Samtíðin - 01.02.1953, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.02.1953, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 urt skeið. Skólinn hóf starf eftir sænskri fyrirmynd, en mörg erlend samvinnufélög reka bréfaskóla, sum í samvinnu við önnur almannasam- tök“, segir skólastjóri. „Á hvaða námsgreinum byrjaði Bréfaskóli S. 1. S.?“ „Byrjað var að kenna bókfærslu, ensku, fundarstjórn og skipulag sam- vinnufélaga“. „Er það ekki aðallega fólk í dreif- býlinu, sem nytfærir sér fræðsl- una ?“ „Miðað við fólksfjölda eru að sjálfsögðu flestir nemendur okkar i dreifbýli, en að tölunni til eru þeir flestir í Reykjavík. Annars eigum við nemendur í öllum byggðarlögum landsins og áberandi marga á Vest- fjörðum, Suðurlandsundirlendinu og í Vestmannaeyjum“. „Á hvaða aldri eru nemendurnir yfirleitt?“ „Meiri bluti þeirra er á aldrinum 15—30 ára, en annars eru þeir á öllum aldri að heita má. Árið 1951 var t. d. yngsti nemandi skólans 11 ára, en sá elzti 73 ára, og lagði hann stund á ensku. Nemendurnir eru úr þvi nær öllum stéttum og starfs- greinum þjóðfélagsins, en athyglis- vert má þykja, að 78% þeirra er fólk, sem vinnur líkamlega erfið- isvinnu“,- „Gefast margir upp við námið?“ „Nokkrir heltast alltaf úr lestinni, eins og gengur, áður en þeir hafa lokið þeim námsgreinum, sem þeir hafa innritazt í, en gleðilega margir ljúka meiri hluta námsefnis sins eða öllu því, sem tilskilið er“. „Mér skilst, að bréfaskólar séu einkum við hæfi skynsamra nemenda og áhugasamra“. „Það er alveg rétt, að þeir eru fyrst og fremst við hæfi þess fólks, sem vill og getur lært. Eins og við vitum báðir, er þess háttar fólk engu síður að finna meðal þeirra, sem erfiðisvinnu stunda en hinna, sem setið hafa á bekkjum langskólanna. Verkefnin krefjast nokkurs hæfileika til sjálfstæðra íhugana og eru þá jafn- framt vænleg til aukins þroska. Það, sem liefur veitt mér alveg sérstaka ánægju í starfi mínu hér, er, að ég lief oft fengið sannanir fyrir því, að margt fólk, sem stendur höllum fæti varðandi möguleika til að afla sér skólanáms, metur starf bréfaskólans mikils.“ „Og þátttakan í náminu hefur farið vaxandi?“ „Hún hefur margfaldazt á þessum 12 árum, sem skólinn hefur starfað. Fyrsta árið voru nemendurnir 140, en árið 1951 höfðum við 960 nýja nem- endur. Samtals hafa stundað hér nám, miðað við síðustu áramót, um 6000 nemendur.“ Að svo mæltu sýndi skólastjóri mér spjaldskrána yfir nemendur skólans og einnig allmikið af námsefni hans. Nemendum, sem óska að öðlast hér fræðslu, eru send prentuð eða fjöl- í’ituð fræðslubréf með mörgum æf- ingum, sem finna má svör við í bréf- unum. En aftast í hverju bréfi er verkefni, sem ætlazt er til, að nem- andinn leysi og sendi skólanum síðan úrlausnina. Kemur skólinn henni til viðeigandi kennara, er gerir við hana athugasemdir, ef þurfa þykir, og er hún siðan endursend nemandanum.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.