Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 46
38 28. desember 2009 MÁNUDAGUR
menning@frettabladid.is
ath. kl. 13
Þá verður hátíðarfundur í Þjóðmenn-
ingarhúsi í tilefni af 120 ára afmæli
Hins íslenska náttúrufræðifélags:
Kristín Svavarsdóttir, Guðmund-
ur Páll Ólafsson, Sigurjón Baldur
Hafsteinsson og Ólöf Ýrr Atladóttir
halda erindi en síðan eru pallborðs-
umræður um framtíð Náttúruminja-
safnsins sem lengi var til húsa í
Safnahúsinu.
DIKTA - Get It Together
Á plötunni má m.a. finna lögin: From Now On - mest spilaða lag í íslensku
útvarpi síðustu vikur. Just Getting Started – 2. vinsælasta lag Rásar 2 árið 2008.
Platan hefur hlotið einróma lof, enda ein af betri plötum áratugarins. Fyllir
hljómsveitin tónleikasali hvar sem hún stígur niður fæti og er ljóst að Dikta er
fremsta og vinsælasta rokkhljómsveit Íslands.
La Ballade of Lady & Bird:
A Project of Keren Ann Zeidel & Bardi Johannsson
Í júní 2008 héldu Barði Jóhannsson og Keren Ann stórtónleika ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands í samvinnu við Listahátíð Reykjavíkur. Mikil ánægja var
með tónleikana og voru þeir í kjölfarið gefnir út af EMI. Á plötunni flytja Barði og
Keren Ann ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleikaútgáfur af lögum sínum í
útsetningu Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.
OURLIVES - We Lost the Race
Á plötunni má m.a. finna lögin: Núna - mest spilaða lagið á útvarpsstöðinni X-ið
árið 2008. Out Of Place - sat í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og X-ins. Eitt mest
spilaðasta lag sumarsins á Íslandi. Titillag plötunnar er nú að klifra upp
vinsældarlista útvarpsstöðvanna. Með plötunni fylgja 9 aukalög á Tónlist.is, m.a.
ábreiða Ourlives og Togga af laginu Þúsund sinnum segðu já.
Fréttablaðið
“Lágstemmt og fágað
popp sem hittir rækilega
í mark. Ein besta
poppplata ársins."
Fréttablaðið
Morgunblaðið
FÉKKSTU SKELFILEGA LEIÐINLEGAN GEISLADISK Í JÓLAGJÖF?
Ekki örvænta... þú getur skipt yfir í frábæra tónlist Kölska:
Leiklist ★★★
Óliver!
eftir Lionel Bart
Verkið er byggt á skáldsögu
Charles Dickens.
Þýðing: Þórarinn Eldjárn og Jó-
hann G. Jóhannsson
Leikmynd: Vitas Narbutas
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Dansar og hreyfing: Aletta Collins
Hljómsveitarstjóri: Jóhann G.
Jóhannsson
Leikendur: Ari Ólafsson, Eggert
Þorleifsson, Tryggvi Björnsson, Vigdís
Hrefna Pálsdóttir, Þórir Sæmundsson,
Bergþór Pálsson, Þórunn Lárusdóttir,
Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Friðrik Friðriksson, Esther Talia
Casey, Álfrún Örnólfsdóttir, Ívar Helga-
son, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti
Hreinsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Valur Freyr Einarsson, Guðbjörg Hilm-
arsdóttir, Heiða Björk Ingimarsdóttir,
Aðalsteinn Kjartansson, Jón S. Snorri
Bergsson, Áslákur Ingvarsson
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Fyrir nokkrum árum birtist grein í
blaði um dómara á Ítalíu sem hafði
fengið það verkefni að dæma í máli
pörupilta og í stað þess að senda þá
á betrunarstofnun dæmdi hann
þá til bókalestrar. Hann afhenti
þeim stafla af bókum og áttu þeir
síðan að mæta aftur til dómarans
og spjalla við hann um innihald
og boðskap bókanna. Ein þessara
bóka var einmitt Oliver Twist eftir
Charles Dickens. Vafalítið hefur
dómarinn hugsað sem svo að ein-
hvern lærdóm kynnu þeir að draga
af þessum lestri. Svona eftir á að
hyggja með fordómafræðslu nútím-
ans í hendi er auðvitað spurning
hvaða lærdóm má af ritinu draga.
Glæponinn var gyðingur og góði
maðurinn var af breskri yfirstétt.
Við að sjá þessa sýningu þarf
ungviðið á skýringum að halda.
Ekki bara skýringar um það hvað
er að gerast, heldur líka skýring-
ar um hver gerir hvað og af hverju.
Það vill oft brenna við í söngleikj-
um að atburðarásin hverfur vegna
söngleikjaatriðanna sem í sjálfu sér
geta fjallað um hvað sem er. Börn-
in sem hér fengu tækifæri til þess
að dansa og leika voru hvert öðru
betra en engu að síður hefði mátt
vinna betur textavinnu í samtölum
þannig að eðlileg yrðu.
Bill Sikes er ekki aðeins skúrk-
ur í sögum Dickens heldur orðinn
hugtak sem notað er um ákveðna
manntegund og svokölluð prototýpa
glæponsins. Það er óskiljanlegt
hvernig svona fín og falleg stúlka
eins og Nancy elskar hann þrátt
fyrir allt, en slík er víst hin skil-
yrðislausa ást, óskiljanleg. Hlut-
verk Nancyar er stórt, hún er góð
og falleg en engu að síður brengluð
í afstöðu sinni vegna þess uppeldis
sem hún hefur fengið.
Það voru að vanda prúðbúnir
áhorfendur fullir eftirvæntingar
sem komu sér fyrir í rauðum stól-
um Þjóðleikhússins á annan dag
jóla. Tilefnið var frumsýningin
á Óliver Twist sem er söngleikur
byggður á skáldsögunni frægu eftir
Charles Dickens.
Það er einmitt þetta, byggður á
skáldsögunni, sem er meinið. Nokk-
ur af aðalatriðum og boðskap bók-
arinnar hverfa algerlega í útfærsl-
unni og það er ekki við neinn hér að
sakast annan en upphaflega hand-
ritsskáldið. Þessi sýning var ljóm-
andi skemmtileg á að líta, betri og
þéttari eftir hlé en engu að síður
áheyrileg.
Eitt af því sem spurt er um í pró-
gramblaði sýningarinnar er hvort
sagan um Oliver Twist gæti gerst í
dag. Svo sannarlega eru það mörg
börn í henni veröld sem hafa það
á margan hátt miklu verra en þau
börn sem koma fyrir í þessari sögu.
Hvað er það sem gerir verk sígild?
Líklega er svarið einfalt, það er að
þau eiga erindi og lesendur geta
samsamað sig innihaldinu.
Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með
hlutverk Nancyar sem er stórt í
þessu verki. Miðað við lestrarað-
ferð sýningarinnar er hún stórgóð
í allri sinni framgöngu, fögur og
allt umfaðmandi svo og þær Ester
Talia Casey og Edda Arnljótsdótt-
ir og ekki síst Þórunn Lárusdóttir
í hlutverki ráðskonu hælisins. Það
var gaman að sjá Bergþór Páls-
son í hlutverki Herra Bumbles og
flestar persónur skýrt teiknað-
ar þó að innihaldið væri einhvern
veginn eins og púsluspil. Sá ljót-
leiki og sú ógnun sem í verkinu er
komst aldrei til skila þó svo að Bill
Sikes sem Þórir Sæmundsson léði
lífi væri alvondur. Það er nefnilega
svo skrýtið að alvonda menn getum
við ekki skilið.
Þó svo að Eggert Þorleifsson sé
nú ekki beinlínis söngvari var hans
söngur engu að síður eftirminni-
legastur, ekta. Eggert Þorleifsson
naut sín í hlutverki gyðingsins og
hreyfingar hans á lokaflóttanum
voru sérstaklega smart. Hitt er svo
annað mál að maður getur spurt sig
hvernig í ósköpunum stendur á því
að niðurlagi bókarinnar var breytt
svona, það er að skúrkurinn fékk
að komast undan, meðan í upphaf-
lega skáldverkinu eru lokamínút-
ur hans svo mikilvægar. Textinn
í íslenskri þýðingu Þórarins Eld-
járns var víða mjög skemmtilegur.
Það er einhver glettilegur léttleiki
og ábyrgðarleysi gagnvart efninu
sem einkennir alla sýninguna.
Búningar Maríu Ólafsdóttur voru
frábærir og leikmyndin varð betri
og betri eftir því sem skiptin urðu
fleiri. Börnin voru góð og ekki síst
hann Hrappur sem á stundum, í
stórgóðri tjáningu Tryggva Björns-
sonar, stal algerlega sýningunni.
Það er þó enginn vafi á því að ung-
viði landsins á eftir að njóta sýn-
ingarinnar en við sem eldri erum
verðum kannski svolítið eitt spurn-
ingarmerki yfir því að hægt sé að
ráðast aftur og aftur í verk sem
ættu að geta skilið eftir meira inni-
hald en gera það ekki. Dansinn og
léttleikinn á munaðarleysingjahæl-
inu sem hér heitir vinnuhæli var til
að mynda bara eins og hver önnur
skemmtistund á Broadway (kannski
1930). Það vantar einhvern veginn
ábyrgð í sýninguna, kannski kom-
inn tími til hjá Þjóðleikhúsinu að
ráða alvöruleikstjóra að stórsýn-
ingum fyrir börn. Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Ljómandi skemmtileg en
ábyrgðarlaus sviðsetning.
Ég held ég verði að hugsa
þetta upp á nýtt!
LEIKLIST Ég held ég verði að hugsa þetta upp á nýtt, segir Fagin þegar farið er að
halla undir fæti hjá honum. Kannski er þessi frasi líka ágætur fyrir leikhúsgesti og þá
sem leikhúsinu stjórna! Vigdís Hrefna sem Nancy og Eggert Þorleifsson sem Fagin.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Arnaldur Arnaldsson heldur
styrktartónleika á morgun kl. 20 í
Listasafni Íslands . Arnaldur Arn-
arson leikur gítarverk eftir Jón
Ásgeirsson, Elsu Olivieri Sangiac-
omo, Mario Castelnuovo-Tedesco,
Bach, Mauro Giuliani, Paulo Bell-
inati og William Walton. Arnald-
ur fæddist í Reykjavík árið 1959.
Hann hóf gítarnám í Svíþjóð tíu
ára gamall, síðan í Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar hjá Gunn-
ari H. Jónssyni og lauk þar námi
vorið 1977. Hann tók lokapróf frá
Royal Northern College of Music
í Manchester 1982, þar sem kenn-
arar hans voru gítarleikararnir
Gordon Crosskey og John Willi-
ams auk gríska píanóleikarans
og hljómsveitarstjórans George
Hadjinikos. Þá var hann eitt ár
við framhaldsnám hjá José Tomás
í Alicante á Spáni.
Arnaldur vann fyrstu verðlaun
í XXI. alþjóðlegu „Fernando Sor“
gítarkeppninni í Róm 1992 og hélt
sama ár einleikstónleika á Listahá-
tíð í Reykjavík.
Hann hefur margoft komið fram
á Íslandi og haldið tónleika í Evr-
ópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og
Suður-Ameríku.
Styrktartónleikar