Samtíðin - 01.02.1953, Side 18

Samtíðin - 01.02.1953, Side 18
1 ! SAMTÍÐIN Bréfaskóli S.Í.S. hefur veitt um 6000 nemendum fræðslu S)amta( ui( i/al s4maion, poritöfaumann ilói am ÞAÐ ER mikill siður með menn- ingarþjóðum að reyna af fremsta megni að veita námfúsu, vinnandi fólki hagnýta fræðslu, er það geti notið án þess að neyðast til að hverfa frá atvinnu sinni og setjast í líma- freka dagskóla. Þessa fræðslu má veita með ýmsum hætti, t. d. í kvöld- skólum, sem víða hafa gefizt prýði- lega og ekki einungis leyst vandamál óteljandi einstaklinga, heldur og beinlínis þjóðfélaganna, sem vitan- lega ber skylda til að greiða götu þegna sinna. Einkar hagkvæm fræðsluaðferð, sem mjög hefur upp á síðkastið rutt sér til rúms, eru hinir svonefndu bréfaskólar. Bréfaskóla- nám er hægt að stunda hvar sem er í tómstundum sínum án þess að hverfa frá atvinnu sinni og ráðast til kostnaðarsamrar námsdvalar víðs fjarri heimahögum. En það, sem gerir bréfaskólanám að mínu áliti einkum aðlaðandi, er, að það er al- gerlega frjálst og þvingunarlaust og auk þess miðað við fólk, sem vill menntast og ætlar sér að auka þekkingu sína. Þá er þetta nám og mjög ódýrt. Samhand íslenzkra samvinnufélaga hefur um nokkurra ára skeið rekið hréfaskóla við sívaxandi þátttöku. Hefur skólinn upp á síðkastið fært mjög út kvíarnar undir öruggri stjórn Vilhjálms Árnasonar lögfræð- ings og það svo, að hann veitir nú fræðslu í samtals 24 greinum. Skól- VILHJÁLMUR ÁRNASDN inn hefur ágætum kennurum á að skipa, og er kennslugjald mjög lágt eða frá 55—220 kr. fyrir hverja námsgrein. „Samtíðin“ leit nýlega inn í skrif- stofu bréfaskólans, en þar vinna auk forstöðumannsins tvær stúlkur, er hafa ærið að starfa við að afgreiða námsefni til nemenda víðsvegar um landið, úrlausnir til kennaranna o. fl. „Hvenær var Bréfaskóli S. 1. S. stofnaður og eftir hvaða fyrir- mynd?“ spurði ég Vilhjálm Árnason. „Skólinn er nú orðinn röskra 12 ára gamall. Hann var stofnaður haustið 1940, og var Ragnar ólafs- son hrl. fyrsti forstöðumaður hans, en síðar veitti Jón Magnússon frétta- stjóri skólanum forstöðu um nokk-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.