Samtíðin - 01.02.1953, Side 12
\
8
nuddázt burtu að meira eða minna
leyti, og þegar svo er komið, er lítið
eða eklcert gagn að lampanum. Ég
get nefnt tvö dæmi. Annað er Arin-
bjarnarkviða Egils i Möðruvallabók,
hitt er fremri blaðsíðan á Heiðarvíga-
sögublaðinu, sem Magnús Már Lár-
usson uppgötvaði í Reykjavik. Mig
langar til að skjóta því hér inn, úr
því að við minnumst á Magnús, að
ég held, að í jafnfámennu þjóðfélagi
og okkar bljóti að vera fátítt, að
fram komi ungur maður, sem hafi
aðra eins ástríðu og aðra eins hæfi-
leika til visindalegra rannsókna og
hann, og það væri sannarlega óskandi
að hann fengi sem allra bezt skilyrði
til að gefa sig allan við slíku“.
„Ég tek eindregið undir þá ósk
þína og skal í því sambandi geta
þess, að ekki alls fyrir löngu gerðum
við þennan unga guðfræðiprófessor
að heiðursfélaga í Félagi íslenzkra
fi’æða í Reykjavík í viðurkenningar-
skyni fyrir frábær fræðistörf hans.
Meiri viðurkenningu var að sjálf-
sögðu ekki á okkar valdi að auðsýna
honum. En svo ég víki nú aftur að
umtalsefni okkar: Hvernig stóð á
sleggjunni, sem þú sást á borðinu i
lögreglustöðinni og minntist á áðan?“
„Þessa sömu spurningu lagði ég
fyrir leiðsögumann minn í hvíta
sloppnum, um leið og ég kvaddi hann,
og hann sagði, eins og ekkert sér-
stakt væri um að vera: „Það notaði
hana maður í morgun til að drepa
konuna sína með“. — Lögreglan hér
er alvön svona ldutum og kippir sér
ekki hót upp við J)að, sem okkur hin-
um kann að þykja dálítið svakalegt.
Ég komst í annað skipti að raun um
SAMTÍÐIN
það. Svo stóð á, að til er gamalt
færeyskt skjal, sem talið hefur verið
ólesandi með öllu. Kvartslampinn
dugði heldur ekki við lestur þess, en
hins vegar átti lögreglan sérstakt
lýsandi stækkunargler, sem í þetta
skipti reyndist mér tiltölulega vel.
Meðan ég var að fást við þetta bréf,
bar svo við einu sinni, að leiðsögu-
maður minn hringdi til mín og ÍKeddi
mig á því, að næsta sunnudag ætti
hann að vera á verði einn manna í
þessari deild lögreglustöðvarinnar og
bauð mér að koma þá til sín og
vera hjá sér allan daginn, ef ég hirti
um. Þá mundi ég geta notað stækk-
unarglerið og önnur tæki að vild án
þess að vera fyrir neinum. Ég kom til
l>ans upp úr hádeginu og vann þar
inni þangað til fram á nótt. Þegar
dimmt var orðið um kvöldið, var fé-
lagi minn farinn að vorkenna mér,
hversu dauflegt væri að sitja allan
daginn yfir einu skinnblaði, svo að
hann bauð mér til tedrykkju með sér
og fór að segja mér dálítið af sínum
viðfangsefnum. Svo stóð á, að ungur
maður bafði verið myrtur nokkrum
mánuðum áður, líkinu kastað í á og
hafði |)á fundizt nokkru áður í vík
við ármynnið.
Hann dró nú fram fjölda mynda,
fyrst af víkinni, þar sem mótaði fyrir
einhverjum ræfíi á floti, og siðan
urðu myndirnar sífellt nákvæmari
])angað til síðast, að skrokkurinn var
kirfilega lagður til í fjörunni. Ég
bef einlægt verið dálítið myrkfælinn
og var alítaf að bera mig að benda á,
að nú hefði ég í rauninni séð nóg.
En myndirnar ætluðu aldrei að taka
enda og lögreglumanninum var annt