Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 26
26 28. desember 2009 MÁNUDAGUR Menntunarsnautt Ísland? UMRÆÐAN Ásthildur Erlingsdóttir skrifar um menntamál Í enda árs blasir við sú staða skólanna að þeim er ætlað að skera niður um miklar fjárhæðir, í viðbót við það sem þegar búið er, stórt skarð á nú að höggva í fjar- námskennslu og öldungadeildir. Hver á staða hins almenna borgara að vera hér á landi? Sjá stjórnvöld fyrir sér þær afleiðing- ar sem þetta skref kemur til með að hafa? Hvað varð um þann sann- leika að menntun sé máttur! Eða á það bara að eiga við um hluta þjóðarinnar? Fjarnám og dreifnám er mik- ilvægur hluti af menntakerfinu, einnig í Reykjavík. Þetta form menntunar er síst síðra en staðar- nám og þarf sá er slíkt nám sækir að tileinka sér aga og skipulag, sem aftur skilar sér út í atvinnu- lífið. Þessi leið er sú eina sem margir geta leyft sér að velja, ef þeir vilja auka við menntun sína eða klára eldra nám. Ekki má gleyma að stór hluti þjóðarinnar er ekki búsettur í Reykjavík. Það hafa ekki allir kost á þeim möguleika að sækja nám á höfuðborgarsvæðinu, eða að flytja búferlum og taka náms- lán til að afla sér menntunar. Á enn og aftur að þrengja að þeim sem búa á landsbyggðinni? Ef fjarnám leggst af, eða verður stórlega skert lokast fyrir náms- möguleika margra og mannauð- ur tapast. Á ég virkilega að trúa því að stefnan sé sú að byggja tónlistar- hús með öllum þeim ófyrirsjáan- lega kostnaði sem þeirri byggingu fylgir(svo eitt dæmi sé tekið), en svelta menntakerfið nánast til ólífis? Eit t er að hækka skatta og ýmsar álög- ur á landsmenn, annað er að skera þannig niður í menntakerfi og heilbrigðiskerfi (það er efni í annan pistil) að það hrikti í stoð- um þeirra. Er verið að ýta undir landflótta? Vitað er að þegar þrengir að, eykst álag á heilbrigðisþjónust- una og velferðarkerfið, ásamt því að fleiri vilja fara í nám. Á að gera þeim sem sækjast eftir því að bæta stöðu sína , og þá um leið þjóðfélagsins, eins erf- itt fyrir og hægt er? Er ekki ein- mitt þörf á að samfélagið styðji við menntunarmöguleika lands- manna? Það verður að gefa ein- staklingunum rými til að þroskast og vaxa. Á þann hátt vaxa hér upp sterkir einstaklingar sem geta tekið á sig þær byrðar sem verið er að leggja á axlir landsmanna, þannig að möguleikar Íslendinga til menntunar ættu að vera jafnir, óháð búsetu. Við lifum á tækniöld, nýtum okkur þá möguleika sem tæknin býður upp á. Ekki setja menntun þjóðarinnar til baka um fjölmörg ár, slíkt verður okkur ekki til heilla. Höfundur er formaður fræðslu- og menningarmálanefndar Grundarfjarðar. Eitt er að hækka skatta og ýms- ar álögur á landsmenn, annað er að skera þannig niður í menntakerfi og heilbrigðiskerfi að það hrikti í stoðum þeirra. UMRÆÐAN Sigmundur Einarsson skrifar um orkuöflun fyrir álver og gagnaver Viðtal við Katrínu Júlíusdótt-ur iðnaðarráðherra í Kast- ljósi þann 16. desember sl. um fyrir hugað gagnaver á Suðurnesj- um vakti verðskuldaða athygli. Nokkuð hefur verið fjallað um viðtalið í fjölmiðlum þar sem aðkoma Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu hefur verið harðlega gagnrýnd. En ég varð hugsi yfir því sem ráðherrann sagði um orkumálin. Hún sagði að raforkan fyrir fyrsta hluta gagnaversins ætti að koma úr landsnetinu þar sem nokkrir tugir megavatta ku ganga lausir. Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að í fram- söguerindi fulltrúa Norðuráls á fundi hjá Græna netinu þann 24. október sl. kom skýrt fram að þetta sama lausagöngurafmagn á að nota fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Í öðru lagi sagði iðnaðarráðherra að það væru nýjar fréttir fyrir sig að Landsvirkjun horfði til virkjana í neðri hluta Þjórsár varðandi orkuna fyrir gagnaverið (allt að 140 MW). Ráðherra benti þess í stað á jarðhitasvæðin á suðvesturhorni landsins. Í lagafrumvarpi iðnaðarráðherra um málið kemur fram að gerður hefur verið samn- ingur um raforku við Landsvirkjun. Iðnaðarráðu- neytið hefur á undanförnum árum veitt Hitaveitu Suðurnesja (nú HS Orku) og Orkuveitu Reykjavík- ur öll helstu rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á suðvesturhorninu. Þar hefur Landsvirkjun enga aðkomu. Að auki hefur ráðherranum ítrekað verið bent á að orkan úr jarðhitasvæðunum á suðvestur- horninu dugar engan veginn fyrir álverið í Helgu- vík. Er ráðherrann algerlega úti að aka? Er hún kannski hætt við álverið? Í þriðja lagi sagði iðnaðarráðherra að Ramma- áætlun myndi ljúka í næsta mánuði og þá færi að skýrast hvað næst verður á dagskrá í virkjunar- málum hjá okkur Íslendingum. Þessi orð ráðherr- ans sýna glöggt að yfirsýn á málaflokkinn er ekki til staðar. Rammaáætlun skapar engar orkulind- ir og harla ólíklegt að hún opni leiðir inn á frið- uð svæði. Nær allir aðrir orkukostir eru þegar í umræðunni og á það jafnt við um vatnsafl og jarð- varma. Ætli hún reikni með að friðun verði létt af Gullfossi, Dettifossi eða Torfajökulssvæðinu? Undanfarna mánuði hef ég skrifað greinar um orkulindir þjóðarinnar í vefritið Smuguna (smu- gan.is – 1. október, 13. nóvember og 27. nóvem- ber sl.). Þar tel ég mig hafa sýnt fram á að ef reist verða þau álver sem áformuð eru sunnan- og norð- anlands muni þurfa að virkja nánast alla þá orku sem við eigum í háhitasvæðum. Fáir virðast átta sig á því að álverið í Helguvík þarf næstum 11- falda þá orku sem nú er framleidd í Kröfluvirkj- un (11 x 60 MW = 660 MW) og álver á Bakka við Húsavík þarf nánast annað eins. Samtals er þetta liðlega 20-falt afl Kröfluvirkjunar. Álver á Bakka þarf nær alla tiltæka orku úr háhitasvæðum norð- anlands, Þeistareykjum, Gjástykki, Kröflu, Náma- fjalli (Bjarnarflagi) og Fremrinámum og álver í Helguvík þarf alla orku sem eftir er í háhita- svæðum suðvestanlands, Reykjanesi, Eldvörp- um, Svartsengi, Krýsuvík, Hengli, Ölkelduhálsi og Kerlingarfjöllum og dugar kannski ekki til. Ég hef óskað eftir svörum iðnaðarráðherra um það hvar eigi að fá orku til að knýja álverið í Helguvík en engin svör fengið. Nú ítreka ég spurningu mína til iðnaðarráð- herra. Hvaðan á 630 MW afl fyrir álver í Helgu- vík að koma og hvaðan eiga að koma 80-140 MW til viðbótar fyrir gagnaver á Suðurnesjum? Svör á borð við djúpborun og aðrar fjarlægar orku- hugmyndir eru ekki tekin gild og heldur ekki að Rammaáætlun muni redda málunum. Og önnur spurning til vara. Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eig- endur ál- og gagnavera? Hvernig væri að byrja á réttum enda í stað þess að æða áfram eins og vík- ingar í útrás? Ef svörin eru til ætti iðnaðarráð- herra ekki að verða skotaskuld úr því að svara. Annars er illt í efni. Þetta reddast ekki einhvern veginn. Hinar óþrjótandi orkulindir Íslands eru hreint ekki óþrjótandi. Höfundur er jarðfræðingur. Óvissuferð í boði iðnaðarráðherra SIGMUNDUR EINARSSON Hvernig á að bjarga málunum ef orkan, sem enginn veit hvaðan á að koma, reynist ekki vera til? Á íslenska þjóðin að bæta á sig skaðabótum í björgunarsjóð fyrir eigendur ál- og gagnavera? Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir: Styrkir til náms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála Í boði eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. Heildarupphæð styrkja að þessu sinni er allt að 50 m. kr. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010. Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki ÁSTHILDUR ERLINGSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.