Samtíðin - 01.11.1955, Qupperneq 25
SAMTÍÐIN
21
hann vill? (Aumingja óvitinn rak
sem snöggvast upp smáhrinu, en
hætti og settist upp. Leit síðan undr-
andi ýmist á foreldra sína eða dótið,
sem hann hafði rutt niður).
Krummi (setur aðra höndina i
rassvasann, en strýkur hinni gegnum
hárið. Sefandi): Svona. Svona.
Svala (æst): Af hverju stendurðu
svona eins og bjáni?
Krummi: Hvað er þetta, kona?
Það þýðir ekki að vera að æsa sig
upp út af smámunum. Þú ert orðin
svo slæm á taugum og uppstökk, að
það má hreint ekkert út af bera.
Hvað er eiginlega að þér?
Svala: Ég er ekkert æstari en þú,
og það er ekkert að mér, nema ég
hef ekki-----1 — — (Hún hættir í
miðri setningu og byrjar á nýrri):
Ef við getum ekki komið okkur sam-
an um að ala upp þetta eina barn,
þá þýðir ekkert fyrir okkur að fara
að eiga fleiri.
Krummi: Ætli það sé ekki nógur
tími að hugsa um það. Og ég efast
ekkert um, að við getum alið upp
börn eins og aðrir, þó maður sé ekki
alltaf að banna þessum litlu greyjum
og jafnvel að dangla í þau.
Svala (taugaóstyrk): Ó, ég er svo
hrædd um, að það sé komið annað
af stað, því ég hef ekki-------Ó,
þú skilur.
Krummi (lnssa): Farðu i góðan
göngutúr, þá fer það á stað.
Radartæki, Asdictæki, Dýptarmælar, Dýpt-
armælapappír, Segulbandstæki, Segul-
bönd, Kvikmyndavélar, Útvarpsviðgerðir.
FRIÐRIK A. JÓNSS.ON
Sími 4135. Garðastræti 11. Reykjavík.
Þvottaduftið góða9
sem fer sigurför um landið
Sœ/ýraeliffferfin^
• hressir
m kœfír