur, það verður ekki tekið af honum.“ Risastór froskur hefur farið á milli barnaspít- ala og fólk keppist við að mynda sig með honum í Smáralind. Sigurganga frosksins er hugsan- lega bara rétt að byrja. „Við höfum skapað skrímsli. Mér sýn- ist á öllu að hann sé að öðlast sjálfstætt líf og ætli við förum ekki bara að sleppa honum laus- um,“ segir Bragi og bætir við, meira í gríni en alvöru: „Er ekki bara stefnan að Vodafone-myndin sprengi öll kvik- myndahús næsta sumar? Auglýsing í fullri lengd!“ - drg FROSKURINN Í BÍÓ NÆSTA SUMAR? Essasú-froskur Vod- afone hefur öðlast sjálfstætt líf. Bragi Baggalútur hjá auglýsingastof- unni Fíton bjó hann til ásamt öðrum. Bragi Baggalútur á bak við froskinn LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. fíngerð líkamshár, 8. kk gælunafn, 9. heyskaparamboð, 11. sjúkdómur, 12. skopleikrit, 14. starfsaðferð, 16. grískur bókstafur, 17. skurðbrún, 18. tunna, 20. gangþófi, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. skref, 3. líka, 4. nagdýr, 5. ögn, 7. eilífð, 10. útsæði, 13. atvikast, 15. blóðsuga, 16. krass, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. ló, 8. gæi, 9. orf, 11. ms, 12. farsi, 14. tækni, 16. pí, 17. egg, 18. áma, 20. il, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. klof, 3. og, 4. læmingi, 5. fis, 7. óratími, 10. fræ, 13. ske, 15. igla, 16. pár, 19. af. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Mið-Ísland. 2. Geir Jón Þórisson. 3. Winnipeg í Kanada. Frammistaða Jóhönnu Guðrún- ar í síðustu Eurovision-keppni var kosin sú besta af notendum vefsíðunnar ESC Today á dögun- um. Jóhanna fékk rúman þriðjung atkvæða, en í öðru sæti var hin franska Patricia Kass og í þriðja sæti hafnaði Jade Ewan frá Bretlandi. Jóhanna á greinilega upp á pallborðið hjá aðdáendum keppn- innar þar sem hún komst á blað í ann- arri kosningu; var í öðru sæti yfir bestu söngkon- ur keppninnar þar sem sú franska náði fyrsta sæt- inu … ESC Today er stærsta og vinsælasta Eurovision-vefsíða heims. Kosning- in stóð yfir í þrjár og hálfa viku og þúsundir greiddu atkvæði. Íslenski hópurinn stóð sig gríðarlega vel í keppninni og notendur vefsíðunnar kunna að meta það. Bakradd- irnar, með Friðrik Ómar, fremstan í flokki voru kosnar besti bakradda- hópurinn með hátt í 40 pró- sent atkvæða, en norski hópurinn var í öðru sæti og sá sænski í því þriðja. Jólamót Tennissambands Íslands stendur yfir þessa dagana og í gær var keppt í nokkrum flokkum. Uppstandarinn og ljóðskáldið Bergur Ebbi Benediktsson kom, sá og sigraði, í einum leik, en tap- aði í öðrum. Þótti hann sýna fína takta á köflum þrátt fyrir að búa yfir lítilli reynslu af íþróttum. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.