Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 JÓLAPAPPÍRINN hefur líklega hrannast upp á heimilum undanfarið. Vert er að nefna að jólapappír má ekki setja í pappírsgáma. Sterkir litir pappírsins og þá sérstaklega gyllingin og glimmerskrautið gera það að verkum að hann er ódrjúgur til endurvinnslu. www. sorpa.is „Margir eru langt frá sínu besta formi yfir háveturinn og eru þá frekar í því að byggja upp þrek og slíkt. Þannig að almennt tekur fólk aðallega þátt til að hafa gaman af þessu,“ segir Margrét Héðinsdótt- ir, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR. Árlegt gamlárshlaup félagsins fer nú fram í 33. sinn, en hlaupið hefur verið óslitið frá árinu 1976. Að sögn Margrétar hefur hlaup- ið með tímanum orðið að föstum lið í áramótaundirbúningi margra. „Fólk er að mæta aftur og aftur, jafnvel heilu fjölskyldurnar,“ segir hún. „Þar spilar líka inn í að það er létt stemning yfir hlaup- inu. Til dæmis hefur sú hefð skap- ast að margir þátttakenda mæti í alls kyns búningum og við veitum verðlaun fyrir þá skemmtilegustu og frumlegustu. Ég man til dæmis eftir að jólasveinar og snjókarlar hafi hlaupið, og þetta minnir oft á dimmisjónir í menntaskólum.“ Fyrsta árið sem hlaupið fór fram voru þátttakendur tíu tals- ins, en árið 1991 voru þeir í fyrsta sinn fleiri en hundrað. Síðan hefur þátttakan aukist jafnt og þétt og varð metþátttaka á síðasta ári. „Það varð algjör sprenging í fyrra og þátttakendur voru alls 760 tals- ins,“ segir Margrét. „Við höfðum einungis undirbúið okkur fyrir þrjú til fjögur hundruð þátttak- endur og því lentum við í algjöru veseni í markinu. Það varð bara teppa,“ segir Margrét og hlær. Hún segir þessa fjölgun þátttak- enda ekki einskorðast við hlaupin. „Það hefur verið mikil fjölgun í frjálsum íþróttum yfirhöfuð. Til að mynda hefur þátttakendum á krakkamótinu okkar í ÍR fjölgað úr hundrað í sex hundruð á örfá- um árum.“ Rásmarkið er við gatnamót Hólavallagötu og Túngötu. Hlaup- ið er vestur í bæ um Tryggvagötu og út á Lindarbraut á Seltjarnar- nesi, til baka um Ægisíðu og Suð- urgötu að endamarki við Ráðhúsið í Tjarnargötu. Hægt er að skrá sig á síðunni hlaup.is til miðnættis 30. desem- ber. Á hlaupdegi verður hægt að skrá sig á staðnum í Ráðhúsinu frá klukkan 10.30 þar til 15 mínútum fyrir hlaupið, sem hefst klukkan tólf á hádegi. Vegalengdin er tíu kílómetrar. kjartan@frettabladid.is Margir langt frá sínu besta formi yfir veturinn Gamlárshlaup ÍR fer fram í 33. sinn í ár. Metþátttaka var í hlaupinu um síðustu áramót, en þá tóku alls 760 þátt. Formaður frjálsíþróttadeildar ÍR segir fjölgunina ekki einskorðast við hlaup. Margrét segir algjöra sprengingu hafa orðið í fjölda þátttakenda í gamlárshlaupinu á síðasta ári, en þá tóku 760 þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virkadaga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Fyrst og fremst í heilsudýnum 6 mán. vaxtalausar greiðslur Sofðu vel um jólin JÓLATILBOÐ 20% afsláttur af sængurverasettum. Glæný sending. Verð nú: 199.900 Verð áður: 229.900 Queen 153x203 cm Verð nú: 149.900 Verð áður: 189.900 Queen 153x203 cm ÞÓR Verð nú: 129.900 Verð áður: 164.900 Queen 153x203 cm SAGA “teg. Karmazyn - glæsilegur push up í D,DD,E,F skálum á kr. 6.885,-” “teg. Olimpia - mjög flottur push up í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- NÁM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.