Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 28. desember 2009 — 305. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 JÓLAPAPPÍRINN hefur líklega hrannast upp á heimilum undanfarið. Vert er að nefna að jólapappír má ekki setja í pappírsgáma. Sterkir litir pappírsins og þá sérstaklega gyllingin og glimmerskrautið gera það að verkum að hann er ódrjúgur til endurvinnslu. www. sorpa.is „Margir eru langt frá sínu besta formi yfir háveturinn og eru þá frekar í því að byggja upp þrek og slíkt. Þannig að almennt tekur fólk aðallega þátt til að hafa gaman af þessu,“ segir Margrét Héðinsdótt-ir, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR. Árlegt gamlárshlaup félagsins fer nú fram í 33. sinn, en hlaupið hefur verið óslitið frá árinu 1976.Að sögn Margrétar hefur hlið með tí og frumlegustu. Ég man til dæmis eftir að jólasveinar og snjókarlar hafi hlaupið, og þetta minnir oft á dimmisjónir í menntaskólum.“Fyrsta árið sem hlaupið fór fram voru þátttakendur tíu tals-ins, en árið 1991 voru þeir í fyrsta sinn fleiri en hundrað. Síðan hefur þátttakan aukist jafnt og þétt ogvarð metþáttt k frjálsum íþróttum yfirhöfuð. Til að mynda hefur þátttakendum á krakkamótinu okkar í ÍR fjölgað úr hundrað í sex hundruð á örfá-um árum.“ Rásmarkið er við gatnamót Hólavallagötu og Túngötu. Hlaup-ið er vestur í bæ um Tú Margir langt frá sínu besta formi yfir veturinn Gamlárshlaup ÍR fer fram í 33. sinn í ár. Metþátttaka var í hlaupinu um síðustu áramót, en þá tóku alls 760 þátt. Formaður frjálsíþróttadeildar ÍR segir fjölgunina ekki einskorðast við hlaup. Margrét segir algjöra sprengingu hafa orðið í fjölda þátttakenda í gamlárshlaupinu á síðasta ári, en þá tóku 760 þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA “teg. Karmazyn - glæsilegur push up í D,DD,E,F skálum á kr. 6.885,-” “teg. Olimpia - mjög flottur push up í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- NÁM VEÐRIÐ Í DAG Belja & hlið GÓÐ NÆRING, FYRIR HRESSA KRAKKA! Ó · 1 29 64 MARGRÉT HÉÐINSDÓTTIR Heldur utan um 33. áramótahlaup ÍR • áramót Í MIÐJU BLAÐSINS Barnadagurinn endurvakinn Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson segir kirkjuna hafa unnið að því að endurvekja barna- daginn. TÍMAMÓT 34 Vaxandi frost þegar á daginn líður. Hægur vindur víða um land og él með köflum. Hvessir og fer að snjóa NA-lands í kvöld. VEÐUR 4 -2 -7 -8 -6-4 60 lítrar af blóði Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi, er búinn að gefa 60 lítra af blóði. FÓLK 54 VILHJÁLMUR ÁRNI SVEINSSON Fékk gat á hausinn í ræktinni Villi WRX lætur lögfræðing skoða málið FÓLK 54 VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlit- ið hefur sett skorður við skipan stjórnarmanna í Arion banka og Íslandsbanka. Skorðurnar eru sett- ar vegna þess að sömu kröfuhafar kunna að verða áberandi í báðum bönkum. Ákvörðunin kemur í kjölfar samkomulags ríkisins og skila- nefnda gömlu bankanna um að gömlu bankarnir eignist þá nýju að mestu. Skilanefndir beggja banka hafa gengist undir skilyrðin, en í þeim felst meðal annars að þær tryggja að í stjórn hvors banka sitji einstaklingar sem óháðir séu öðrum viðskiptabönkum og spari- sjóðum sem starfa á sama mark- aði. Skipan stjórna bankanna er háð samþykki Fjármálaeftirlits- ins (FME). Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þegar verið lögð fram tillaga að skipan stjórnar Íslandsbanka sem verið er að fara yfir. Samkvæmt henni verður Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnar- formaður FME, formaður stjórnar Íslandsbanka. Enn hefur ekki verið lögð fram tillaga að stjórnarskipan Arion banka, en búist er við að það verði gert fljótlega á nýju ári. Þó liggur fyrir að skilanefnd Kaupþings til- nefni fjóra stjórnarmenn og ríkið einn. Af þeim fjórum sem sitja í stjórn fyrir hönd stærstu eig- enda verða tveir íslenskir og tveir erlendir sérfræðingar. Gert er ráð fyrir að einn komi úr skilanefnd- inni. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, staðfestir að mál tengd stjórnarskipan Arion banka og Íslandsbanka hafi verið í ferli innan FME í nokkurn tíma. Hann segir báða banka hafa látið af hendi miklar upplýsingar vegna yfirtöku gömlu bankanna á þeim nýju. Ferl- ið sé það sama í báðum bönkum þótt ef til vill séu þeir ekki alveg samstíga í því í tíma. „En báðir eru á lokaspretti. Nákvæmari en það get ég ekki verið,“ segir hann. Gunnar segir þó ljóst að hvað eignarhald bankanna varði þá séu þar að hluta til sömu eigend- ur á ferðinni. „Kröfuhafarnir voru náttúrlega að stórum hluta lánveit- endur til beggja banka á sínum tíma. Síðan hefur eignarhald bank- anna líka eitthvað breyst, því sjóð- ir hafa keypt skuldabréfin og því ekki alveg sami eigendahópur að báðum bönkum,“ segir hann, en áréttar um leið að FME vaki yfir því að ekki verði skipaðir stjórnar- menn sem hagsmuni eigi að gæta í báðum bönkum, skilyrði Sam- keppniseftirlitsins verði uppfyllt. Skilanefndir bankanna fara með eignarhlut kröfuhafanna í heild þar til gengið hefur verið frá nauðasamningum við þá. Það ferli gæti, samkvæmt heimildum blaðsins, staðið langt fram á næsta ár. Komi þá að nýju til breytinga á stjórn bankanna verða þær líka háðar samþykki FME. - óká Setja skilyrði vegna tengsla Samkeppniseftirlitið setur skorður varðandi skip- an stjórnarmanna í Arion banka og Íslandsbanka. Sömu kröfuhafar eru áberandi hjá báðum bönkum. STJÓRNMÁL „Þetta hefur bara sinn gang. Hver og einn verður að gera það upp við sig hvernig hann greiðir atkvæði.“ Þetta segir Árni Þór Sig- urðsson, þingflokksformaður VG, spurður hvort hann hafi gert liðs- könnun í sínum röðum vegna Icesa- ve-málsins. Þriðja umræða málsins hefst í dag en óvíst er hvort hún tekur daginn, tvo eða þrjá. Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta fyrir málinu í hendi þar sem enn er óvíst hvernig nokkrir þingmenn VG munu ráðstafa atkvæði sínu. Til dæmis leikur vafi á hvað Ásmundur Daðason mun gera. Ekki náðist í hann í gær. Óvíst er líka hvað Þráinn Bertels- son gerir. Í samtali við Fréttablað- ið í gær sagðist Þráinn enn telja að best væri að ganga frá samningnum en hann færi til umræðunnar með opinn huga. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, sagði stjórnarflokkana hafa málið í hendi sér og kvaðst trúaður á að málinu lyki fyrir áramót. Skoðun framsóknarmanna sé engu að síður sú að málið sé hvorki fullkannað né -rætt, sífellt komi fram nýjar upplýs- ingar sem varpi fram nýjum, áleitn- um spurningum. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, er ósammála því að nýjar upplýsingar feli í sér ný tíðindi; fremur sé um ný sjónarhorn að ræða. Nú beri að greiða atkvæði. „Við erum að leggja mat á spádóma og horfur sem breytast eftir því sem tíminn líður.“ Það réttlæti hins vegar ekki að beðið sé lengur. - bþs / kh Stjórnarþingmenn ganga rólegir til þriðju umræðu um Icesave-málið í dag: „Þetta hefur bara sinn gang“ Kröfuhafarnir voru náttúrlega að stórum hluta lánveitendur til beggja banka á sínum tíma. Síðan hefur eignarhald bankanna líka eitthvað breyst. GUNNAR Þ. ANDERSEN FORSTJÓRI FJÁRMÁLA- EFTIRLITSINS Spennan magnast Chelsea tapaði stigum og Manchester United minnkaði forskot- ið í tvö stig. ÍÞRÓTTIR 46 Nýja Ísland, óskalandið – hvenær kemur þú? Stefán Jón Hafstein segir að hinn svikni, reiði og vanmáttugi verði að fá hlutverk í sköpun Nýja Íslands. VENDIPUNKTAR 16 FLUGELDASALAN UNDIRBÚIN Flugeldasala hjálparsveitanna hefst í dag. Þær Magnea Heiður Unnarsdóttir og Brynja Ingólfsdóttir hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi voru í óðaönn að undirbúa söluna þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.