Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN o ala^atextar Við birtum vegna áskorana: Þín hvíta mynd Texti: Tómas Guðmundsson. Lag: Sigfús Halldórsson. Eins og tunglskinsljóð, sem blærinn ber ur bleikri firð á vængjum sér, líður mér um svefninn hægt og liljótt lnn livíta mynd um svarta nótt. Eannske var það draumur, sem ég gat ekki gleymt, en eitt er víst, að síðan er i hjarta mínu reimt. Evelst mér bak við hljóð og horfin úr Vlð hvitan seið og dökkar brár. Og hendi það mig aftur að liorfa’ í augun blá, e§ lieiti því að standast aldrei framar töfra þá. 1 Egilsstaðaskógi Texti: Sólrún Eiríksdóttir. Lag: Þórhallur Stefánsson. — Erla Þorsteinsdóttir syngur á °DEON GEOK 220. — Birt með leyfi Fálkans h.f. __ Eftirprentun bönnuð. I birkilaut sitjum við bæði einn blækyrran liásumardag og hlustum í lirifningu’ og næði á heillandi söngfugla brag. í fjarska er fossniður þungur, en flúðin í ánni er nær, og liérna vex birkið um bungu, og blágresið hvarvetna grær. Lækurinn hjalar, lítill og tær, við blóm á bala blikandi skær. í skógi er fegurð og friður, því flúðin hún raular sitt lag. Og seiðandi söngfugla kliður. Já, sælt er að lifa þann dag. Þrek og tár Texti: Guðmundur Guðmundsson skólaskáld. Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens syngja á ODEON-plötu. Hann: „Viltu með mér vaka’, er blómin sofa, vina mín, og ganga suðr’ að tjörn? Þar i laut við lágan eigum kofa, — lékum við þar okkur saman börn. Þar við gættum fjár um fölvar nætur, — fallegt var þar út við hólinn minn. — — Hvort er sem mér sýnist, að þú grætur? Seg mér: hví er dapur hugur þinn?“ Hún: „Hví eg græt? — Ó burt er æskan bjarta, bernsku minnar dáin sérhver rós! — Það er sárt i sinu unga hjarta að sjá, hve slokkna öll liin skærstu ljós! Ó, hve fegin vildi’ eg verða aftur vorsins barn og liérna leika mér; nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur, þunga sorg á herðum mér eg ber!“ Ilann: „Hvað þá? — gráta gamla æskudrauma, gamla drauma, bara óra’ og tál! Láttu þrekið þrífa stýristauma, það er hægt að kljúfa lífsins ál. — Kemur ckki vor að liðnum vetri? Vakna’ ei nýjar rósir sumar hvert? Voru hinar fyrri fegri, betri? — Felldu’ ei tár, en glöð og hugrökk vert!“ Hún: „Þú átt gott: þú þekkir ekki sárin! þeklcir ei né skilur lijartans mál! Þrek er gull, en gull eru líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál! Stundum þeim, er þrekið prýddi’ og kraftur, þögul, höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn!“ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI bústaða- skipti til að forðast vanskil. Við erum með á nótunum Hljómplötur og músikvörur. Afgreiðum pantanir um land allt. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Hfelgadóttur, Vesturveri, Reykjavík. — Sími 11315.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.