Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 8
8 28. desember 2009 MÁNUDAGUR VENESÚELA Hugo Chavez forseti Venesúela hefur mælst til þess að nafni hæsta foss í heimi verði breytt. Fossinn er í suðurhluta Venesúela og heitir Salto Angel, sem þýðir engla- foss á íslensku. Hann heitir í höfuðið á Bandaríkjamanninum Jimmy Angel sem er talinn fyrsti utanaðkomandi maðurinn til þess að uppgötva fossinn. Innfæddir þekktu þó fossinn löngu fyrr. Meðal indíána á svæð- inu er hann þekktur undir nafn- inu Kerepakupai-Meru. Chavez vill að það nafn verði tekið upp og mælist til þess að fólk hætti að tala um Salto Angel. - þeb HÆKKUN GJALDSKRÁR Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is Þann 1. janúar næstkomandi hækka fargjöld Herjólfs til samræmis við ákvæði í rekstrarsamningi Vegagerðarinnar og Eimskips. Hækkunin nemur 10 prósentum. Ítarlegri verðlisti liggur frammi í afgreiðslu Herjólfs og eins má finna þessar upplýsingar á www.herjolfur.is SAMGÖNGUR Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni getur borið sig þrátt fyrir að ekkert flug verði í Vatns- mýri eftir árið 2016, að sögn verk- efnisstjóra samgöngumiðstöðv- arinnar, Ólafs Sveinssonar. „Við færum ekkert af stað öðruvísi,“ segir hann. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar skal önnur stóra flugbrautin við Reykjavíkur- flugvöll hverfa á brott árið 2016. Flugstoðir, sem reka völlinn, segja ekki hægt að halda úti flugþjón- ustu í Vatnsmýri án brautarinn- ar. Ætla má að samgöngumiðstöð, sem á að greiðast upp með þjón- ustugjöldum farþega, taki nokk- urn tíma að rísa. Ólafur Sveinsson segir að áætl- anagerð sé ekki svo langt komin að hann geti útlistað hvernig það standist rekstrarlega að flugið verði í svo skamman tíma í sam- göngumiðstöðinni. Hún geti þó rekið sig án flugsins, sem fyrr sagði. Að öðru leyti sé ekkert að frétta. Óákveðið er hversu stór miðstöðin verður, því enn er verið að ræða við hugsanlega leigjendur. „Þetta tekur lengri tíma en við ætluðum. Það gæti verið einhver niðurstaða milli jóla og nýárs, en annars strax eftir áramót,“ segir Ólafur. - kóþ Verkefnastjóri samgöngumiðstöðvar: Miðstöðin geti alveg borið sig án flugsins FÁMENNT Á FLUGVELLINUM Miðað við aðalskipulag Reykjavíkur og rekstrarforsendur Flugstoða verður ekkert flug í Vatnsmýri eftir árið 2016. Verkefnisstjóri væntanlegrar samgöngumiðstöðvar segir hana geta borið sig án flugsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HUGO CHAVEZ Forseti Venesúela: Hæsti fossinn fái annað nafn HAFNARFJÖRÐUR Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur mikilvægt að fiskvinnslufyrirtækið Festi ehf. verði áfram í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun bæj- arstjórnarinnar. Þar segir að ein af forsendum þess að gæta hagsmuna starfs- fólks sé að söluferli á eignum og heimildum fyrirtækisins sé gagnsætt. „Atvinnuöryggi og hagsmunir starfsmanna Fest- is eru eitt af þeim lykilatriðum sem verður að horfa til við sölu og framtíðarstöðu fyrirtækis- ins,“ segir í ályktun bæjarstjórn- ar. Um 40 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. - kóp Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Festi verði áfram í bænum Lækkar sorphirðugjald Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sam- þykkti samhljóða tillögu umhverfis- og héraðsnefndar um að gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar verði lækkuð um 3,03 prósent. Gjald- ið verður því 19.600 krónur á næsta ári. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2010. FLJÓTSDALSHÉRAÐ SVEITARSTJÓRNIR Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir missi stöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi þar sem hún flutti lögheimili sitt til Svíþjóðar þegar hún byrjaði í fæðingarorlofi í september. „Mitt mat er að mikill vafi leiki á því hvort Ásthildur eigi rétt á að taka sæti sitt aftur í bæjarstjórn,“ segir í greinargerð Þórðar Clausen Þórðarsonar bæjarlögmanns sem fékk bæjarráð til að samþykkja að óska eftir áliti samgöngu- og sveit- arstjórnaráðuneytis á málinu enda séu ekki til neinir úrskurðir í hlið- stæðum málum. „Þetta var kannski ákveðin óheppni og klaufaskapur,“ segir Ásthildur og útskýrir að hún hafi flutt tímabundið til Svíþjóðar með manni sínum og nýfæddum syni. Maður hennar sé arkitekt og hafi ekki haft atvinnu á Íslandi og því farið utan til náms. Sjálf hóf hún sex mánaða fæðingarorlof í byrj- un september. Með sér tók fjölskyldan barna- rúm og fleira sem tilheyrði litla syninum. Þetta var skráð á nafn Ásthildar. Það ætlar að reynast henni dýrkeypt. „Við máttum ekki leysa þetta úr tollinum úti nema skrá mig inn í landið,“ segir hún. „Í rauninni var þetta hugsunar- leysi en ætlunin var að ég myndi skrá mig bara til baka áður en ég kæmi aftur til starfa eftir fæðing- arorlofið.“ Ásthildur og fjölskylda eru nú á Íslandi í jólafríi og ætla síðan aftur utan. Ólíklegt er að Ásthild- ur endurheimti stöðu sína í bæj- arstjórn Kópavogs 1. febrúar eins og hún hafði gert ráð fyrir. Hún missir þá af nokkrum mánuð- um í starfi fram að kosningum í vor og segir það vissulega slæmt fyrir sig í núverandi efnahags- ástandi að missa af þeim tekjum. „En ég gerði þetta til að fá dótið hans sonar míns og verð að hugsa um okkar hag sem fjölskyldu. Ef þetta þýðir að ég geti ekki snúið aftur í bæjarstjórn þá verð ég bara að taka því.“ Ásthildur ítrekar að hún sé hvorki á launum hjá Kópavogsbæ né hafi tekið þátt í störfum bæj- arstjórnar eftir að hún flutti lög- heimilið utan. „Þetta snýst ekki um laun eins og kannski einhver vill vera láta,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ásthildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. „Það fer allt eftir því hvernig aðstæð- ur verða. Ég hugsa fyrst um fjöl- skylduna,“ svarar hún. Flutti utan og gæti misst stöðu sem bæjarfulltrúi Kópavogsbær vill fá úr því skorið hvort Ásthildur Helgadóttir hafi misst stöðu sína sem bæjarfulltrúi eftir að hún flutti lögheimili til Svíþjóðar. Fjölskyldan gengur fyrir, segir Ásthildur sem er í fæðingarorlofi. ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Landsliðskonan fyrrverandi í knattspyrnu náði kjöri í bæjarstjórn Kópavogs vorið 2006 en virðist á útleið áður en kjörtímabilið er á enda vegna flutninga á barnarúmi til Svíþjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ 1. Hvað kallar grínhópurinn sig sem ætlar að heimsækja Litla-Hraun? 2. Hvaða heitir lögreglumaður- inn sem söng einsöng í Grensás- kirkju á aðfangadag? 3. Hvert ætlar Iceland Express að hefja áætlunarflug næsta sumar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 SVÍÞJÓÐ, AP Sala á sænska bíla- framleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðand- ans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ford hefur staðfest við fjöl- miðla að samkomulag um söluna sé nær frágengið. Enn á þó eftir að fá samþykki stjórnvalda og ganga frá fjármögnun. Ford hefur ekki upplýst um söluvirði félagsins. AP hefur þó eftir sérfræðingi á sviði bíliðnað- ar að verðmætið geti hlaupið á 2,0 til 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, en það eru á milli 250 og 300 millj- arðar króna. Ford lýsti því yfir fyrir ári að Volvo væri til sölu, en Ford var þá í töluverðri fjárþörf, hafði tapað 14,6 milljörðum dala (1.868 milljörðum króna) á árinu. Síðan hefur orðið nokkur við- snúningur í rekstrinum og horf- ur á hagnaði frá og með þarnæsta ári. Salan á Volvo heldur engu að síður áfram. „Hún snerist aldrei um Volvo, sem við vitum að er sterkt vörumerki, heldur fremur um stefnuna sem við höfum tekið með Ford,“ segir Mark Truby, talsmaður Ford. Þá segja sérfræðingar að Volvo muni eflast af sterku baklandi í kínverska félaginu, en forsvars- menn þess hafa jafnframt sagst ætla að halda áfram rekstri sænska félagsins í óbreyttri mynd. - óká Zhejiang Geely Group í Kína kaupir Volvo af Ford Motor Company: Ætla að hafa reksturinn óbreyttan Í SVÍÞJÓÐ Svona var umhorfs við höfuð- stöðvar Volvo í Gautaborg í Svíþjóð á Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.