Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN FRÚIN VAR auðvitað í sjöunda himni yfir að fá húshjálp. Þegár þau sátu við kaffidrykkjuna eftir matinn, fór hún að prjóna miklu meira en áður. „Eg skrifaði hjá mér nöfn þéirra manna, sem Jacky hefur verið í vist hjá,“ sagði húsbóndinn. „Og þegar hún var far- in, hringdi ég lil þcirra. Þeir háru stúlk- unni allir gott orð fyrir dugnað og mynd- arskap. Yfirleitt hafði hún farið úr vist- inni, þegar útlil var fyrir, að konurnar myndu eignast hörn, því að þá vissi hún, að verkin myndu aukast svo mikið. Það er aðeins einn hængur á þessu, skal ég segja þér, og hann er sá, að það lítur úl fyrir, að allir húshændurnir hafi orð- ið alvcg hálskotnir i henni!“ „Hvað ertu að segja, maður, húsbænd- urnir bálskotnir?“ „Já, og mér er ekki grunlaust um, að sumir þeirra hafi bara verið á stefnu- mptum við hana, eftir að hún var farin frá þeim.“ „Var hún kannski fjolluð við þig?“ „Ekki var ég nú að segja það. Að minnsta kosli endurgalt ég það ekki — hm.“ „Var Iiún svona ákaflega falleg, þessi manneskja?" spurði frúin og lagði frá sér prjónana. „Já, það var luin, og það er erfitt að lýsa þeirri tegund af kvenlegri fegurð. Augnaráðið var til dæmis alveg seyðandi, skal ég segja þér Eða vaxtarlagið! Maður sá það nú nokkuð vel, þvi hún var mjög stuttklædd.“ En ])að er sem sagt erf- ilt að lýsa þessu, góða mín.“ „Sáslu bara upp undir liana?“ spurði frúin allt annað en hliðlega. „Ég segi það ekki. Ég var nú svo sem ekkert að virða hana fyrir mér frá því sjónarmiði. En maður gæti haldið, að þetta væri kvikmyndadís, að minnsta kosti við fyrstu sýn.“ „Ja, nú er mér nóg boðið!“ sagði frúin. „Og hvernig var röddin?“ bætti hún við. „Fremur dimm, en mjög músíkölsk.“ „Ja, það var ljótt, að ég skyldi ekki vera heima, þegar þessa manneskju har hér að garði,“ sagði frúin, „en þakka þér nú fyrir upplýsingarnar, væni minn, og svo er þetta úlrætt mál — í kvöld!“ Síðan tók frúin upp léttara hjal. En þegar hjónin voru háttuð og húið var að slökkva Ijósið, fór hún aftur að minnast á vinnukonuvandamálið. „Það yrði náttúrlega heilmikið álag á þig, ef við tækjum þessa stúlku,“ sagði hún. „Já, auðvitað þó nokkuð •— frá fjár- hagslegu sjónarmiði,“ sagði liann lágt. „Er hún fallegri en ég?“ hvíslaði frúin. „Fallegri,“ muldraði maður hennar geispandi, „fallegri en þú er nú engin kona í víðri veröld — að mínum dómi. En Jaeky er allt öðruvísi. Hvernig á ég að fara að útskýra það fyrir þér?“ „Þú þarft þess nú alls ekki, væni minn,“ sagði frúin. „En ég ætla hara að hiðja þig að fara lil djTra í fyrramálið, þegar hún hringir, og segja henni, að við séuni alveg hætt við að ráða vinnukonu. Ég ætla heldur að r.eyna að gera verkin sjálf! Góða nótt, elskan mín.“ „Góða nótt, elskan,“ sagði maður henn- ar, og hann var feginn, að dimmt var i herberginu, því að annars hefði hún hlotið að sjá, að hann brosti út að eyrum af ánægju. Þessi Jgcqueline hafði nefnilega verið hundleiðinleg kerlingarskrukka, sem vildi hafa einhver ósköp í kaup. Skáldið: „Hér gæti ég setið til eilífðar, /wrfi í augu þér, ástin mín, og hlustað a báruniðinn, þegar liaf tilfinninganna svellur við strönd unaðarins.“ Hún: „Æ, þetta minnir mig á, að ég á eftir að borga reikninginn til þín fra þvottahúsinu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.