Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 42
34 28. desember 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SIENNA MILLER ER 28 ÁRA Í DAG
„Ég hef rekist á nokkra
casanova sem mér hefur
líkað við og nokkra sem
mér hefur líkað síður við.
Ég vonast til að rekast á
nokkra casanova til við-
bótar.“
Sienna Rose Miller er bresk
leikkona, fyrirsæta og tísku-
hönnuður.
Dagurinn í dag, 28. desember, ber heit-
ið barnadagurinn í kirkjualmanakinu.
Á þessum degi er þess minnst þegar
öll börn í Betlehem, tveggja ára og
yngri, voru myrt samkvæmt tilskip-
un Heródesar konungs. Með því vildi
hann tryggja að Jesúbarninu yrði fyr-
irkomið. Sr. Kristján Valur Ingólfsson,
verkefnisstjóri á Biskupsstofu, segir að
kirkjan hafi síðustu árin unnið að því
að endurvekja barnadaginn, sem hafi
verið fallinn í gleymsku.
„Ástæða þess að barnadagurinn
var orðinn að gleymdu fyrirbæri er
að miklu leyti hve nálægt nálægt frið-
samri jólahátíðinni hann stendur.
Kirkjan hefur veigrað sér við að segja
„ljótar“ sögur af morðum á börnum á
þessum tíma. Hitt er annað að barna-
morðin eru ákveðin staðreynd og
barnadagurinn minnir á atburðina í
Betlehem og um leið á öll þau pólit-
ísku morð sem framin eru. Börnin eru
þau sem þjást oft mest í styrjöldum og
verða útundan. Það er daglegt brauð
að börn séu drepin í Betlehem,“ segir
Kristján Valur. Kirkjan víða um lönd
hefur því endurvakið daginn að sögn
Kristjáns Vals þar sem kirkjan hvet-
ur presta og kirkjufólk til að minnast
dagsins þótt ekki sé messað sérstak-
lega.
„Síðustu árin hefur verið unnið að
því að endurskoða handbók prestanna,
og þá texta sem lesnir eru á kirkju-
árinu, og höfum við unnið í því að
glæða fleiri daga lífi. Þótt þetta sé sér-
stakur atburður sem þarna er minnst
þá ber okkur að hugsa betur um börn-
in og minna á börn heimsins í víðara
samhengi en hvernig þau birtast prúð-
búin við jólatréð um jólin. Þessi dagur
á ekki síst erindi við okkur hér á landi
því einnig hér á Íslandi má finna mörg
börn sem hafa það ekki nógu gott.“
juliam@frettabladid.is
BARNADAGUR KIRKJUNNAR: GLEYMDUR DAGUR ENDURVAKINN
Minnt á þau börn í heiminum
sem eiga um sárt að binda
MINNT Á BÖRNIN Í VÍÐARA SAMHENGI UM JÓLIN Sr. Kristján Valur Ingólfsson segir að hlutverk
barnadagsins sé að minna á börn sem eiga um sárt að binda víða um heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Á þessum degi árið 1965 reis eyjan Jólnir í fyrsta
skipti úr hafi, suðvestur af Surtsey. Eyjunni var
formlega aldrei gefið nafn enda hvarf hún alls sex
sinnum undir yfirborð sjávar. Eyjan var þó oftast
kölluð Jólnir. Jólnir var eitt nafna Óðins.
Síðasta gos í Jólni sást í eyjunni þann 10. ágúst
árið 1966 og hvarf eyjan endanlega skömmu
seinna, eða tíu dögum eftir að gosið hætti.
Í kjölfar Surtseyjargossins, árið 1965, mynduðust
nýjar eyjar og hurfu, þar á meðal Syrtlingur, norð-
austan við Surtesy, sem varð um 17 hektarar að
stærð. Eyjan var horfin í októberlok sama ár. Leif-
ar þessara eyja eru hvorar sínu megin við Surtsey.
Surtsey var friðuð að loknu gosinu og hafa jarð-
fræðingar haft mikinn áhuga á lífríki eyjunnar
en ýmsar lífverur hafa tekið sér bólfestu á þeim.
Eyjan er í umsjá Surtseyjarfélagsins, sem starf-
ar í umboði umhverfisráðuneytisins fyrir hönd ís-
lenska ríkisins. Félagið hefur sinnt mikilvægu
hlutverki við skipulag rannsókna í Surtsey og átti
stóran þátt í því að eyjan var tekin inn á heims-
minjaskrá UNESCO í júlí 2008.
Mannaferðir um eyjuna eru bannaðar nema með
sérstöku leyfi.
ÞETTA GERÐIST: 28. DESEMBER ÁRIÐ 1965
Eyjan Jólnir rís úr hafi
AFMÆLI
DENZEL
WASHINGTON
leikari er 55
ára í dag.
MERKISATBURÐIR
1836 Spánverjar viðurkenna
sjálfstæði Mexíkó.
1846 Iowa verður 29. ríki
Bandaríkjanna.
1887 Bríet Bjarnhéðinsdótt-
ir flytur fyrst kvenna á Ís-
landi opinberan fyrirlest-
ur í Góðtemplarahúsinu í
Reykjavík sem nefnist Um
kjör og réttindi kvenna.
1908 75.000 manns láta lífið í
jarðskjálfta á Sikiley.
1967 Borgarspítalinn í Fossvogi
er formlega tekinn í notk-
un.
1981 Fyrsta bandaríska glasa-
barnið fæðist.
1983 Vogur, áfengismeðferðar-
stöð SÁÁ, tekur til starfa.
1999 Saparmyrat Nyýazov lætur
gera sig að „lífstíðarfor-
seta“ í Túrkmenistan.
Starfsmenn leikskólans Reykjakots í
Mosfellsbæ tóku áskorun bókaútgáf-
unnar Sölku og verslana Eymundsson
sem staðið hafa að vettlingasöfnun fyrir
Mæðrastyrksnefnd. Þeir hittust utan
vinnutímans og prjónuðu af kappi. Af-
raksturinn varð 55 gullfalleg vettlinga-
pör.
Alls tóku tuttugu starfsmenn leikskól-
ans þátt í prjónaátakinu og við bætt-
ust nokkrir foreldrar. Tveir af starfs-
mönnunum kunnu ekki að prjóna í upp-
hafi, það hefur heldur betur breyst og
að minnsta kosti annar þeirra situr nú
við og prjónar öll kvöld. Leikskólinn
Reykjakot starfar í anda Hjallastefn-
unnar, starfsmannahópurinn er sam-
rýmdur og vinnur náið að ýmissi handa-
vinnu bæði í skólastarfinu og frístund-
um. Því greip hann fagnandi tækifærið
til að láta gott af sér leiða og ákvað að
hjálpa Mæðrastyrksnefnd að hlýja hönd-
um landsmanna í vetur.
Ekki hafa prjónamaskínurnar í
Reykjakoti þar með lagt prjónana á hill-
una því næsta verkefni hópsins er að
prjóna húfur handa heimilislausum og
skila þeim í janúar. -gun
Hlýjar hendur og hjörtu
PRJÓNAKONUR Gyða Vigfúsdóttir leikskóla-
stjóri og Herdís Rós Kjartansdóttir aðstoðar-
leikskólastjóri Reykjakots. MYND/SALKA
Erfðafræðingurinn dr. Sturla Friðriksson gaf út ljóða-
bókina, Ljóð úr lífshlaupi, fyrir skemmstu og er það
hans áttunda ljóðabók. Í henni er að finna limrur, lausa-
vísur og stutt kvæði sem hann hefur samið á mis-
munandi æviskeiðum. Má þar nefna
sléttubandavísu sem er á meðal
fyrstu tilrauna hans til ljóðagerðar.
Sturla hefur lagt stund á ýmiss
konar rannsóknir á ferli sínum en
ekkert verkefni mun hafa fært honum
jafnmikinn hróður og rannsóknirnar á
lífinu í Surtsey. Hann kom snemma að
gosstöðvunum eftir að gos hófst suð-
vestur af Vestmannaeyjum árið 1963.
Hann var þar árum saman vakinn og
sofinn á varðbergi en rannsóknir á
þróun lífs á Surtsey urðu frægar um
allan heim. Fyrsta ljóðið í bókinni heit-
ir Surtseyjar óður. Fyrsta erindið hljóðar svo:
Í fylgd nötrandi norðurljósa
og nóvemberhiminsins rósa,
féllu sjómenn í stafi,
er þeir sáu úr hafi
ólgandi gufustrók gjósa.
Áttunda ljóðabók
Sturlu Friðrikssonar
STAN LEE
teiknimynda-
söguhöfundur
er 87 ára í
dag.
MAGGIE
SMITH
leikkona er 75
ára í dag.
GOLDIE
tónlistarmaður
er 44 ára í
dag.
Þökkum ómetanlegan hlýhug og vin-
áttu vegna fráfalls okkar ástkæra
Karls Smára
Guðmundssonar
sem lést af slysförum 8. desember síðastliðinn.
Berglind Ármannsdóttir
Guðmundur Þór Karlsson
Auður Eir Guðnadóttir
Guðni Þór Guðnason
Birgitta Líf Magnúsdóttir
Guðmundur Heiðmar Karlsson
Guðrún Halldórsdóttir
systkini og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristrún Jóhanna
Ásgeirsdóttir (Hanna)
Kjarrhólma 22, Kópavogi,
lést sunnudaginn 20. desember. Útför hennar fer fram
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13.00.
Guðný Ásgerður Sigurðardóttir
Þorkell Jóhann Sigurðsson Gróa Halldórsdóttir
Hrönn Sigurðardóttir Ægir Björgvinsson
Brynja Sigurðardóttir
Gunnar Sigurðsson Guðrún Margrét
Einarsdóttir
Hörður Sigurðsson Ingibjörg Jóhannesdóttir
Sigurður Þór Sigurðsson Sigrún Inga Magnúsdóttir
Hallfríður Sigurðardóttir Ómar Elíasson
Elías Sigurðsson Emilía Bergljót Ólafsdóttir
Jóhanna Sigríður Sigurðardóttr Finnur Einarsson
Ásgeir Sigurðsson Svala Steina Ásbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær frændi okkar,
Vilhjálmur Kristinn
Sigurðsson
fyrrv. póstvarðstjóri, Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést að heimili sínu miðvikudaginn 16. desember
síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 29. desember kl. 13.00.
Aðstandendur.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.