Samtíðin - 01.10.1961, Side 13

Samtíðin - 01.10.1961, Side 13
SAMTÍÐIN 9 Þannig gerast siMinu ástarsögurnar, aö: ^ V Blessaöur rukurinn minn baö mín ÉG SKIL ekki, að nokkur stúlka hafi lent i öðru eins giftingarævintýri og ég. Og enga stúlku hefði það getað komið jafnt flatt upp á og mig! Ég átti heima skammt frá Glasgo'w, þegar þetta gerð- ist, en ég er ekki skozk. Faðir minn er Rússi og móðir mín frá Litháen. Þau voru bláfátæk, fóru lítið út og vildu ekki, að við systkinin færum neitt út heldur að skemmta okkur á kvöldin. Pabhi og mamma voru fjarska ströng, og mamma saumaði öll föt á okkur. Þau komu mér i kvenfataverzlun i Glasgo'w, og þar var ég búin að vinna mig upp i að verða afgreiðslustúlka í kjóladeild. Þar eignaðist ég vinkonu, sem var lagleg og ljóshærð og hét May. Hún átti kærasta, sem hún hafði verið með i 7 ár. Mér leizt ljómandi vel á þennan pilt, og oft hugsaði ég, hve hún May ætti nú gott, því að auk hans var alltaf fullt af strákum i kringum liana, — en eng- inn leit við mér! Undir eins og vinnu var lokið á kvöld- in, var ég vön að halda rakleitt heim i þorpið, þar sein við bjuggum. Ivvöld eitt var mér þó leyft að fara á dansleik i Glasgow með annarri stúlku. Það var elcki May, sem hafði beðið mig að koma með sér á dansleikinn, en ég sá hana þar með kærastanum sínum, sem við skulum kalla Jakob. Það kom mér mjög á óvart, að þau höfðu auðsjáan- lega verið að rtfast. Þau voru bæði óslcöp fýld á svipinn, og May dansaði ekkert allt kvöldið, heldur sat ólundarleg úti í horni. Ekki leið á löngu, þar til Jakob kom til min og bað mig að dansa við sig, og meðan við vorum að dansa, hað liann mig að koma út með sér. Það vildi ég ekki, þvi að ég vissi, live lengi May og hann höfðu verið trúlofuð. Ekki var vika liðin frá dansleiknum, þegar ég var búin að glevma Jakohi. En svo er það kvöld eitt, þegar ég kem heim úr híó, að það situr hara enginn annar en liann heima í stofu hjá okkur og er að híða eftir mér! Það var orðið framorðið, og þegar hann ætlaði að fara að lialda heim, uppgötvaði hann, að seinasti slræt- isvagn til Glasgow var farinn, svo að hann varð að gisla hjá okkur. I slrætis- vagninum morguninn eftir trúði hann mér fyrir því, að allt væri húið milli sín og May og hað mig um stefnumót. Ég lofaði að fara með honuin á dansleilc. Dansleikurinn var haldinn á laugar- dagskvöldi, og að honum loknum hað Jakob mig umsvifalaust um að giftast sér daginn eftir! Hann sagði, að við gæt- um látið gefa okkur saman i Gretna Green, þó það væri sunnudagur. Ég sagði „Já“ við þessu, en auðvitað datt mér ekki annað i hug en hann væri að gera að gamni sínu, og fór að hátta án þess að hugsa meira um „bónorðið“. En hvað skeður? Morguninn eftir vekja foreldrar mínir mig af værum blundi og skipa mér að ldæðast í skyndi, þvi að það sé lcominn ungur maður, sem segist ætla að giftast mér í Gretna Green. Hann sé með foreldra sína með sér. Þeir ætli að vera viðstaddir hjónavígsluna! Ég er ekki enn fyllilega húin að átta mig á þvi, livernig mér varð við, þegar ég heyrði þessi furðulegu tiðindi. Ég

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.