Samtíðin - 01.11.1955, Page 21

Samtíðin - 01.11.1955, Page 21
SAMTÍÐIN 17 „Kom fljótt! Kom fljótt! Kom fljótt! úr kjarri eða skógi eða dal og segðu Svíakonungi örlög hans öll fyrir.“ Því næst brenndi hann nokkrar alveg sérstaklega þar til gerðar jurt- ir, signdi sig þrisvar og stóð svo graf- kyrr. Hann beið stundarkorn og honum varð mjög kalt. Hann fór að halda, að honum hefði orðið eitthvað á í messunni og að elckert myndi gerast. En allt í einu fann hann, að hönd var lögð léttilega á öxl honum, og er hann leit við, sá hann, hvar litill maður gráklæddur stóð fyrir aftan hann. Konungi varð svo felmt við þessa sýn, að hann hörfaði ósjálfrátt aftur á bak fyrir vofunni, en þá tók rödd allt í einu til máls. Það var alveg tvímælalaust kvenmannsrödd, og hún virtist koma úr fjarlægð. Það var eins og hún væri að tala við þriðja manninn. Röddin sagði: „Svíþjóð á sér mjög fljótfæran og þrákelknis- legan konung. Hann hefur að vísu getið sér góðan orðstir og er ágætum hæfileikum búinn, en hann mun stofna öllu í hættu með hóflausu sjálfsáliti sínu.“ Meðan röddin mælti þess orð, stóð litli gráklæddi maðurinn við hlið konungs með höndina á öxl honum. Það var náköld hönd, svo jökulköld, að kuldann frá henni lagði gegnum þykk herklæðin. Röddin þagnaði nú, og þá fann konungur, að honum var ekki leng- ur varnað máls, enda þótt rödd hans væri mjög óstyrk. Iskrandi stormur- inn virtist lcæfa hana, en feykja orð- unum langt, langt burt út í óra- fjarlægð. Niðurl. í næsta hefti. ------•----- 3. STAFALEIKUR ÞETTA er mjög auðveldur stafa- leikur. Þú átt aðeins að skipta um einn staf frá orði til orðs. Við gefum þér efsta orðið og merkingu orð- anna, sem þú átt að setja í stað punktanna, þannig að í neðsta orð- inu hafi verið skipt um alla stafi efsta orðsins. KIND MERKINGAR .... andlitshluti .... get .... neitun .... lífvera Ráðningin er á hls. 29. Frœgir orðskviðir Hvað yrði eftir, ef allir fengju óskir sínar uppfylltar? Hugsjónalaus maður er vesæll aumingi. Dugandi stjórnmálamaður snýr ávallt vörn í sókn. Drykkjumaðurinn fjargviðrast yfir háu verði á nauðsynjavörum. Ástin er yndisleg hjartveiki. AIls konar bólstruð húsgögn ávallt fyrirliggjandi. Vönduð vinna. Hagstætt verð. Húsgagnabólstrun Gunnars Mekkínóssonar Frakkastíg 7.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.