Samtíðin - 01.02.1953, Side 13

Samtíðin - 01.02.1953, Side 13
SAMTÍÐIN 9 um, að ég sæi þær allar. Hann vildi sýna mér, að lögreglan gerði sér ekki siður far um að vera vandvirk og ná- kvæm í sinum störfum en ég í mín- um. 1 miðjum kliðum var hringt í símann og lögreglumaðurinn kallað- ur út í bæ hið bráðasta, en ég sat eftir með allar myndirnar. Hann kom að vísu aftur skömmu síðar, og erindið hafði verið það eitt að ljósmynda hurðina að íbúð konu einnar, sem átti i brösum við ná- granna sinn, og sá hafði laumazt að með krít og skrifað á hurðina: Fru Hansen er en heks. — En mér var hálfilla við að sitja aleinn yfir þessu öllu saman og sjá myi’krið í sölun- um til beggja handa“. „Hvaða árangur hefur helzt orðið af notkun kvartslampans ?“ „Enn er ekki nema fátt að telja. Ég get nefnt það til dæmis, að ég held, að mér hafi tekizt að lesa aðra vísuna, sem ég gat mn áðan í Hauks- bókartexta Völuspár. Hún segir frá viðureign Þórs og Miðgarðsorms í ragnarökum og hljóðar þannig: Ginn loft yfir lindi jarðar, gapa ýgs kjaftar orms í hæðum, mun ‘Óðins son ormi mæta vargs að dauða Víðars niðja. Ormi í 6. vo. stendur svo i hand- ritinu, en ég held það hljóti að vera ritvilla fyrir eitri: Óðins son (Þór) mun mæta eitri vargs (þ. e. óvættar- innar, Miðgarðsoi-ms) að dauða Víð- ars niðja (þ. e. eftir að æsir eru dauðir). Ég skal geta þess, að fyrsti maður, sem ég lét heyra þessa vísu, var kollega minn, Hans Kuhn i Kiel, og honum varð að orði: „Þetta er í fyrsta skipti, sem þú lætur mig heyra vísu eftir sjálfan þig!“ „Þó að gaman væri nú að slá botn- inn í þetta samtal með þessu spak- mæli Kuhns, get ég ekki stillt mig um að spyrja þig einnar spurningar enn: „Hvernig lór um lesturinn á hundabréfi Færeyinga, sem þú minntist á heima i vor i ræðu, sem ég heyrði þig flytja?“ „Hundabréfið er skrá, líklega frá öndverðri 14. öld, um það, hversu margir hundar megi vera í hverri byggð i Færeyjum. Þetta skjal er mjög rnikils virði fyrir sögu Færeyja á miðöldum, vegna þess að það sýnir i fyrsta lagi, hverjar byggðir voru þá til og i öðru lagi má ráða nokkuð af hundatölunni, hversu stórar hyggð- irnar hafi verið. Bréfið er ekki lengra en 14 línur og mér tókst eftir langa yfirlegu að ná því mestöllu, en sums staðar, einkum á jöðrum, er skriftin algerlega horfin, svo að þar verða smáeyður í. Lestur minn var birtur í færeysku ársriti, sem heitir Ctiseti. Danskur blaðamaður komst á snoðir um þetta og sagði frá þessum tið- indum i blaði sínu og var að vísu mjög orðum aukið. Næst gerðist það, að sænskur blaðamaður hringdi til mín fyrir hönd blaðs í Stokkhólmi. Og þó að ég reyndi að skýra honum sem sannast frá, varð fregnin miklu stórkostlegri í hans gerð en i danska

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.