Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 40
32 28. desember 2009 MÁNUDAGUR Þingmenn taki höndum saman UMRÆÐAN Bjarni Gunnarsson skrifar um Icesave Icesave tapið er ekki stærsta tapið í fjár- málakreppu okkar Íslend- inga, en það er orðið stærsta málið í umræð- unni og þá sérstaklega á Alþingi. Í byrjun umræð- unnar hélt ég að málið sner- ist um að hve miklu leyti við ættum að ábyrgjast/borga inni- stæðutryggingar vegna Icesa- ve (rúmar 20.000 evrur á reikn- ing) og er sú upphæð oftast talin vera um 750 ma.kr. Nú þykist ég skilja málið þannig að forgangs- krafan sé allar innistæðurnar, rúmir 1.300 ma.kr, og að þar innanborðs séu 750 ma.kr. vegna innistæðutrygginganna. Þá er nú áætlað að eignir gamla Lands- banka nemi um 1.180 ma.kr, eða tæpum 90% af forgangskröfunni, og þar af leiðandi eigum við bara 90% upp í 750 ma.kr. kröfuna og vantar þar upp á 75 ma.kr. sem við/ríkið þarf að borga. Auk þess eigum við að borga vexti af gjaldfallinni Icesave skuldinni og er nefnt að vaxtaupphæðin sé 100-150 ma.kr. og eftir því þurf- um við/ríkið að borga um 200 ma.kr. vegna Icesave reikning- anna. Ég er nokkuð viss um að flest- ir landsmenn telja eðlilegt að allar eignir gamla Landsbank- ans/1.180 ma.kr. fari til að greiða Icesave innistæðutryggingakröf- urnar/750 ma.kr, vexti vegna þeirra og svo aðrar forgangs- kröfur, en það svíður að við/ ríkið séum að borga áðurnefnda 200 ma.kr. Ég er ósáttur við þann mál- flutning sem heyrist frá Alþingi þar sem sumir þingmenn stjórn- arandstöðunnar saka jafnvel rík- isstjórnina um landráð vegna fyrirliggjandi Icesave samninga. Grundvöllur þessara samninga er minnisblað um málið sem við vorum neydd til að gangast undir og allan tímann síðan hangir yfir okkur hótun um að okkur verði úthýst fjármálalega séð næstu árin ef við samþykkjum ekki fyrirliggjandi samning. Ég er viss um að ríkisstjórn- in hefur gert það sem hægt er til að bæta samninginn í þá veru sem Alþingi samþykkti, en samningsaðilinn stendur fast á móti með stórt bakland flestra Evrópuríkja sem vilja láta okkur borga sem mest af skuldum föllnu bankanna. Ég vil hérna velta upp tillögu sem gæti verið lokatilraun til að ná íslenskri samstöðu um málið og jafnframt tilraun til að ná betri niðurstöðu í málinu. Hún byggir á því að hrun okkar er að hluta til vegna þess að fjár- málaumhverfi ESB er gallað og svo var það gífurlegt áfall fyrir íslensku þjóðina þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög- in og er hart ef við fáum engar bætur fyrir þann gjörning. Ég skora hér með á Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnina að sameinast um þá kröfu að í skaða- bætur fyrir hryðjuverkalögin og gallað fjármálaumhverfi greiði Bretar og ESB þá vexti sem nú stendur til að við borgum sam- kvæmt samningnum. Þessi upp- hæð er stór fyrir okkur, en mjög lítil fyrir Breta (t.d. 100 ma.kr. í skaðabætur vegna hryðjuverka- laganna) og ESB (t.d. 50 ma.kr. í aðstoð vegna gallaðs fjármála- regluverks). Síðan ætti ríkis- stjórnin að fara fram á að fá fund með æðstu ráðamönnum Breta og ESB til að ræða þessa kröfu okkar og þá vildi ég sjá stjórn- málaforingjana fimm (Jóhönnu, Steingrím, Bjarna, Sigmund og Birgittu) fara saman á þenn- an fund til að leggja áherslu á þetta mál og sýna um leið sam- stöðu okkar í þessu hörmungar máli. Þá væri samkomulag um það að við frestuðum umræð- um á Alþingi um Icesave þar til eftir að þessi fundur hefur farið fram. Ef Bretar og ESB neita að leysa málið á þessum nótum, er fullreynt að ná betri niður- stöðu í málinu og um leið komið á hreint að þarna fara litlir vinir okkar og eru þá með taldar flest- ar Norðurlandaþjóðirnar sam- anber síðustu fréttir um tafir afgreiðslu lána AGS. Þá er málið og aftur komið til kasta Alþing- is, en þá ættu alþingismenn ekki lengur að þræta um hvort ná mætti betri samningi, held- ur væri kosið um það hvort við kyngjum fyrirliggjandi samn- ingi og reynum að borga í batn- andi fjármálaumhverfi eða hvort við fellum samninginn og tökum slaginn fyrir dómstólum í frosnu fjármálaumhverfi sem þá bíður okkar. Höfundur er verkfræðingur. BJARNI GUNNARSSON Ég skora hér með á Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnina að sameinast um þá kröfu að í skaðabætur fyrir hryðju- verkalögin og gallað fjármála- umhverfi greiði Bretar og ESB þá vexti sem nú stendur til að við borgum samkvæmt samningnum. UMRÆÐAN Dofri Hermannsson skrifar um at- vinnumál Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er með því hæsta sem gerist í land- inu og brýnt að borgaryfirvöld leiti allra leiða til að draga úr þeim vanda. Skortur á atvinnu er mestur í byggingariðnaði, hjá fólki með sérfræðimenntun og í verslun og þjónustu. Ljóst er að á tímum þegar sveitarfélög íhuga alvarlega að draga úr kennslu grunnskólabarna til að ná endum saman þarf að hugsa út fyrir ramm- ann til að örva atvinnulífið. Hér verður gerð heið- arleg tilraun í þá átt. Niðurfelling fasteignagjalda Þótt víða kreppi að í samfélaginu eru sem betur fer líka margir sem eiga í handraðanum fé sem þeir gjarna vildu setja í framkvæmdir. Það er hik- laust hlutverk borgarinnar að hvetja slíka aðila til að fara af stað sem fyrst. Ein leið sem mætti hugsa sér er að bjóða öllum Reykvíkingum sem hafa hug á að reisa viðbyggingar við hús sín niðurfell- ingu fasteignagjalda af viðbyggingunni í t.d. 5 ár. Vandséð er að borgin tapi tekjum af þessu úrræði þegar til lengri tíma er litið, einkum þegar hafður er í huga samfélagslegur kostnaður atvinnuleysis. Leiðsögn um reglugerðarfrumskóginn Einhverra hluta vegna er þrælflókið að koma á fót rekstri í Reykjavík. Hrakningasögur fram- takssamra einstaklinga við að opna litla verslun, verkstæði, kaffihús, ísbúð eða annan rekstur eru óteljandi og hver annarri ótrúlegri. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að rekstur hafi öll tilskilin leyfi en hér hljóta að vera tækifæri til að leiðbeina fólki og spara því móferðirnar. Borgin gæti t.d. boðið öllum sem vilja stofna til reksturs í borginni ókeypis viðtal hjá ráðgjafa þar sem farið yrði yfir öll þau leyfi sem rekstur- inn þarfnast, hvar þau fáist, hvaða tíma má reikna með að öflun þeirra taki o.s.frv. Þetta myndi án efa spara mörgum dýrar tafir og virka hvetjandi á fólk með góðar hugmyndir að nýrri starfsemi. Hagræðing og erlend markaðssetning Nýtt vinnumarkaðsúrræði, Starfsorka, gengur út á að fyrirtæki sem vilja ráðast í nýsköpunarverk- efni af einhverju tagi geta ráðið starfs- mann af atvinnuleysisskrá og fengið með honum fullar atvinnuleysisbætur í allt að eitt ár. Þetta hafa um 80 fyrirtæki nýtt sér skapað tæplega 200 ný störf. Þetta tæki- færi ætti Reykjavíkurborg líka að nýta sér. Nú þarf sannarlega að leita leiða til að bæta verkferla, gera þjónustu borgarinnar skilvirkari og spara óþarfa kostnað en auk þess fellur vinna við erlenda markaðssetn- ingu undir skilmála Starfsorku um nýsköp- unarverkefni. Afrakstur nýsköpunarverk- efna borgarinnar á þessum sviðum gæti skilað bættri nýtingu fjármuna, nýjum störfum og aukn- um ferðamannastraumi til borgarinnar sem er ein af undirstöðum atvinnu í verslun og þjónustu. 5.000 störf í nýsköpun Alþingi samþykkti fyrir jól lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki af öllu tagi en miðað við reynslu annarra þjóða af sambærilegum aðgerð- um gætu á næsta ári orðið til um 5.000 ný störf vegna hagstæðara umhverfis nýsköpunarfyrir- tækja. Í þessu felast mikil tækifæri fyrir Reykjavík- urborg sem ætti að reyna að bjóða þessum ört vaxandi fyrirtækjum eitthvað umfram önnur sveitarfélög. Hér mætti til dæmis hugsa sér tíma- bundinn stuðning eins og afslátt af fasteignagjöld- um, rafmagni eða hita í tiltekinn árafjölda sam- kvæmt samningi. Þá verður seint ofmetin þörfin fyrir góða og skilvirka þjónustu borgarinnar við almennan rekstur í borginni. Úr vörn í sókn Kreppur, jafn óvelkomnar og þær eru, hafa alltaf leyst úr læðingi nýjar hugmyndir og ný tækifæri. Hve hratt það gerist veltur mjög á afstöðu stjórn- valda til verkefnisins. Ekki skal lítið gert úr þeim góða vilja sem borgin sýnir með því að leggja fé í alls kyns félagsleg úrræði fyrir atvinnulausa, það er brýnt mál. Hinu má þó ekki gleyma að til að ekki sígi meira á ógæfuhliðina þarf borgin að snúa vörn í sókn og skapa borgarbúum betri skilyrði til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þar eru ýmsar leiðir færar eins og hér hefur verið bent á. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri í Hátækni- og sprotavettvangi. Ný atvinnutækifæri í Reykjavík DOFRI HERMANNSSON Tökum þátt í að styrkja björgunarsveitirnar UMRÆÐAN Guðmundur Fylkis- son skrifar um flug- eldasölu Framundan eru dagar sem skipta miklu máli fyrir fjárhagslega undirstöðu björgunar- sveita í landinu. Flug- eldasalan er hafin og hvet ég þig til að kaupa flugeldana af þeim. Vel þjálfaðar og vel búnar björg- unarsveitir eru okkur nauðsyn- legar. Það gera hin miklu og fjöl- breyttu öfl náttúrunnar. Óvíða í heiminum þurfa íbúar að glíma við óveður, jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og vatnsflóð, jafnvel allt á sama árstíma. Ég, í mínu starfi, þarf mikið að leita til björgunarsveita til aðstoðar við landsmenn og eins fyrir hina erlendu ferðamenn sem fara um landið og rata í vandræði. Þó svo að fjöldi verkefna sem þeir sinna rati í fjölmiðla þá eru mörg verkefni sem aldrei koma fyrir almennings sjónir. Það vitum við lögreglumenn því oft á tíðum er um að ræða öryggisviðbúnað, þ.e. björgunarsveitir eru ræst- ar út til öryggis en síðan aftur- kallaðar. Eins er um verkefni þar sem harmleikur hefur átt sér stað, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. Allt eru þetta verkefni er snerta einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa. Enginn dagur er undanskilin þegar leita þarf aðstoðar. Mér er það minnis- stætt þegar ég þurfti að kalla eftir aðstoð tuga eða hundraða björgunar- sveitarmanna á aðfanga- dagskvöld. Á sama tíma og lands- menn voru að taka upp jólagjafir var mikill fjöldi björgunarsveit- armanna að leita að einstakl- ingi sem hafði farið út í óveður, í ölæði, og fáklæddur. Það mátti ekki miklu muna að illa færi en það endaði farsællega, þökk sé björgunarsveitum. Þeir hafa einnig verið til staðar á hálendi landsins, ferðamönnum til aðstoð- ar, yfir sumartímann. Björgunarsveitirnar þurfa að sinna mann- og tímafrekum verk- efnum og þó svo að nánast allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ljóst að mikill kostnaður hlýst af. Þeir forðast þá umræðu hvað hver leit kostar, þeir eru bara boðnir og búnir að bregðast við. Við, lögreglan, um land allt njót- um starfskrafta og reynslu björg- unarsveita í æ ríkara mæli. Við erum fagmenn á okkar sviðum og þurfum að vinna náið saman og treystum hver á annan. Við þurfum að leita í meira mæli eftir aðstoð þeirra vegna aðstoð- arbeiðna borgaranna þegar aðstæður eru slíkar að venjuleg farartæki komast ekki um. Þeir ganga til slíkra verka með bros á vör því slík verkefni, þar sem líf liggur kannski ekki við, er ágæt- is æfing og þjálfun. Einstakling- urinn leggur ekki bara fram tíma sinn í sjálfboðavinnu. Hann þarf að búa sig út með ákveðinn búnað og hver og einn að leggur út fyrir slíkum búnaði. Það er því ekki bara blóð, sviti og tár sem hver og einn leggur fram, heldur einn- ig fjármunir. Þegar kemur svo að farartækjum, sérhæfðum búnaði og rekstrarkostnaði þá er eðlilegt að hinn venjulegi björgunarsveit- armaður geti treyst á okkur, mig og þig. Við vitum ekki hvenær það kemur að okkur að þurfa að treysta á þá. Um leið og ég hvet ykkur til að versla við björgunarsveitirn- ar þegar þið kaupið flugelda þá hvet ég ykkur einnig til að nota þá ykkur og öðrum til skemmt- unar og ánægju, ekki til að valda skaða eða skapa samfélaginu tjón með skemmdarverkum. Höfundur er aðalvarðstjóri hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. GUÐMUNDUR FYLKISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.