Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíösson: ★--------------- Ljr ríhi náttúrunnar — 3. cjrein Náttúran veit sínu viti RÓFUR og næpur eru, eins og alkunnugl er, tvíærar jurtir, sem safna næringar- forða fyrra sumarið, en bera blóm og fræ liið síðara. En stundum taka þær upp á þvi að blómgast á fvrsta sumri. Hvers vegna? Þær háfa þá venjulega orðið fyrir áfalli eða einhverjum hnekki, t. d. vor- frosti, eða kálmaðkur hefur nagað ræt- urnar. Þá bregða þær venju sinni og bera blóm og fræ, sama sumar og þær uxu upp af fræi. Það er eins og þær eftir áfall- ið vilji auka kyn sitt sem allra fyrst og •sjá um að viðhalda ættinni. Þannig er því farið með fjölmargar jurtir, og svipuð fyr- irbæri eru einnig kunn í dýraríkinu. Við- hald stofnsins umfram allt annað. — Skilyrðin eru hörð í fjallaauðnum Lapplands og á freðmýrum Síbiriu. Snjór- inn liggur þar víða 9 mánuði á ári. Samt hafa hreindýrin fleytt þar fram lífinu frá alda öðli. Hreinkýrin er hyrnd, en það eru hindir hjartardýranna annars ekki. Svíinn V. Björnström setur fram kenn- ingu um, livaða gagn hreinkúnni sé að hornunum. Um fengilímann á liaustin heyja hreintarfarnir miklar orrustur um hreinkýrnar og beita þá óspart hornun- um. En síðan fella þeir hornin, áður en veturinn gengur í garð. Hreinkýrnar halda aftur á móti hornum sínum allan veturinn alll fram að burði í maí. Gamlir hreinbirðar segja, að kýr með kálfi beri hornin lengur en geldkýrnar. — A veturna krafsa hreindýrin snjóinn burt með framklaufunum til að ná til jarðar í hreindýramosa og gras. Snjórinn er oft svo þykkur, að dýrin verða að grafa það djúpar gryfjur, að vart sér á meira en bakið á þeim, og þau hnoðast og berj- ast um „matarholurnar". Hreinkýrnar standa þá betur að vígi en tarfarnir vegna horna sinna, og reka þæf oft tarfana burt úr kröfstrunum. Oft falla hreindýr í hörðum vetrum- Þá gerir minna, þótt tarfarnir falli; þeir hafa þegar gegnt ldutverki sínu, en kálf' fullar kýrnar verða að lifa til að halda ættinni við. Á haustin eru tarfarnir vel haldnir og fullir af þrótti. Hlaupa þeir þa langar leiðir lil að finna kýrnar, berjast um þær, og þeir sterkustu fullnægja þeim- En í lok fengitimans eru tarfarnir orðnh' magrir og slæptir af erlinum, en kýrnai' eru þá enn feitar og patlaralegar — og betur búnar undir veturinn. Viðhald ætt- arinnar hvílir þá líka á þeim. Laxinn gengur í árnar til að hrygna- Hrygningartíminn reynir mjög á hann bæði kynin , svo að þau eru horuð og slæpt i lokin, berast með straumi til hafs og farast hópum saman. Hvers vegna heklur náttúran ekki verndarhendi yfjr hrygnunni fremur en hængnum? Ju’ hrygnan hefur þegar lokið hlutverki sím1- Frjóvguð hrogn hennar bíða vorsins á aX' botninum. Ungur mciðnr: Dóttir yðar hefur lofa^ að giftast mér.“ Faðirinn: „Það getið þér sjálfum \]^,,r um kennt." Bólstrnð liúsgögn Húsgagnaverzlun Hjalta Finnbogasona*' Lækjargötu 6. A. Sími 12543’

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.