Samtíðin - 01.02.1953, Síða 15
SAMTÍÐIN
II
Hún gekk beint af augum inn á milli
trjánna. Limið vaggaði i vorblænum.
Skríkjandi smáfuglar flögruðu grein
af gi’ein. I breiðurkörfum tístu ó-
fleygir ungar. Eva horfði með ótta-
blandinni undmn á nakta smælingj-
ana, sem sperrtu ginin og liáðu um
mat. Dr einu hreiðrinu féll ungi til
jarðar. Þar lá hann grafkyrr. Móðirin
flaug yfir honum, angurvær og vand-
ræðaleg.
Og Eva skynjaði sorg hennar, tók
ungann varfærnislega, lagði hanu í
hreiðrið. Unaðsleg bylgja hríslaðist
um brjóst hennar, mjúksár þrá. Svo
gekk hún lengra, þungt hugsandi.
Ungamóðirin fylgdi henni, bar maðk
í nefinu, lét hann falla í lófa hennar.
Maðkurinn var gjöf frá fuglinum,
þakklætisvottur fyrir bjálpina. Eva
borfði á ánamaðkinn, sem hlykkjað-
ist í lófa hennar, lét hann á jörðina.
Maðkurinn smeygði sér ofan í svörð-
inn.
Eva nam staðar á lækjarbakka,
skoðaði mynd sína í skyggðu vatn-
inu. Og hún brosti á myndinni. Hárið
huldi nekt hennar. Hún fór örvandi
höndum um líkamann; hann var
heitur og mjúkur. Hún þrýsti hvelfd
brjótin; þar voru orkulindir fram-
tíðarinnar.
Og þegar hún varð svöng, las bún
tvö epli af trjágrein . Hún borðaði
annað eplið, geymdi bitt — óf það i
hárinu.
Allt í einu stóð hún frammi fyrir
karlmanni, sem sat með hönd undir
kinn í ofboðlitlu skógarrjóðri. Það
var Adain. Hann var þreklega vax-
inn, 'þeldökkur og fagureygur. Hann
liorfði á Evu og spratt á fætur. 1 svip
hans var barnsleg aðdáun, spurul
eftirvænting i augnaráðinu.
Eva fann ekki til nektar eða blygð-
unar, stóð föstum fótum í jarðveg-
inum, sem hún var vaxin úr, var ekki
afvegaleidd frá frumstæðunni. Hún
brosti og vann á með brosinu.
Adam endurgalt brosið, gekk til
hennar, tók um hendur hennar, lagði
þær við bjarta sitt. Eva þrýsti sér
að honum í draumblíðri leiðslu, fann
í brjósti hans hjartsláttinn, öran og
fagnandj. Augu þeirra ljómuðu af ást
og hamingju.
Dagurinn leið. Adam varð svangur.
Þá leysti Eva eplið úr hári sínu. Það
var fagurrautt og girnilegt. Hún rétti
honum ávöxtinn, rjóð og fagurleit.
Og hann át.
Um kvöldið öskruðu villidýrin í
skógarþykkninu. Eva hnipraði sig
saman og mændi út í uggvænlegt
rökkrið, óttaslegin. En Adam brosti
karlmannlega og bjó þeim hvílu uppi
í trjáliminu. Þangað komust óarga-
dýrin ekki.
Og konan, EVA, kyssti manninn,
ADAM, fyrsta kossinn í alsælu ástar-
innar.
Svo kom svefninn.
EKKEHT RAUF djúpa þögnina
nema ymur í trjákrónum, sem bærð-
ust í blænum. Eva tók litla drenginn
sinn og lagði hann að brjósti sér.
Barnið teygaði. Og Eva brosti, gagn-
tekin kærleiksríkri nautn, móðurást-
inni, sem veitir allt, en krefst engra
launa. Og hún raulaði, hlýlega og
lágt. Það var fyrsta lagið og fvrsta
vöggukvæðið, sem samið var, einfalt
og látlaust, ekki fellt í skorður ríms