Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.12.2009, Blaðsíða 58
50 28. desember 2009 MÁNUDAGUR www.ellingsen.is NÚ ER TÍMINN 1.490.000 1.590.000 1.190.000 REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 Afgreiðslutími um hátíðarnar: Mánudagur 28. des. 10–18 Þriðjudagur 29. des. 10–18 Miðvikudagur 30. des. 10–18 Gamlársdagur 31. des. 10–12 Nýársdagur 1. jan. lokað Laugardagur 2. jan. lokað Flugfélags Íslands Deildarb. Undanúrslit karla Haukar-Valur 29-22 (15-12) Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8, Þórður Rafn Guðmundsson 5, Björgvin Þór Hólmgeirs son 5, Stefán Rafn Sigurmansson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 2, Jóhann Ingi Jónsson 2, Einar Pétur Pétursson 2, Elías Már Halldórsson 1, Pétur Pálsson 1, Sigurður Guðjónsson 1. Mörk Vals: Árni Alexander Baldvinsson 5, Atli Már Báruson 5, Fannar Þór Friðgeirsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Arnar Guðmundsson 2, Gunnar Harðarson, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Orri Freyr Gíslason 1. FH-Akureyri 26-35 (13-18) Mörk FH: Ólafur Gústafsson 8, Hermann Björnsson 7, Halldór Guðjónsson 4, Guðni Már Kristinsson 3, Reynir Jónasson 2, Ísak Rafnsson 1, Bjarki Jónsson 1. Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 11, Jónatan Þór Magnússon 6, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Andri Snær Stefánsson 4, Geir Guðmundsson 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Hreinn Þór Hauksson 1, Guðlaugur Arnarsson 1, Árni Þór Sigtryggsson 1. Saga úrslitaleikja karla 2006 Haukar-Fylkir 36-35 2007 vor HK-Stjarnan 29-28 2007 jól Fram-Haukar 30-28 2008 jól Fram-Haukar 35-29 2009 jól Haukar-Akureyri í dag Þýska úrvalsdeildin: THW Kiel-TV Grosswallstadt 31-26 Sverre Andre Jakobsson skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt. HSG Düsseldorf-TSV Dormagen 34-26 Sturla Ásgeirsson komst ekki á blað. SC Magdeburg-TSV GWD Minden 27-26 Gylfi Gylfason skoraði síðan þrjú mörk. SG Flensburg-Hannover-Burgdorf 31-24 Alexander Petersson skoraði ekki. Frisch Auf Göppingen-TBV Lemgo 32-28 Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk en Logi Geirs- son komst ekki á blað. TuS N-Lübbecke-MT Melsungen 32-23 Heiðmar Felixson komst ekki á blað. HSG Wetzlar-Rhein-Neckar Löwen 26-34 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk og Ólaf ur Stefánsson skoraði 2 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað. HSV Hamburg-HBW Balingen 31-26 Füchse Berlin-VfL Gummersbach 30-24 Rúnar Kárason skoraði 1 mark fyrir Füchse og Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI „Við byrjuðum mjög illa og enduðum illa,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, en Hafnarfjarðarliðið tapaði fyrir Akureyri í deildabikarnum í gær. Norðanmenn unnu 35-26 og kom- ust þar með í úrslitaleikinn sem verður gegn Haukum í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði í kvöld. FH tefldi fram mjög ungu liði í gær. „Við vorum að spila á leik- mönnum sem eru ekki vanir því að vera í svona stórum hlutverk- um. Á heildina litið er ég gríðar- lega ánægður með þeirra leik þrátt fyrir að við höfum tapað þessum leik,“ sagði Einar. Hann segist þó hafa spilað á reynslulitlum leikmönnum af nauð- syn. „Það eru bara mikil meiðsli hjá okkur svo þetta var ekki með ráðum gert. Það voru margir sem þurftu að spila meiddir síðustu deildarleikina fyrir frí. Mér var bara stillt upp á vegg með það að nota þessu ungu stráka.“ Einar var ánægður með varnar- leikinn stærsta hluta leiksins. „Við fengum samt of mikið af hraðaupp- hlaupum á okkur því við vorum að missa boltann klaufalega í sókn- inni. Mér fannst allir vera að gera sitt besta og leggja sig fram svo ég er ánægður með liðið í dag.“ Akureyri byrjaði leikinn mun betur og komst í 6-1 á fyrstu mín- útunum. Jólasteikin virtist sitja í Hafnarfjarðarliðinu til að byrja með en það náði þó að koma sér í gang og búa til leik. Staðan var 18-13 í hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik náði FH frábærum leik- kafla og skyndilega var munurinn aðeins eitt mark, 23-22. FH fékk tækifæri til að jafna metin en það tókst þeim ekki. Viðvörunarbjöllur voru farn- ar að hringja hjá Akureyringum sem fóru aftur að gefa í og sigldu örugglega fram úr, þeir unnu á endanum sannfærandi sigur með níu marka mun. „Ég lít svo á að skýringin á því að við hleypum þeim aftur inn í leikinn sé að við vorum værukær- ir. Við erum ekki nægilega öflug- ir í að halda forystu og menn voru farnir að gera þetta af 80% krafti. Þegar menn eru að leggja sig alla í þetta erum við með hörku gott lið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Hann vonast til þess að sínir menn verði með af 100% krafti allan leiktímann í úrslitaleiknum í kvöld. Spurður út í þessa deildabikar- keppni segir Rúnar keppnina vera kærkomna. „Ég er á því að við séum að gera hlé á deildarkeppn- inni of snemma. Það er vel hægt að leika í deildinni út desember. Það er virkilega erfitt fyrir okkur þjálfarana að skipuleggja okkar lið með svona tveggja mánaða hléi í miðju móti. Það er lengsta hlé sem þekkist held ég. Að mínu mati er það því kærkomið að fá allavega einhver verkefni á þessum tíma- punkti,“ sagði Rúnar. Sigur Hauka aldrei í hættu Haukar mættu Val í hinum und- anúrslitaleiknum fyrr í gær og unnu sannfærandi 29-22. Sigur Hauka var aldrei í hættu en Vals- menn skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum í seinni hálfleik. Haukavörnin og Aron Rafn Eðvarðsson voru líka í miklu stuði á þessum kafla þar sem úrslit leiksins réðust. „Það vantaði leikmenn í bæði lið en mér fannst mínir menn sína ágætis sigurvilja og bar- áttuanda,“ sagði Aron Kristjáns- son, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Menn voru að berjast vel í vörn- inni, mark varslan var góð og sókn- arleikurinn öflugur. Maður getur því ekki annað en verið sáttur. Ég ákvað að gefa eldri leikmönnum frí í þessum leik,“ sagði Aron sem vildi ekki segja til um hvort þeir myndu líka fá frí í úrslitaleiknum. elvargeir @frettabladid.is Kjúklingarnir fengu að spreyta sig Haukar og Akureyri mætast í úrslitum deildabikarsins í karlaflokki í íþróttahúsinu við Strandgötu í kvöld. Margir reynsluboltar voru hvíldir í undanúrslitaleikjunum sem fram fóru í gær. FYRSTI ÚRSLITLEIKURINN Akureyri komst í gær í sinn fyrsta úrslitaleik síðan KA og Þór fóru að spila undir sama nafni í handboltanum. Hér sést Andri Snær Stefánsson fara inn úr horninu í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.