Samtíðin - 01.11.1955, Page 18

Samtíðin - 01.11.1955, Page 18
14 SAMTÍÐIN yrði falin upptaka annarrar Garbo- myndarinnar, The Temptress, sem þar var gerð. Hann hélt því heim til Svíþjóðar, veikur og vonsvikinn, og lézt nokkru seinna. En það er af Grétu að segja, að með meðferð sinni á fyrsta kvikmyndahlutverki sínu í HollyWood í myndinni The Torrent, kom hún þeim Metro- Goldwyn- Mayer mönnum svo á óvart, að þeir urðu alveg höggdofa af hrifningu, enda varð hún nú í skjótri svipan fræg um alla Vesturálfu. Vel má vera, að henni hafi farið eins og Mauritz Stiller, að hún hafi verið frábitin Hollytwood og vitað er, að aldrei hefur henni geðjazt að and- rúmsloftinu þar. En hún unni list- arstarfi sínu af heilum hug og hét því að sigra á vettvangi kvikmynd- anna. Metnaður hennar og starfs- þrek vann bug á andúð hennar og ímugusti. Hávaxin var hún og beina- stór, gædd frumstæðum yndisþokka, sem gagntók jafnvel harkalegustu myndatökumenn. En hún hefur ekki farið varhluta af þrálátum lasleika, og er tilnefnd ennisholubólga, sem oft reynist mjög þreytandi kvilli. UM HÆFILEIKA Grétu Garbo hefur sjaldan verið rætt, svo hafnir eru þeir yfir allan vafa. Hins vegar hefur þeim mun meira verið um hana rætt á öðrum sviðum. Þessi hlédræga kona, sem vön var að segja að loknu starfi: „Nú Iangar mig til að vera ein. Ég held ég fari heim“, hefur ekki farið varhluta af ágengni heimsins. Aðdáendurnir skildu ekki hlédrægni leikkonunnar, sem oft var eignuð annarlegum hvötum, einatt talin auglýsingabragð og ekkert ann- að. Mjög hefur skort á, að Gréta Garbo hafi hlotið þann frið fyrir ágangi fólks, sem hún hefur átt kröfu til. Og mikið má vera, ef hún hefur ekki heyrt undrunarópið, sem ferðafólkið rak upp um daginn, er það sá hana í Feneyjum! Hafði hún þó ekki annað til saka unnið en að ganga þar milli búðanna eins og ferðamanna er siður. Á fimmtugsafmæli leikkonunnar koma fram í hugann nöfn nokkurra helztu myndanna, sem hún hefur leikið í, en þær eru auk þess, sem áður er talið: Anna Christie, As You Desire Me, Queen Christina, Anna Karenina, Camille, Marie Walewska og Ninotchka. Hún hvarf frá leikstörfum, þegar hæst hóaði og rýmdi þá fúslega fyrir nýjum stjörnum. Nú lifir hún borg- aralegu lífi trú æskusjónarmiði sínu að þrá einförli. Hún iðkar af ástríðu göngufarir, siglingar, sund og bók- lestur og ann dýrum. Vinasnauð get- ur hún auðvitað ekki lifað fremur en annað fólk, en hún á fáa vini og er vinavönd. Þeim, sem hafa gaman af verulega góðum kvikmyndum, verður oft hugsað til hennar með saknaðarblandinni aðdáun, sænsku stúlkunnar, er rejmdist svo sterk og upphafin í list sinni, að Ameríku- menn kenndu um skeið ættjörð henn- ar ýmist við hana eða sjálfa miðnæt- ursólina. ALLAR BÍLAVÖRUR verður hagkvæmast að kaupa hjá KRISTNI GUÐNASYNI Klapparstíg 27. — Sími 2314.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.