Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 48
40 28. desember 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
„Ég verð að reyna að þola hitann. Þótt
mér finnist voða fínt að komast aðeins í
sólina er ég ekkert rosalega góð í svona
hita,“ segir tónlistarkonan Lay Low,
sem flaug til Ástralíu í fyrsta sinn í
gær. Þar hitar hún upp fyrir Emilíönu
Torrini á tveimur tónlistarhátíðum og
spilar einnig á bassa í hljómsveitinni
hennar á þremur hátíðum til viðbótar.
Eftir tónleikaferðina um Ástralíu verð-
ur förinni heitið til Tókýó þar sem spil-
að verður 12. janúar. Alls dvelur Lay
Low í fjóra daga í Japan. Hún hlakkar
mikið til að stíga þar niður fæti enda
er hún einnig að koma þangað í fyrsta
sinn. „Ég ætla að reyna að gera eins
mikið og ég get á þessum stutta tíma.
Það fer reyndar mikill tími í ferða-
lög og að koma sér á milli staða en ég
ætla mér alla vega að ná mér í eitthvert
sushi.“ Tónleikar með Emilíönu í Tyrk-
landi og Tékklandi eru síðan fyrirhug-
aðir í lok janúar þar sem Lay Low mun
hita upp. Síðar á árinu kemur síðan í
ljós hvenær Lay Low fer á eigin vegum
í tónleikaferð erlendis þar sem hún
verður aðalnúmerið.
Fyrst mun hún vafalítið ljúka við að
semja tónlist fyrir nýja kvikmynd Val-
dísar Óskarsdóttur, Kóngaveg 7. Þetta
er í fyrsta sinn sem hún semur kvik-
myndatónlist og líst henni vel á verk-
efnið. „Það gengur bara vel. Ég er mjög
spennt að sjá hvernig þetta fer,“ segir
hún. - fb
Glímir við hitann í Ástralíu
LAY LOW Tónlistarkonan Lay Low er farin
til Ástralíu í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
> VILL EKKI VAMPÍRUR
Fyrir stuttu birti vefritið Radar
frétt um að Katy Perry hefði
verið að daðra við Robert
Pattinson á skemmtistað.
Söngkonan upplýsti aðdá-
endur sína í gegnum Twitt-
er að fréttin hefði
verið bull. „Ég fíla
ekki vampírur. Ég
fíla Russell Brand,“
skrifaði hún.
Thom Yorke, söngvari Radiohead, hef-
ur bæst í hóp þeirra fjölmörgu poppara
sem láta sér ekki nægja að stíga á svið og
syngja fyrir þúsundir áhorfenda. Hann vill
leggja sitt af mörkum til að breyta heimin-
um til hins betra.
Popparar bjarga heiminum
Umhverfisvænn Yorke
Thom Yorke mætti óvænt
á loftslagsráðstefnuna í
Kaupmannahöfn vegna þess
að honum fannst hann ekki
vera nógu vel upplýstur um
gang mála. Radiohead hefur
lengi látið sig loftslagsmál
varða og reynir hljómsveit-
in hvað hún getur til að menga
ekki umhverfi sitt. „Mér
fannst ég tilneyddur að
reyna að koma auga
á einhverja von-
arglætu í þess-
um umræð-
um, bæði fyrir
börnin okkar og
þeirra,“ skrif-
aði Yorke á
bloggsíðu Radi-
ohead.
Berst fyrir Afríku
Bono er þekktur
fyrir mannúðarstarf
sitt. Hann hefur
barist fyrir því að
felldar verði niður
skuldir fátækra Afr-
íkuríkja og einnig
hefur hann bar-
ist ötullega gegn
útbreiðslu alnæm-
is í heimsálfunni.
Bono er áhrifamikill
maður og hefur átt
fundi með hverjum
stjórnmálamannin-
um á fætur öðrum,
þar á meðal George
W. Bush og Tony
Blair, auk þess sem sjálfur Jóhannes Páll páfi II.
var góður kunningi hans.
Ættleiddi tvo drengi
Madonna hefur farið aðrar leiðir í mannúðar-
starfi sínu. Hún finnur til með börnum sem eiga
um sárt að binda í Afríku og fyrir nokkrum
árum ferðaðist hún til Malaví þar sem hún ætt-
leiddi ungan dreng. Reyndar tók nokkurn tíma
að löggilda ættleiðinguna en það tókst á endan-
um. Söngkonan ættleiddi annan dreng frá Mal-
aví fyrr á þessu ári og í þetta sinn þurfti úrskurð
hæstaréttar til að löggilda ættleiðinguna.
Geldof gegn fátækt
Írski söngvarinn, lagahöfundurinn og rithöfund-
urinn Bob Geldof hefur lengi barist gegn fátækt
í Afríku, rétt eins og Bono. Árið 1984 stofnaði
hann hljómsveitina Band Aid sem söng lagið We
Are the World til að afla fjár gegn hungursneyð
í Eþíópíu og árið eftir skipulagði hann Live Aid-
tónleikana. Fyrir fjórum árum endurtók hann
leikinn með Live 8-tónleikunum sem voru haldn-
ir víðs vegar um heiminn.
Meira sjálfstæði
Björk Guðmundsdóttir hefur látið sig sjálfstæð-
ismál varða, enda þurftum við Íslendingar lengi
að berjast fyrir sjálfstæði okkar. Hún studdi á
sínum tíma sjálfstæðisbaráttuna í Kosovo og
stutt er síðan hún tileinkaði
lag sitt Declare Indep-
endence sjálfstæðis-
baráttu Grænlend-
inga og Færeyinga.
Hún vakti heims-
athygli þegar
hún tileinkaði
Tíbetum lagið
á tónleik-
um í Kína
og er fyrir
vikið ekki
velkomin
þangað á
næstunni.
Sanngjörn viðskipti
Chris Martin,
söngvari Cold-
play, hefur bar-
ist ötullega
fyrir bættum
viðskiptahátt-
um í heimin-
um. Hann hefur
ferðast til Gana
og Haítí til að
hitta bændur
og kynna sér
af eigin raun
það óréttlæti
sem þeir telja
sig vera beitt-
ir. Á tónleikum
er hann jafnan
skreyttur Make
Trade Fair, MTF eða annars konar áletrun til að
minna umheiminn á baráttu sína.
Fyrrverandi Playboy-kanínan
Kendra Wilkinson eignaðist fyrir
stuttu sitt fyrsta barn, soninn
Hank Jr. Hin nýbakaða móðir
deildi hamingju sinni með heim-
inum í gegnum Twitter-síðu sína
fyrir stuttu. „Ég var vakandi aftur
í alla nótt með litla manninum, en
nýt hverrar mínútu.“ Hún sagð-
ist jafnframt vera ánægð með að
geta nú drukkið kaffi á ný. „Það
er frábært að eiga endurfundi við
besta vin sinn sem ég hef ekki séð
í níu mánuði. Kaffi! Ég vil kaffið
svart.“
Kendru skaut upp á stjörnuhim-
ininn í kjölfar þáttanna The Girls
Next Door, en þar var fylgst með
Hugh Hefner og heimilislífi hans.
Drekkur svart kaffi
HAMINGJUSÖM Kendra Wilkinson er
ánægð með að geta drukkið kaffi á ný.
Tónlist ★★★
Bjarni Hall
The Long Way Home
Þessi fyrsta sólóplata Bjarna Hall úr Jeff
Who? hefur að geyma heldur áreynsluminna
popp en hljómsveitin er hvað þekktust fyrir.
Drungalegt umslag plötunnar gefur reyndar
í skyn enn þá rólegri og innhverfari tónlist
en hljómar á henni því á köflum er Bjarni í
léttum Jeff Who?-gír. Bjarni fær aðstoð góðra
manna á plötunni, þar á meðal frá Arnari
Guðjónssyni úr Leaves sem annast upptöku-
stjórn og sér um hljóðfæraleik, enda er þar
vandað vel til verka.
Fyrsta lagið Wintro er heldur tilþrifalítil
ballaða en næsta lag á eftir, R.I.P., er strax hressara þrátt fyrir að titillinn gefi
það síður en svo til kynna. Gítarinn í The Midnight Cowboy er í anda Suede
og lagið sjálft er sannkallað þægindapopp sem vinnur á við endurtekna
hlustun. Bestu lög plötunnar eru annars hið upplífgandi Love Song og Now
You‘re Gone þar sem ástarsorgin er allsráðandi. Titillagið The Long Way
Home, Nobody‘s Nose og The Midnight Cowboy voru einnig ágæt.
Þessi sólóplata er nokkuð góð frumraun og sýnir að Bjarni getur vel
staðið einn og sér án aðstoðar Jeff Who? Vonandi verða samt fleiri framúr-
skarandi lög á næstu plötu hans. Freyr Bjarnason
Niðurstaða: Ágæt sólóplata frá Bjarna Hall. Enn þá sterkari lagasmíðar
óskast samt á næstu plötu.
Vilhjálmur Bretaprins tók að sér að
elda morgunmat fyrir heimilis-
laus ungmenni nú stuttu fyrir
jól, en með honum í för voru
unnusta hans og yngri bróðir
hennar. Prinsinn var klæddur
svuntu og steikti beikon, egg
og tómata handa krökkunum
á meðan hann gantaðist við
þau og sagði sögur. Vilhjálm-
ur sagðist meðal annars vera
mun betri í að gera spælegg
heldur en hrærð egg. „Dagur
sem þessi er mér mikilvæg-
ur. Ég fæ meira út úr þessu en
að klæðast kjólfötum og sækja
veislur. Fyrir suma eru jólin erf-
iður tími og ég var mjög snort-
inn þegar ég heyrði sögur krakk-
anna sem dvelja hér á heimilinu,“
sagði prinsinn í viðtali við tíma-
ritið Hello.
Bretaprins
spælir egg
GÓÐHJARTAÐUR PRINS Vilhjálmur lét
gott af sér leiða fyrir jólin.