Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN var nú gift og farin úr landi. „En ég skal ekki vera lengi að temja hana... eða viS Andrés báSir.“ Hann skildi hana eina eftir og fór út aS hilta Andrés, vinnumanninn. Andrés var úti á túni. Hann var rauShærSur strákur, hár og klunnalega vaxinn. Þeir sögSu, aS hann ætti þaS til aS vera áfloga- hundur. „Hún er komin, Andrés, nýja vinnukon- an. Tómas hefur sent okkur hana, eins og liann lofaSi. Þetta er mesti boldangs- kvenmaSur, og ef satt skal segja, er hrein- asti höggormskj aftur á henni.“ „Ég hef nú aldrei mátt til þess liugsa, aS viS færum aS ráSa hingaS vinnukonu. Höfum viS svo sem ekki komizt sæmi- lega af, síSan hún Soffía fór? Þú liefSir ekki átt aS láta hann Tómas telja þér trú um, aS viS kæmumst ekki af ráSs- konulausir,“ sagSi Andrés. „Ég læt mér vel skiljast þaS, sem liann sagSi. Hver á aS hirSa um mjólkina, strokka smjöriS, hugsa um hænsnin og allt annaS á heimilinu? Ekki höfum viS tíma til alls frá okkar störfum," svaraSi húsbóndinn. Þeir unnu úti viS til kvölds, en liéldu þá heim. Þegar inn kom, sáu þeir, aS húiS var aS þvo eldhúsgólfiS og taka svo vel til í húsinu, aS þeir ætluSu varla aS trúa sínum eigin augum. Og þarna stóS vinnu- konan og studdi stórum, sterklegum höndunum á tárhreina svuntuna á mjöömum sér. Rautt andlit hennar ljóm- aði, eins og þaS hefði verið skrúbbaS líka. Hún stóð gleilt eins og karlmaður, sem ætlar aS leggja í einhverja aflraun, og horfði einarðlega á hónda og vinnu- rnann til skiptis. „Farðu úr stígvélunum,“ sagði hún við vinnuinanninn. „Þau eru grútskitug! Sérðu ekki, að það er húið að þvo gólf- ið? Þú hagar þér eins og þú værir villi- maður utan úr eyðimörk!“ „Hver vogar sér að segja það?“ svaraði sláninn Andrés. „Það geri ég, og Jóhanna heiti ég Kjartansdóttir.“ „Það er Magnús húshóndinn, sem hér ræður ríkjum,“ anzaði vinnumaður fýld- ur. „Þá ætti liann nú hara að skammast sín. Ég veit ekki betur en hér sé anddyri, þar sem þið getiö skipt um skó, og það verðiö þið að gera eftirleiðis. Þar, sem verið er með mat, á allt aS vera hreint,“ hætti hún við og var ekki mjúk í máli. Mennirnir settust við boröið og átu mat sinn steinþegjandi. Stúlkan horðaði ekki meS þeim. Hún settist í grennd við þá og liafði nánar gætur á þeim. Þetta hafði þau áhrif á slánann Andrés, að honum fannst eins og verið væri að kyrkja sig. Stúlkan tók til máls: „Ég lief nú alla ævi átt lieima í sveit, en aldrei áður hef ég séð karlmenn borða eins og svín,“ sagði hún, rétt eins og hún væri að skeggræða við þá um almæll tiðindi. „SkoSanir þínar koma okkur ekki við,“ svaraði Magnús gamli og sótroðnaði af vonzku. „Sök hítur sekan,“ sagði liún blíðlega. Karlmennirnir flýttu sér að borða og fóru síðan út á lilað lil að kveikja sér í pípu. „Sú er ekki eins og fólk er flest. — ESa munnsöfnuðurinn, maSur! Ja, sá sem gift- ist henni, fengi aldeilis í liendurnar!“ sagði vinnumaður. „Ekki orð um það!“ sagði Magnús bóndi, og fór hrollur um hann. „Þú mund- ir nú ekki vilja versta óvini þínum svo illt, að hann færi að kvænast þessu ill' fygli, Andrés.“ Augu hans skutu gneist- um af heift. „En híddu bara, lagsi, og þá skaltu fá að sjá, að það verð ég, sem tem hana, en hún ekki mig.“ Morguninn eftir var stúlkan komin á fætur fyrir allar aldir, og karlmennirnir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.