Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 28. desember 2009
Eyðist það
sem af er tekið
UMRÆÐAN
Herdís Þorvalds-
dóttir skrifar um
umhverfismál
Íslenska plöntu-flóran, er fátæk og
smávaxin á móts við
nágrannalöndin.
Auk þess hefur hún
þurft að búa við stjórnlausa
beit nagdýra um aldir, svo að
nú er svo komið að margar eru
í útrýmingarhættu og margar
þyrftu gjörgæslu við, oft þær
viðkvæmustu og fallegustu,
segir í riti Náttúrufræðistofn-
unar. Hvað er svo gert þeim til
bjargar?
Frá Alþingi koma af og til
ályktanir um friðun vissra
plöntutegunda, tóm sýndar-
mennska.
Hvernig er hægt að friða
plöntur þar sem lausaganga
búfjár, viðgengst á landinu.
Hver ætlar að tilkynna u.þ.b.
1.000.000 skepnum sem fara
á beit upp um fjöll og firnindi
hvaða blóm þær megi ekki
bíta? Nú er komin önnur vá
sem steðjar að plöntunum.
Áður fyrr tíndi fólk smávegis
af plöntum fyrir sig og sína
sem er sjálfsagt. Á
undanförnum árum
hafa sprottið upp fyrir-
tæki um allt land sem
vinna vörur úr íslensk-
um jurtum og selja til
útlanda og þurfa því
ógrynni af plöntum
í sína vinnslu. Þess-
ar plöntur eru tíndar
úti í villtri náttúrunni
á sumrin, svo þær ná
aldrei að sá sér að haustinu.
Hvað skyldu margar vera eftir
á tínslusvæðunum eftir margra
ára tínslu margra fyrirtækja?
Ég sá í amerísku tímariti að
fyrirtæki sem vinna úr plönt-
um þyrftu að rækta sínar
plöntur sjálf. Við viljum gjarn-
an hafa blómplöntur í vistland-
inu okkar. Hér er ekki nokkurt
eftirlit með þessari starfsemi,
hver sem vill getur stofnað
sitt fyrirtæki og tínt plönt-
ur úr villtri náttúrunni eftir
þörfum. Eitt fyrirtækið sagði
í viðtali að það þyrfti nokkur
tonn af jurtum það haustið og
sendi fólk til að tína og borgaði
því vel fyrir kílóið.
Væri ekki lágmark að
fyrirtækin þyrftu að tilkynna
hvað mikið þau tíndu og hvar,
svo hægt væri fylgjast með
ástandinu á svæðunum. Eyð-
ist sem af er tekið ef ekkert
kemur í staðinn.
Vinsamlegast, náttúru-
vernd og tínslufólk hafi sam-
ráð og skoði hvað er að gerast
í plöntuflórunni.
Höfundur er leikkona og
fyrrverandi formaður
Lífs og lands.
HERDÍS
ÞORVALDSDÓTTIR
Hér er ekki nokkurt eftirlit
með þessari starfsemi, hver
sem vill getur stofnað sitt
fyrirtæki og tínt plöntur
úr villtri náttúrunni eftir
þörfum.
Fumsýnd 11. desember
í Háskólabíói
Græna ljósið er á
Facebook.com/graenaljosid
14 ÁRA GAMLIR GERÐU ÞEIR SAMNING UM ROKKA SAMAN AÐ EILÍFU - ÞEIM VAR FULL ALVARA!
„MEISTARAVERK!“ - EMPIRE
„ÉG BUGTA MIG OG BEYGI
FYRIR ANVIL!“
- KEANU REEVES
„BESTA HEIMILDARMYND SEM
ÉG HEF SÉÐ Í ÁRARAÐIR!“
- MICHAEL MOORE
„BESTA MYND SEM GERÐ
HEFUR VERIÐ UM ROKK OG RÓL!“
- UNCUT
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík
S: 511 2200 www.seglagerdin.is
TILBOÐ GILDA EFTIRFARANDI DAGA:
MÁNUDAG, 28. DES. 10.00 - 18.00
ÞRIÐJUDAG, 29. DES. 10.00 - 18.00
MIÐVIKUUDAG, 30. DES. 10.00 - 18.00
NÝR, EIGU
M 3 STK.
Líttu við og gerðu góð kaup á nýjum
eða notuðum vagni milli jóla og nýárs
Frábær verð á notuðum vögnum!
Nánari upplýsingar um tilboð
á www.seglagerdin.is
Verð 2010 árg. kr. 2.570.000
Palomino Yearling 103
Tilboð kr. 1.969.000
NÝR 2008
NÝR 2009
Verð 2010 árg. kr. 1.390.000
Tilboð kr. 990.000
ÆGISTJALDVAGN
+ FORTJALD
ÚTSALA
MILLI JÓLA OG NÝÁRS