Samtíðin - 01.02.1953, Side 7
1. hefti 20. árg,
Nr. 189
Febrúar 1953
ÁSKRIFTARTÍMARIT UM ISLEINZK OG ERLEND MENNINGARMAL
SAMTIÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema í janúar og ágúst, samtals 320
bls. Argjaldið er 35 kr. burðargjaldsfrítt (erlendis 45 kr.), og greiðist það fyrirfram.
Áskrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við síðustu áramót. Úrsögn sé skrifleg
og verður að liafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst-
hólf 75. Áskriftargjöldum er veitt móttaka i verzluninni Bækur og ritföng hf„ Aust-
urstræti 1 og í bókabúðinni á Laugavegi 39. — Prentuð i Félagsprentsmiðjunni h.f.
ÁGÆT LANDKYNNING
LESTIR ÍSLENDINGAR, sem dvalizt
hafa erlendis, munu einhvern tíma
hafa veitt athygli bagalegri vanþekkingu
útlendinga á málefnum íslands og ís-
lenzkri menningu. Þegar frændþjóðir okk-
ar á Norðurlöndum eiga þar hlut að máli,
finnst okkur vanþekkingin og misskiln-
ingurinn óviðkunnanlegri en ella. Kynn-
ing íslands meðal annarra þjóða er nauð-
synlegur þáttur íslenzkrar menningarvið-
leitni, og þegar útlendir aðilar styðja okk-
ur í þeirri viðleitni, er full ástæða til að
gjalda þeim þakkir.
Danmerkurdeild Dansk-íslenzka félags-
ins (Dansk-islandsk samfund, eftirleiðis
skammstafað D. I. S.) hefur árum saman
unnið að margvíslegri kynningu fslands
og málefna þess. Á fyrstu starfsárum fé-
lagsins gaf það út nokkur smárit, en síð-
an 1928 hefur það gefið út myndarlega
árbók, sem vegna dýrtíðar hefur aðeins
komið út annað hvert ár síðan 1946. Rit-
stjórn árbókarinnar annast ritari D. I. S„
mag. art. Chr. Westergárd-Nielsen, gagn-
hollur maður íslendingum, og er hún í
höndum hans bæði fróðleg og skemmti-
leg. Ég hef hér við höndina árbókina um
árin 1948—49, sem kom út 1950. Hún
. hefst að vanda á mjög greinargóðu yfir-
liti um þjóðhagi íslendinga (afkomu ís-
lenzkra atvinnuvega og atvinnufram-
kvæmdir) eftir ritstjórann. Tekur ritgerð
hans um árið 1948 yfir 55 bls„ og kveðst
höf. aðallega hafa notað að heimild árs-
skýrslu Landsbanka íslands. Enn fremur
skrifar hann um ísland 1949 (bls. 56—85)
og er þar m. a. rakin stjórnmálaþróunin
fram á árið 1950. Þessar yfirlitsritgerðir
W.-N. hafa vakið maklega athygli er-
lendis. Þykir mönnum að þeim mikill
fengur, en sannast að segja gætum við
íslendingar hér heima einnig lesið þær
okkur til verulegs gagns. í fyrrnefndri
árbók er minningargrein um dr. Sigfús
Blöndal bókavörð eftir ritstjórann, rit-
gerð um iðnskólana á íslandi eftir Helga
H. Eiríksson skólastjóra, þýðing eftir
Gyrithe Muller á kafla úr bók Lárusar
J. Rists, Synda eða sökkva, ritgerð um
skógrækt á íslandi eftir Hákon Bjarna-
son skógræktarstjóra, frásögn um Dan-
merkurför íslenzkra kennara 1947 eftir
Hallgrím kennara Jónasson, ritgerð um
jarðhita íslands og hagnýting hans eftir
Pálma Hannesson rektor, en auk þess
nokkrir ritdómar, skýrsla um starfsemi
D. I. S. o. fl.
Félagið gengst fyrir fundahöldum í
Khöfn og víðsvegar um Danmörku, og eru
þar fluttir fyrirlestrar um ísland. Þá hef-
ur félagið frá upphafi haft skrifstofu í
Höfn, þar sem menn geta lesið ísl. blöð
og spurzt fyrir um hvaðeina, er Island
varðar. Til dæmis um það, hve langt fyrir-
greiðsla D. I. S. nær, má geta þess, að
veturinn 1951 barst félaginu beiðni frá