Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 18
14
samtíðin
inni, ])cgar venja er að kalla höfundinn
fram á sviðið, er liún œvinlega öll á bak
og burt.
Það gerist í baðkerinu
NÚ SKYLDI maður halda, að skáldkon-
an fjallaði um lausnir morðmála sinna i
válegu umhverfi: innan um vælandi ugl-
ur og blaktandi kóngulóarvefi. En það
er nú eitthvað annað. Þá er hún stödd í
baðkerinu sínu, að því er virðist önnum
kafin við að borða epli. En á meðan er
hún að ígrunda refskákir glæpasagna
sinna. Meðan eplahýðið lirúgast upp við
baðkersbarminn, kvikna morðlausnirnar
i lmgarfylgsnum frúarinnar. Og þegar
hún stigur upp úr ilmandi baðinu, getur
hún að gerhugsuðu máli setzt við ritvél-
ina. En að eigin sögn getur einn bókar-
kafli kostað iiana heilt eplakíló!
I einkalífi Agöthu Christie örlar ekki
á neinu, sem skylt á við afbrot. Henni
þvkir að sögn gaman að elda mat og
prýða lieimili silt. Um skeið átti hún 8
hús, vegna þess hve henni þótti gaman
að dunda við að skipuleggja ibúðir. Nú
lætur bún sér nægja að eiga eina íbúð í
London, viðhafnarhús i Devonshire og
kofa í grennd við Oxford, til að dveljast
í um lielgar. Frúin er hámúsíkölsk, og
uppáhaldstónskáld henn.ar eru þeir Bach,
Elgar, Sibelíus og Wagner. Hún hefur á-
kaflega gaman af ástasögum og hefur
sjálf skrifað 20 sögur af því tagi, en gerir
það undir dulnefninu Mary Westmacott.
Agatha skildi við liðsforingjann sinn,
eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk, og
giflist ]iá Max Mallowan, prófessor i forn-
leifafræði við brezka rannsóknarstofnun
í írak. Þess vegna dvelst hún árlega 2—3
mánuði austur þar og aðstoðar mann
sinn við fornleifagröft.
★ Hjónabandshaming'jan er fyrir öllu
ENGINN VEIT, hve lengi Agatha
Christie muni endast til að pikka á rit-
vélina sína með þrem fingrum. Hún
stendur nú á sjötugu og á sér að baki
fágætt ritböfundarstarf á sviði skáld-
sagna- og leikritagerðar. Einkalíf hennai’
er gæfuríkt, og auðlegð hennar eru eng'
in takmörk selt. En hvorki fé né frægð
hefur stigið henni til höfuðs. Ilún metui’
farsæld sína í einkalífinu mest af öllu og
tekur sér olt þessi orð -— sem höfð erU
eftir konu annars fornfræðings *—í munn:
„Fornfræðingur er bezti eiginmaður, sein
hugsazt getur. Þvi eldri sem konan lians
verður, þeim mun meira finnst honum til
hennar koma!“
Ibmuma RÁÐNINGAR
• AÐ BINDA. Það veit á yfirburði
þína, ef þig dreymir, að þú bindir and-
stæðing þinn. Ef þú ert sjálfur bundinn,
er allt öðru máli að gegna. Þá munt þu
verða ofurliði borinn. Það veit á óþæg'
indi af völdum gleymsku þinnar, ef þu
þykist vera að binda utan um böggul J
draumi.
• SVALIR. Dreymi þig, að þú standh'
úti á svölum, veit það á, að sjálfsálit þio
og hégómaskapur er í þann veginn að
fæla vini þina frá þér. Ef þú erl í hóp1
margs fólks á svölunum, veit það á þátt-
töku þína í heimskupörum.
• TRÉSMIÐUR. Það er heillavænlegt
að dreyma trésmið.
• ARMSTÓLL. Það veit á nokkra
upphefð, ef þig dreymir, að þú sitjir 1
armstól.
• APPELSÍNUR. Að dreyma þær er
fyrir tjóni og bágum kjörum.
Frúin: „Við hjúnin höfum yfirleiM
sama úlit á öllu, en hað túk mannin11
minn túlf úr að komast ú lagið með \>að-