Samtíðin - 01.11.1955, Qupperneq 14
10
SAMTÍÐIN
2.00. SAEA SAMTÍÐARINNAR ÍliIirÉ
S'i^urjón jrá j-^orcfeiriitö&um:
ÆSKTÁST
UNGI MAÐURINN nagar penna-
stöngina.
Kennarinn bannaði að vísu strang-
lega nemendum að tanna blýanta og
pennastengur. En það geta komið
fyrir þau augnablik, án þess að til
sé að dreifa þjózku innræti, að heil-
ræðin gleymist gjörsamlega. Rás við-
burðanna er stundum duttlmigafull.
Og ýms viðbrögð samleikaranna á
sviði lífsins geta vei’kað eins og
sprengikúla. Andlegt jafnvægi hi’yn-
ur niður, likt og stafir úr gjarðalausri
tunnu, og hugurinn verður í upp-
námi.
Ungi maðurinn stynur mæðulega.
Hann hnykkir til höfðinu, hrekur
hárlokk, sem laumazt hefur ofan í
augu, aftur á hvirfilinn. Hann hleyp-
ir í brýnnar og hamast að skrifa, tek-
ur fjörkippi eins og ótaminn góð-
hestur. Þess á milli rekur hann i
vörður. Þá tekur hann sér hvíld,
nagar pennastöngina og biður eftir
andagiftinni.
Hann er að skrifa bréf. Skriftin er
stórkarlaleg, stafirnir hreint ekki á-
ferðarfallegir. Fagurkerar mundu
velta vöngum, rýna og ræskja sig,
kalla rithöndina pírumpár. En hver,
sem sér unga manninn að störfum,
fengi sjálfsagt ómótstæðilega löngun
til að kynnast því, sem hann hefur
fest á pappírinn.
Það er eitt af boðorðum siðmenn-
ingarinnar að hnýsast ekki í einka-
mál, sem verið er að trúa pappímum
fyrir. Það er ein áf þeim siðareglum,
sem mannkindin gæti haft í heiðri,
án kinnroða. En hvað sagði sjálfur
postulinn: „Það góða, sem ég vil,
geri ég ekki.“ — Lesandinn getur
tekið sér stöðu bak við unga mann-
inn. Hann gæti staðið langt í burtu.
Rréfið blasir við á borðinu. Stórir
stafir mynda orð — orðin safnast
saman í setningar. Og áður en þú
veizt af, hefur eðlislæg forvitni frum-
mannsins tætt af þér sýndarhjúp
siðfágunarinnar. Þú stendur á gægj-
um og lest bréfið:
„Elsku vina mín.
Ég verð að hripa þér línur. Þú
sldlur. Við verðum að komast að
einhverri niðurstöðu. Þetta getur
ekki gengið. Sama sagan og áðan má
ekki endurtakast. Ég veit það. Þú
veizt það líka. Og mamma segir, að
ef þetta komi fyrir oftar, þá--------
Hún sagði, að þá yrðum við að
skilja. —
Þú veizt ekki, vina mín, hvað mér
þykir þetta leitt. Ég botna bara ekkert
í því, hvemig þetta gat skeð. Ég við-
urkenni fúslega, að ég var að stríða
þér. Ef til vill hef ég líka kreist
þig. En ég held, að ég hafi alls ekki
klipið þig. Var það? En ég skil ekkert
í þér, að þú skyldir taka þessu svona.
Fyrr má nú vera. Fyrst reifstu mig i
kinnina. Og svo beiztu mig í þumal-
fingurinn. Það blæddi þó nokkuð úr
skrámunum. Og sviðinn. Hann var
agalegur — þangað til mamma rauð
á mig græðandi smyrslum.
Það er þó ekkert að finna til lík-
amlegra þjáninga. Andlega liðanin er