Samtíðin - 01.02.1953, Side 9

Samtíðin - 01.02.1953, Side 9
SAMTÍÐIN o Farsmls árs óskar „Samtíðin“ öllum lesendum sín- um. Henni þykir vœnt um að geta á þessu ári boðið þeim fjölbreyttara efni en nokkru sinni fyrr. Ýmsir þœttir ritsins, sem flestir eru til orðnir vegna tilmœla lesendenna, ávinna sér sívax- andi vinsœldir. Er þar fyrst að nefna bréfaþátt Finns Sigmundssonar lands- bókavarðar: Menn og minjar, greinaflokk Gils ritstjóra Guðmunds- sonar: Litið, um öxl, samtalsþœtti frú Sonju B. Helgason, bridgegreinar Árna M. Jónssonar, iðnaðarþáttinn og ekki sízt ferða- og flugmálaþáttinn. — Fjöldi áskrifenda hefur einnig lýst á- nœgju sinni yfir smcerri þáttum tíma- ritsins: Þ eir vitr u s ö g ð u á bls. 31, (sem margir segjast alltaf lesa fyrst), V íð sj á, Þ að er s ag t, S purt o g sv ar að, að ógleymdum ástarjátninga- þœttinum: Maðurog kona. Þáhafa margir óskað framhalds á þeim dular- fullu kynjasögum, sem „Samtíðin“ hefur flutt að undanförnu, og óteljandi þakkir hafa borizt fyrir allar skopsögurnar. — Þá viljum við einnig þakka vinsamlega gagnrýni, sem ávallt er nauðsynleg. Af efni þessa heftis viljum við einkum vekja athygli á samtölunum við Kristínu Snœhólm flugfreyju um störf hennar hjá Flugfélagi íslands, Jón Helgason prófessor um kvartslampann í Árnasafni og Vilhjálm Árnason lögfrœðing um Bréfaskóla S. 1. S. Þrátt fyrir gífurlegan útgáfukostnað hefur verið ákveðið að láta hið lága ár- gjald tímaritsins, 35 kr., haldast óbreytt til þess að allir, s em þ e s s ó sk a, geti orðið fastir áskrif endur. Með tilliti til þess hefur upplag ritsins enn verið aukið. Allt er þetta gert í trausti þess, að vinir „Samtíðarinnar“ efli útbreiðslu hennar á árinu og að sér- hver áskrifandi greiði hið ofurlága ár- gjald sitt skilvíslega. Gjalddaginn er 1. febrúar. Þeir örfáu kaupendur ritsins, sem gleymdu að borga það sl. ár, eru vinsaml. beðnir að senda bœði árgjöldin nú þegar í pósti eða greiða þau í ann- ari hvorri bókaverzluninni í Austurstrœti 1 eða á Laugavegi 39 í Rvík. Við þökkum öllum þeim, sem þegar hafa sent ár- gjöld sín fyrir 1953. Að „Samtíðin“ hefur nú senn lifað 20 ár án nokkurs útsölumanns eða fjár- hagslegs bakjarls mun algert einsdœmi um isl. tímarit, en sýnir bezt, að íslend- ingar kunna að meta tímarit í þessu formi. Á íslandi er áreiðanlega það margt fólk, sem vill fúslega greiða 35 kr. á ári fyrir 320 bls. tímarit um íslenzk. og erlend menningarmál, að ekki þarf nema ör- lítið sameiginlegt átak til að gera „Sam- tíðina" í skjótri svipan að langútbrcidd- asta tímariti þjóðarinnar. Hjálpumst öll að því. GLEÐILEGT ÁR VITIÐ ÞER? Svörin eru á bls. 27. 1. Hver orti þetta: Ég, sem steininn stíg, er þreyttur maður, stari í leiðslu á hans hverfiflug‘:. 2. Hvar er horgin Igarka? 3. Hver var Oscar Levertin? 4. Hver fann upp tundurduflin? 5. Hvaða lengdarbaugur hnattarins er dægraskilabaugur og hvcnær var álcveðið, að nýr dagur skyldi hefjast við hann? Rödd í símanum: „Sonur minn er veikur í dag og getur ekki komið í skólann.“ Skólastjóri: „Það var leiðinlegt, en hvern tala ég við?“ Röddin: „Föður minn.“ Munið NORA MAGASÍN

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.