Samtíðin - 01.02.1953, Side 33

Samtíðin - 01.02.1953, Side 33
SAMTÍÐIN 29 og fram til síðustu aldamóta. Munu flestum Islendingum lítt kunnar frá- sagnir kvenna frá liðnum tímum. Einna hugstæðust varð mér að bók- arlokum frú 'Sigríður örum, systir Geirs biskups Vídalíns, en tvö af bréfum þessa safmáts eru frá henni. Hið fyrra ritar hún, sextug að aldri, hollvini sínum, Bjarna Þorsteinssyni, síðar amtmanni, og er þá þannig ástatt fyrir henni, að hún er orðin ekkjá og dvelst hjá dóttur sinni, sem nýlega hefur misst mann sinn frá fimm hörnum. Þegar seinna bréfið er skrifað, tíu árum síðar, er dóttir- in einnig dáin, og hvílir umsjá barna hennar því enn meira en áður á herðum hinnar sjötugu ekkju. Finnur Sigmundsson vinnur mikið menningarstarf með bréfaútgáfum sínum. Lesendur ^Samtíðarinnar" þekkja -orðið vinnubrögð lians af hinum vinsæla bréfaþætti, Menn og minjar, hér í ritinu. Svo gæti farið, að bréfaútgáfur landshókavarðar yrðu það vinsælar, er þjóðin hefur áttað sig á þeim, að sumt hið reyfara- kennda íesmál, sem nú er mjög í tízku, þokaði nokkuð fyrir hinu stór- merka. lesefni bréfanna. Heimildar- gildi bréfa er löngu viðurkennt. Bréf • kvennanna í fyrrnefndu safni lýsa fleira en einkamálum þeirra, lífsvið- horfi, trausti á guðlega forsjón og aldarhætti, svo að nokkur sjónar- mið séu nefnd. Þau spegla einnig Frh. á bls.. 32. ALLAR MATVÖRUR eru í fnestu og beztu úrvali i Verzlun Sigurðar Halldórssonar Öldugötu 29. — Sími 2342. IB Sameinaða guiuiskipafélagið Hagkvœmar ferðir fyrir farþega og flutning allt árið, með fyrsta flokks skipum frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og þaðan til baka. — Skipaafgreiðsla Jes Zimsen FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. ♦ SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.