Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 13
samtíðin 9 Aldrei höfðu þeir séö annan eins kvenmann! þdta uar HREINASTA GALDRANORN MAGNÚS gamli slóð úti á lilaði og var að bíða eftir nýju vinnukonunni. Þarna kom hún arkandi neðan veginn og rogað- lst nieð gamalt koffort, sem gerði lienni orðugt um gang. Ljósbláa kápan hennar Var öll í ryki. Þetta var á sólheitum sum- ardegi með heiðskírum himni. Fjöllin á .vinstri hönd voru að mestu hulin hita- moðu, en mýflugurnar gerðu sér dælt við stúlkuna og settust á rautt andlit hennar. tlún harði þær frá sér með regnhlífar- garnii, sem hún hafði í hendinni. Magnús gamli horfði á þetta með liend- Ul' í vösum og pípuna i munnvikinu. Halt- ur hans slútti yfir beinabert andlitið. Þeg- ar stúlkan var komin upp að garðshlið- Uln, gekk hann til móts við hana. „Ég sá til þín niðri á veginum. Ertu uýja vinnustúlkan?“ sagði hann. >,Já. Ég er send hingað af honum Tóm- asi og heiti Jóhanna Kjartansdóttir. Ert lJú hann Magnús, bóndinn hér?“ Gamli maðurinn kinkaði kolli. Hann líafði enga tilburði á að bjóða stúlkunni að bera koffortið hennar, en lét sér nægja uð skáskjóta á liana augunum og ganga Ur skugga um, að henni væri vel í skinn koniið. „Þetta er stólpagripur,“ hugsaði hann með sjálfum sér. „Það er aldrei það eru stoðir undir henni, hreinasti stólpa- Sripur og kroppþunginn eftir því.“ »Við göngum nú lítið um aðaldyrnar; l'að ískrar svo i hjörunum á hurðinni,“ Sagði hann. »Ætli það væri þá ekki nær að bera á Þæi',“ anzaði stúlkan stutt í spuna. Éónda gramdist kergjan i rödd hennar. „Bakdvrnar eru fullgóðar lianda okkur,“ lireytti hann úr sér. „Að minnsta kosti gerðu faðir minn og afi sér að góðu að ganga um þær. Það liafa margar kynslóð- ir búið í þessu húsi. Sagði hann þér ekk- ert um oklcur, liann Tómas?“ Hún anzaði engu, og það gramdist hon- um. „Gerði hann það ekki?“ liélt hann áfram. „Það er erfitt að heyra, livað þú segir, jiegar þú erl með þessa pipu upp í þér,“ svaraði hún rólega, og það var ekki laust við blíðu í röddinni. En liann sveið und- an orðum liennar, eins og hann hefði ver- ið bitinn af eiturpöddu. Hann geklc á undan henni inn i liúsið án jiess að hjóðast til að halda á regnhlíf- argarminum, hvað þá að halda undir koffortið liennar. Þegar þau komu inn í eldhúsið, leit hann kuldalega til hennar. Þá tók hann eftir því, að hún var yngri en lionum hafði fyrst sýnzt, varla eldri en rétt innan við þrítugt, alveg gífurlega handstór! „Þú kemur ekki til að hafa mikið gagn af þessari kápu liér í sveitinni. Við erum nú ekki að hafa fyrir því að fara í kápu, þó hann rigni hér um slóðir,“ sagði hann. „Ég er sjálf úr sveit og veit hezt, livað mér hentar. Er þetta nú eldhúsið? Það minnir á svínastíu. Það lítur ekki út fyrir, að nokkur kvenmaður hafi nýlega farið höndum um neitt hér.“ „Sú er nú í pilsinu sínu,“ hugsaði hann, þegar hann hafði vísað henni inn í lier- bergi, sem dóttir lians hafði haft, en hún

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.