Samtíðin - 01.02.1953, Side 16

Samtíðin - 01.02.1953, Side 16
12 SAMTÍÐIN . eða stuðla, en samfelldur hrynjandi. Og undirspilið var ymurinn í trjá- krónum frumskógarins. Barnið sofnaði við gjafmilt móður- brjóstið og töfra tónanna. EVA LÁ og starði sljóum augum upp í stjörnubjart himinhvolfið. Líkami hennar, sem einu sinni var léttur og ungur, var nú orðinn gamall og þungur. Augun, sem einu sinni voru björt og glampandi, vóru orðin rauð og þrútin. Rómurinn, sem einu sinni bjó yfir mýkt og dularmætti, var orðinn rámur og skerandi. En á genginni ævi hafði hún myndað sér fastmótaðar lífsskoðanir. Hún hafði hlustað á raddir náttúrunnar, fundið, að allt lífið er af sama ætterni. Höí'und lifsins kallaði hún Guð. Hún var nú á landamærum tveggja heima — rétti fram hendurnar móti upprennandi sól, sem boðaði nýjan dag. FRAMMI FYRIR drottni alföður stóð feimin sál fyrstu konunnar, frummóður mannkynsins. Drottinn alfaðir brosti. „Þú ert komin yfir örðugan hjalla í sögu þroska þíns. Nú bíða þin ný stig til vaxtar og hamingju.“ Svo mælti drottinn alfaðir. Eva leit í gaupnir sér, hljóð og hugsandi. „Hvers óskar þú, Eva?“ „Má ég biðja þig bónar?“ hvíslaði hún auðmjúk. „Já.“ „Ég heyri hingað kvein mannanna, barnanna minna. Má ég fara aftur til jarðarinnar, vera hjá þeim, styðja þá og hugga i sorgum þeirra og andstreymi? Má ég ekki glæða í hjörtum þeirra trú, von og kær- leika ?“ Drottinn alfaðir brosti. „Bæn þín er veitt, Eva.“ I augum Evu ljómaði móðurástin. Og drottinn alfaðir lagði hendur á höfuð hennar og mælti: „Blessun fylgir göfugu starfi, kona.“ LÖNGU SEINNA stóð Eva aftur frammi fyrir drottni alföður. Hún var hnípin i bragði. „Hvað hefur þú að segja, Eva?“ „Dapra sögu um eymd og vonzku barnanna. Ég hef sungið þeim fagn- aðarerindi lifsins. Ég skelfist, hve lít- inn árangur það hefur borið. Þau rægja livert annað, hata hvert annað, myrða hvert annað. Þau fyrirlíta mig, frummóður sína, segja, að ég hafi verið tæld til að éta ávexti, sem þú hafir bannað okkur Adam að neyta. Þú hafir ætlazt til þess, að mennirnir yrðu skynlausir — þekktu ekki greinarmun góðs og ills. Þegar ég hafði brotið boðorð þín, áttir þá að reka okkur út úr paradís. Og þá á þrautaganga mannkynsins að hafa hafizt.“ Drottinn alfaðir brosti. Eva andvarpaði. „Börnin mín segja, að þú fleygir sumum út í yztu myrkur, þangað sem sé grátur og tannagnístur, kúldrir þau í öskustónni við eilífa kvöl. Þó átt þú að vera alvitur, al- máttugur og kærleiksríkur.“ Drottinn alfaðir brosti. Þetta eru myrkari blettirnir i fari

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.