Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN I? 18. uíínapdllur SKÁLDIN KVÁÐU þjóðskáldið, séra Jón Þorláksson á Bægisá (1744—1819), var meistari stökunnar. Hann kvað eitt sinn á ferð um Hjaltadalsheiði: Hjaltadals er lieiði nið lilaðin með ótal lýti, fjandinn hefur á fyrri tíð flutt sig þaðan í víti. Islenzkar beinakerlingavísur eru margar við- 'Unnar og sumar ekki óskemmtilegar. Séra Jón kvað þessa fyrir Magnús amtmann Gíslason: Ef þér, herra, ætlið að prýða elli mína °S mig finna eina í leynum, yðar vísið burtu sveinum. Eessa alkunnu vísu orti séra Jón um Jón Sig- Ul'ðsson, fósturson sinn: Á Bæsá ytri borinn er býsna valinn kálfur, vænt um þykja mundi mér, mætti ég eiga hann sjálfur. p .. 'n svo er talið, að prestur ætti meira en , strið eitt i börnum þeim, er ólust upp hjá l0num á Bægisá. I^essa stöku kvað séra Jón við hjón nokkur: Þið eruð bæði fjandans fox, full með heimsku gjálfur, hún Tóta þín er tundur-box, en tinna og járn þú sjálfur. Eftirfarandi vísu nefndi prestur Búdrýgindin: Margur fengi mettan kvið, má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta. Þessari stöku kastaði séra Jón fram, er höfð- »jar riðu hjá kirkju um embættisgjörð: Skrykkjótt gengur oft til enn eins og fyrr með köflum, en grátlegt er, þá góðir menn gera sig að djöflum. Þessi var kveðin i skriftastól: Óskaplíkar eru þær, Anna má, en neitar. . Imba vill, en ekki fær, Eftir því hún leitar. Ein af hressilegustu vísum séra Jóns er þessi, sem ort var um verzlunarstjórann, er vildi taka hryssu af honum upp i skuld: Varla má þér, vesalt hross, veitast heiður meiri en að þiggja kaupmanns koss og kærleiksatlot fleiri, orðin liúsfrú hans. Þegar þú leggur harðan hóf háls um ektamanns, kreistu fast og kyrktu þjóf, kúgun Norðurlands. Hélt séra Jón merinni, en visan loðir enn við þennan handhafa búðarvaldsins. Hér koma að lokum þrjár vísur, er prestur orti í elli sinni: Lagzt er fyrir í lamasess og látinn dugur, allur er mér horfinn hugur, hamur þessi er vanmáttugur. Horfin er mér heyrn og sjón á hægra vanga, fætur hafa gleymt að ganga, gjörir það mér ævi langa. Munn aðeíns og mund ég get til matar bifað, ekki dáið, ekki lifað, ekki setið, þenkt né skrifað. Tveir Skotar lentu í manndrápsbyl í svissnesku Ölpunum. Þcgar þeir höfðu gefið upp alla lífsvon, birtist skgndilega Sankti Bernharðshundur með viskíflösku festa við hálsbandið. „Bravó!“ hrópaði annar Skotinn. „Þarna kemur þái mesti mannvinurinn okkur til bjargar." „Satt segir þú,“ anzaði félagi hans, „og sérðu hundinn, sem kemur með hann?“ I LESENDUM SAMTÍÐARINNAR fjölgar ört. Sendið okkur áskriftarbeiðnina á bls. 32, og þér fáið 1 eldri árgang í kaupbæti.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.