Samtíðin - 01.11.1955, Síða 31

Samtíðin - 01.11.1955, Síða 31
SAMTÍÐIN 27 Výjar et'lehctar bœkur GYLDENDAL í Khöfn hefur sent okkur 5 listaverkabækur til viðbótar þeim 6, sem áður voru komnar, úr ritsafninu Malerkunstens Mestre. Ný- komnu bækumar geyma verk eftir meistarana Degas, Gauguin, Manet, Utrillo og Rubens. 1 hverri bók er fjöldi litmynda eftir meistarann, en auk þess margar myndir, prentaðar í dökkum lit, og ýtarlegar skýringar fylgja. Kunnir, danskir listfræðingar skrifa æviágrip listmálaranna. Rit- safn þetta er hið vandaðasta og lit- prentun listaverkanna einkar haglega gerð. Verðið er ótrúlega lágt, d. kr. 4.90 á bók. Áse Gruda Skard: Vore Unger og kunsten af gore mennesker af dem. Þetta er þörf bók. 1 60 stuttum og læsilegum greinum (upphaflega blaðagreinum) er gripið á ýmsum helztu atriðum varðandi bamaupp- eldi, sem uppeldisfræðingar nefna tíðast vandamál, en skemmtilegra væri aðkalla viðfangsefni. Frú Skard er dóttir hins kunna, norska prófess- ors og stjórnmálamanns Halvdans Kohts, en gift Sigmund Skard, pró- fessor í amerískum bókmenntum við Öslóarháskóla. Sjálf er frúin dósent í sálarfræði við háskólann i ósló, rit- stjóri uppeldismálatímarits, meðlim- ur í barnaverndarráði Noregs, og hver veit hvað og hefur látið rit- störf mikið til sín taka. Allt þetta ætti að vera nokkur trygging fyrir því, að hún kunni að skrifa bók. Hitt skiptir þó ekki síður máli, að hún er móðir allstórs barnahóps, því SKÓSALAN Laugavegi 1. VOLTI VINNUR VEL ALLS KONAR aflagnir afvélaverkstæði afvéla- og aftækjaviðgerðir VOLTI raf tæk j averkstæði Norðurstíg 3 A. Reykjavík. Sími 6458.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.